Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blood Diamond 2006

Frumsýnd: 26. janúar 2007

It Will Cost You Everything

143 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Í borgarastyrjöldunum í Sierra Leone í Afríku á tíunda áratugnum reynir demantasmyglari að sækja risastóran demant ásamt fiskimanninum Solomon, sem faldi hann á átakasvæðunum

Aðalleikarar

Leikstjórn

Græðgin í hámarki
Allir vita það að demantar eru mjög dýrir og flottir og allir vilja helst eiga einn eða fleiri. En enginn veit hvar þessir demantar hafa verið á undann búðarkallinum. Þegar að þú ert búinn að sjá þessa mynd þá veistu að allir demantar eru ekki eins verðmætir og við gerum kröfur um.
Í Blood Diamond er sögð sagan af Solomon Vandy (Djimon Hounsou) sem er venjulegur Afríkubúi var tekinn fanga sem námumaður af sínum mönnum í borgarastríði og þar voru þeir að fá fólk með óhugnarlegum hætti, og svo fá þeir demanta og selja þá á fokdýru verði.
Danny Archer (Leonardo DiCaprio) lendir í fangaklefa fyrir að reyna að smygla inn demöntum og þar hittir hann Solomon og þá kemst upp að Solomon fann einn óvenjulega stóran bleikan demant og þá varð Danny ástfanginn af þessari sögu og náði að redda Solomon út úr fangaklefanum til að finna þennan demant.
Danny Archer er fagmaður í að smygla inn demöntum og er vanur maður að drepa því að hann var í hernum. Svo loks þá takast þeir í sama lið og ætla sér að finna þennann demant. Solomon frétti það að fjölskyldan hans er kominn í fokk (Konan og börnin eru í fangabúðum og einn sonurinn kominn í hitt liðið) og þá breytist planið mjög hratt og án fyrirvara.

Sjaldan hef ég séð Leonardo DiCaprio svona góðan og ákveðinn og núna, og þegar að við erum að tala um eina mestu græðgi veraldar þá er mikið sagt nema kanski Wall Street. Blood Diamond á heima í hverju og einu kvikmyndasafni og þegar að einhver segir við mig að myndin sé léleg þá mun ég slá hann niður (Djók) og sannfæra hann um að þetta er eitt annað meistaraverk með Leonardo DiCaprio. Allur leikarahópurinn stendur sig eins vel og hann getur, leikstjórinn Edward Zwick sem á myndir að baki eins og t.d. Blood Diamond,The Last Samurai og Defiance sem eru hans bestu myndir og þetta er svo mikill kraftur.

Einkunn: 8/10 - svakalega góð og kraftmikil og svakalega vönduð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Geðveik mynd!
Blood diamond er ein flottasta mynd sem ég hef lengi séð, með Leonardo DiCaprio, Jennifer Connelly og Djimoun Hounsou í aðalhlutverkum. Hún gerist í borgarastyrjöldinnni í Sierra Leone og fjallar um demantastarfssemina í Afríku og hrottalega aðferð á börnum og fólki í Sierra Leone.

Danny Archer (Leonardo DiCaprio) er hvítur maður sem er þó fæddur í Zimbabve, hann vinnur við að fá demanta fyrir vopn hjá uppreisnarmönnum í Sierra Leone.

Hann er tekinn í fangelsi og heyrir þar um svartan mann sem að hafa fundið risastóran bleikan 100 karata demant. Danny hefur upp á manninum Solomon Vandy og vill hefja viðskipti við hann og fá demantinn til að komast í burtu frá Afríku. Í stað demantsins býður hann Solomon að fá fjölskyldu sína tilbaka, það er búið að ráðast inn í þorp hans, rústa því og taka konuna hans og dætur í fangabúðir og son hans í herinn.

Solomon tekur boðinu og hefst þá ferðalag þeirra ásamt blaðamanninum Maddy sem endar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Myndin er virkilega áhugaverð um alvarlegt málefni sem hefur ekki fengið nógu mikla umfjöllun. Hún er átakanleg og skilur mikið eftir sig. Hún er vel leikin og fékk óskarstilnefningu fyrir leikinn, eina sem að ég set út á eru samræður á milli Danny og Maddy sem eru dálítið klisjukennd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Firna sterk mynd. DiCaprio er firnagóður í hlutverki sínu sem demantasmyglari eina stundina, vopnasmyglari aðra og síðan einkahermaður þegar það hentar honum. Hann kynnist blaðamanninum Jennifer Connelly í Freetown höfuðborg Sierra Leone. Djimon Honusou er þriðja aðalpersónan, en skæruliðar RUF réðust á þorpið hans, stökktu konu hans og dætrum á flótta, tóku son hans höndum og gerðu að barnahermanni, en hann sjálfan tóku þeir og létu þræla í demantanámu. Í námunni finnur hann að lokum stóran demant sem á eftir að koma við sögu og nær að fela hann áður en náman er tekin yfir í árás hermanna ríkisstjórnar landsins. Með öðrum orðum, sögusvið myndarinnar er borgarastríðið í Sierra Leone þar sem skæruliðar RUF börðust við stjórnarhermenn, frömdu fádæma hræðileg hryðjuverk, limlestu og drápu fólk í stórum stíl, stálu börnum fólks og gerðu strákana að hermönnum en dæturnar að hjákonum, en foreldrana drápu þeir. Svo hræðilegar voru aðfarir RUF að á endanum var hildarleikurinn stöðvaður af alþjóðasamfélaginu, en að jafnaði bregst það ekki þannig við. Það sem myndin segir er saga þriggja persóna sem voru þarna á svæðinu þegar þetta allt gekk á. DiCaprio sem er orðinn þreyttur á því lífi sem hann hefur lifað, blaðamaðurinn sem vill ná í fréttina sem loks mun hafa eitthvað að segja og svarti maðurinn sem einfaldlega vill sameina aftur fjölskyldu sína. Allar þær hörmungar sem koma fram í bakgrunninum eru sannleikanum samkvæmar. Skæruliðar RUF voru sannarlega eins slæmir eins og lýst er í myndinni. Fólk gat virkilega þurft að taka á stóra sínum til að lifa af í kringum þá. Styrrjaldir eru einfaldlega svona, þær framkalla bæði það besta og það versta í manninum. Menn sem enginn átti von á að gerðu slæma hluti gera þá allt í einu, og öfugt menn sem enginn átti von á að gerðu nokkurt rétt allt í einu gerast hetjur. Ég veit að sumum finnst þetta vera voðalega klisjukennt, en svona er þetta barasta stundum. Atburðarásin er að mínu mati algerlega trúverðug, handritið firnasterkt og leikur allra óaðfinnanlegur. Ég reikna með allavegna tveim til þrem óskurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Því miður þá er Blood Diamond vonbrigði, myndin er tæknilega séð vel gerð en sagan er illa skipulögð og handritið mjög slappt í uppbyggingu og orðbrögðum. Leonardo DiCaprio leikur Danny Archer, breskan demantaleitara í Sierra Leone og fyrrverandi hermann sem finnur loks tækifæri sitt til þess að verða ríkur, en hann verður að hjálpa manninum sem veit um demant til þess að finna fjölskylduna sína sem hann týndi í miðju borgarastríði. Hreimurinn hans DiCaprio var mistækur, en verra en það var hans slæma persónusköpun þar sem karakter hans virtist breytast reglulega af engri ástæðu, mér sýndist eins og DiCaprio hafi verið að skiptast á persónum sem hann hefur leikið áður í öðrum myndum. Það er hinsvegar ósanngjarnt að dæma DiCaprio eingöngu, handritið sjálft var illa skrifað, myndin nær þó vel að skapa ranverulega stemningu gagnvart stríðunum í Sierra Leone með miklu ofbeldi sem sést sjaldan í svona kvikmyndum en handritið minnir á Bruckheimer klisjumyndir sem drepur gersamlega allan trúverðleika bakvið söguna. Danny Archer breytist frá hjartaknúsara yfir í grínista, frá grínista yfir í James Bond og frá James Bond yfir í fífl og svo aftur í hjartaknúsara án þess að neitt í sögunni gefur neina breytingu til kynna. Þetta var ekki einstakt DiCaprio þar sem Jennifer Connelly, fyrir utan það að koma með ömurlega frammistöðu eins og venjulega, sýnir sömu einkenni. Sögunni skortir almennilegt samhengi, söguþráðurinn sjálfur er ekki slæmur en illa komið á framfæri, atburðarrásin er einnig eins og Bruckheimer klisjurnar, rólegt atriði svo hasar, rólegt atriði svo hasar og nánast hvert einasta rólega atriði var væmin ástarsena sem varð þreytt á sinni fyrstu mínútunni. Það má þó hrósa Djimon Honusou sem lék nánast einu skiljanlegu persónuna í allri myndinni. Edward Zwick er mjög fínn leikstjóri og ég hef fílað myndir hans eins og Glory og sérstaklega The Last Samurai, en Blood Diamond er vonbrigði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.10.2015

Jack Reacher 2 fær nafn

Tökur eru hafnar á Jack Reacher mynd númer 2, en hún hefur fengið nafnið Jack Reacher: Never Go Back. Í aðalhlutverki er sem fyrr Tom Cruise ( Mission: Impossible myndirnar, Edge of Tomorrow) og leikstjóri er Edward Zwick (T...

27.05.2015

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um Bobby Fischer

Tobey Maguire fer með hlutverk Bobbys Fischers í nýrri kvikmynd um skáksnillinginn. Myndin nefnist Pawn Sacrifice og fjallar um líf Fischers og skákeinvígi hans og Boris Spasskys í Reykjavík. Handritshöfundurinn Steven Kni...

20.05.2015

Nýtt plakat af Maguire í hlutverki Fisher

Tobey Maguire fer með hlutverk Bobbys Fischers í nýrri kvikmynd um skáksnillinginn. Myndin nefnist Pawn Sacrifice og fjallar um skákeinvígi Fischers og Boris Spasskys í Reykjavík. Nýverið var opinberað nýtt plakat fyrir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn