Náðu í appið

Foreldrar 2007

(Parents)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. janúar 2007

Dark secrets are slowly revealed in the suburban modern day Reykjavik when a desperate trip of a dentist, a successful businessman and a young mother running away from her past meet by chance.

87 MÍNÍslenska

Foreldrar er sjálfstæður kafli kvikmyndatvíleiksins Börn og Foreldrar, sem rýnir í sálarfylgsni venjulegra íslendinga og fjallar um samskipti, skyldur og hlutverk barna og foreldra. Hér er áherslan lögð á þá síðarnefndu. Í Foreldrum segir frá tannlækninum Óskari, sem hefur árum saman reynt að eignast barn með eiginkonu sinni, en kemst að sannleikanum um... Lesa meira

Foreldrar er sjálfstæður kafli kvikmyndatvíleiksins Börn og Foreldrar, sem rýnir í sálarfylgsni venjulegra íslendinga og fjallar um samskipti, skyldur og hlutverk barna og foreldra. Hér er áherslan lögð á þá síðarnefndu. Í Foreldrum segir frá tannlækninum Óskari, sem hefur árum saman reynt að eignast barn með eiginkonu sinni, en kemst að sannleikanum um af hverju það hefur aldrei gengið. Verðbréfasalinn Einar bíður eftir að kona hans átti sig á mistökum sínum að hafa hent sér út af heimilinu. Katrin Rose kemur aftur heim eftir 8 ára búsetu í Svíþjóð og vill hefja nýtt líf með 11 ára syni sínum, en það líður ekki á löngu þar til fortíð hennar segir til sín... minna

Aðalleikarar

Gott íslenskt gamandrama
Foreldrar byggir sig upp og spilast út eiginlega nákvæmlega eins og "forveri" hennar, Börn. Eins og glöggir vita er þessi mynd í rauninni ekki framhald, heldur meira "systkinamynd." Myndirnar tengjast í gegnum svipuð umfjöllunarefni og fáeinar sameiginlegar persónur. Foreldrar er samt örlítið betri mynd að mínu mati. Ekki miklu betri, því Börn hafði áhrifaríkari senur yfir heildina, en ég fíla þessa betur því hún flæðir betur. Húmorinn er einnig aðeins betri og persónurnar almennt áhugaverðari. Hérna hafði ég gaman af öllum sögunum en í hinni myndinni var saga einnar tiltekinnar persónu voða ábótavant. Foreldrar er mjög þunglynd í andrúmslofti, en samt ekki alveg eins þunglynd og Börn, sem er góður hlutur því myndirnar eru þegar svipaðar að svo mörgu leyti.

En ef ég legg allan samanburð til hliðar þá er þessi mynd virkilega vel leikin, og spunnin. Ég hef ekkert að setja út á neinn og hef ég m.a.s. aldrei séð eins skemmtilega hlið á Ingvari E. Sigurðssyni, en hann hefur sjaldan verið eins eftirminnilega hallærislegur. Besta sena myndarinnar er þegar hann tjáir "pirring" sinn við eiginkonuna í verslun Zöru. Alveg brill. Hann bætir hressilega upp fyrir fjarveru Gísla Garðarssonar, sem gjörsamlega eignaði sér hina myndina.

Myndin pínir sig reyndar svolítið í dramanu, en það er eitthvað sem Ragnar Bragason hefur stundum átt til með að gera áður fyrr líka. Leikstjórnin hans er annars vegar örugg og miðað við íslenska karakterstúdíu kemur myndin miklu betur út heldur en margar aðrar innlendar myndir sem hafa reynt svipað. Það góða við Foreldra er að hún er trúverðug og manneskjuleg en aldrei yfirdrifin eða kjánaleg, og hún er viljandi fyndin, en aldrei óvart hlægileg.

Samanlagðar eru Börn og Foreldrar prýðisgóðar myndir, og að mínu mati eitthvað það besta sem tilheyrir íslensku drama. Ég myndi ráðleggja fólki að horfa á báðar myndirnar í röð, en niðurdrepandi andrúmsloftið myndi eflaust skilja áhorfandann eftir gjörsamlega ónýtan og hálf þunglyndan eftirá. Ekta íslenskt, ha?

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þið ætlið ykkur að sjá þessa mynd þá verðið þið ekki fyrir vonbrigðum.

Eina sem ég sá við myndina sem mér fanst ekki nógu spennandi var endirinn hann var ekki allveg að meika það.

En annars frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2024

Foreldrarnir fóru fjórtán sinnum í bíó

Þegar Top Gun: Maverick var frumsýnd í bíó var grínast með það á Twitter, nú X, að foreldrar Glen Powell, annars aðalleikara rómantísku gamanmyndarinnar Anyone but You, sem komin er í bíó á Íslandi, hefðu sé...

18.08.2023

Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpers...

02.07.2023

Hafmeyjurnar eru djöflarnir

„Landkrabbar eins og ég og þú höfum alltaf haft rangt fyrir okkur: Kraken eru ekki hræðileg sæskrímsli sem eyðileggja bátana okkar og borða sjómennina. Þau eru ljúf og hjálpsöm. Það eru hafmeyjarnar sem eru hi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn