Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alex Fletcher(Hugh Grant) var vinsæll 80´s pop söngvari í hljómsveit sem hét Pop! og frægasta lagið þeirra var Pop! Goes my heart, hann er núna hálf atvinnulaus en fær tækifæri að skrifa texta fyrir eina vinsælustu popstjörnuna Coru Corman(Haley Bennett) en málið er að hann kann það bara ekki. Sama dag þá fær Sophie Fisher(Drew Barrymore) vinnu hjá honum við að vökva plönturnar hans. Það kemur í ljós að hún kann hins vegar að skrifa texta og hann fær hana til þess að hjálpa sér og í leiðinni verða þau ástfangin.
Music and Lyrics er nýjasta Rómantíska gamanmynd(mínus gaman) Hugh Grant og Drew Barrymore í leikstjórn Marc Lawrence(Two Weeks Notice, Miss Congeniality). Hún fylgir auðvitað nákvæmlega sömu klisjum eins og nánast allar rómantísku gamanmyndir sem gerðar hafa verið, sem er ástæðan sem að ég þoli ekki þannig myndir þær eru allar nákvæmlega eins, hafa næstum alltaf sama handritið bara lítilega breytt til þess að forðast lögsókn því að það er enginn munur á svona myndum.
Handritið er auðvitað lélegt en ég held að það sé ekkert verra en aðrar svona myndir. Hún er hingsvegar lítið væmin(þó að hún sé væmin) miðað við svona myndir því stundum er það við að maður sé að deyja úr yfirþyrfandi væmni og tilgerð. Þó að ég hafi ekki séð margar svona myndir því að mér finnst þær svo leiðinlegar og mér finnst eins og ég hafi séð þær allar því að eins og ég áður sagði eru þær allar eins.
Hugh Grant og Drew Barrymore eru alveg þolanleg og skila sínum hlutverkum eins og má búast þó að þau séu ekkert sérstaklega góð.
Myndin er ágætlega vel gerð og leikstjórn Lawrence sæmileg. Myndin er kannski rómantísk en sem gamanmynd(veit svo sem ekki hovrt hún var ætluð sem það heldur) er hún algjörlega misheppnuð, maður hló aldrei enda frekar fáir brandarar eða grín atriði, sum atriðin voru kannski eitthvað pínu fyndin en ekki meira en það. Það sem kemst nálægast því er byrjunaratriðið sem sýnir pop myndband Pop!,Pop!goes my heart sem er alveg hræðilega (viljandi) hallærislegt.
Music and Lyrics rétt svo sleppur, kannski með skárri Rómantískum gamanmyndum(en ég veit það ekki því að ég reyni að forðast svona myndir) einhverjir fá örugglega það sem þeir leita af(Rómantík,Hugh Grant fyrir stelpurnar,Drew Barrymore fyrie strákana og kannski stelpurnar líka) en strákar mega alveg sleppa þessari(nema ef þeir vilja) enda svona algjör lítil,rómantísk stelpu mynd. En ef þú ert að leita af gamanmynd þá slepptu þessari því að það er mjög lítið að finna og horfðu á Little miss sunshine í staðinn.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
2. mars 2007