Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Good German 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. mars 2007

If war is hell then what comes after?

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Blaðamaðurinn Jake Geismer kemur til Berlínar í júlí árið 1945 til að fjalla um Potsdam ráðstefnuna, og fær búning liðsforingja til að eiga auðveldara með að fá aðgang. Hann vill einnig finna Lena, gamla kærustu sem er núna vændiskona, og vill komast frá Berlín. Hann kemst fljótlega að því að bílstjórinn hans í Berlín er maður haldinn kvalalosta,... Lesa meira

Blaðamaðurinn Jake Geismer kemur til Berlínar í júlí árið 1945 til að fjalla um Potsdam ráðstefnuna, og fær búning liðsforingja til að eiga auðveldara með að fá aðgang. Hann vill einnig finna Lena, gamla kærustu sem er núna vændiskona, og vill komast frá Berlín. Hann kemst fljótlega að því að bílstjórinn hans í Berlín er maður haldinn kvalalosta, Tully, og ræður yfir Lena. Þegar líki skolar á land, þá gæti Jake verið sá eini sem vill leysa gátuna: starfsmenn bandaríska hersins eru uppteknir við að finna Nasista svo hægt sé að rétta yfir þeim, Rússarnir og Bandaríkjamennirnir leita að þýskum eldflaugasérfræðingi, og Lena á sín eigin leyndarmál.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er tilraun í eldri stíl kvikmyndagerðar, burtséð frá leikurunum, kynlífinu, blótsyrðunum og ofbeldinu þá gæti The Good German verið bandarísk kvikmynd frá 1947. Allt frá myndatöku til leikstíl er tekið frá þessu tímabili, en þrátt fyrir mikil stíltilþrif og góð framleiðslugæði þá er sagan jafn svarthvít og myndin sjálf og persónurnar frekar dauðar. Myndin byrjar í júlí árið 1945 og Jake Geismar (George Clooney) er fréttamaður fyrir New Republic nýlega kominn til Berlín til þess að fjalla um friðarráðstefnu þegar hann skyndilega hittir Lenu Brandt (Cate Blanchett) fyrrverandi elskuhuga sinn. Úr þessum söguþræði myndast vefur af fléttum tengdar saman við margar persónur, því lengra sem sögunni gengur áfram og því fleiri persónur og söguþræðir blandast inn því þreyttari verður myndin. Soderbergh sýnist mér hafa einbeitt sér einum of mikið á stílinn og of lítið á innihaldinu, en mögulega gæti það verið viljandi til þess að reyna líkjast meira myndunum frá þessu tímabili. Karakterleysið í myndinni drepur alla hugsanlega spennu og endinn hefur litla sem enga spennu, sem skilur mann eftir með nánast ekkert til þess að muna eftir, sérstaklega þar sem The Good German er morðsaga. Það er hinsvegar þessi gamli stíll sem gerir myndina sérstaka, en ekkert annað en það, yfir heildina þá er The Good German mjög athyglisverð tilraun í rætur kvikmyndagerðar en hefur alls ekki nógu sterkar persónur til þess að halda sögunni gangandi á neinn áhrifaríkan hátt. Það er mitt lokaálit, myndin er ágæt fyrir það sem hún er en stórgölluð á mörgum sviðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.04.2005

Clooney & Soderbergh enn og aftur

George Clooney og Steven Soderbergh hafa ákveðið að snúa bökum saman í fimmta sinn við myndina THE GOOD GERMAN. Clooney mun þar leika á móti Cate Blanchett og segir myndin frá blaðakonu sem stödd er í Þýskalandi rétt ef...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn