Þetta er mynd í anda 70´s exploitation myndanna. Samuel L. Jackson leikur einbúa sem ákveður að reyna að lækna snarklikkaða gellu, Christina Ricci. Best að segja ekki meira um það. Samuel...
Black Snake Moan (2006)
"To save his soul he must save hers."
Í uppsveitum Tennessee býr fyrrum blúsarinn Lazarus.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Í uppsveitum Tennessee býr fyrrum blúsarinn Lazarus. Hann er í vanda, og saknar eiginkonu sinnar sem er nýfarin frá honum. Hann kemur að vergjörnu dræsunni Rae, þar sem henni hefur verið hent ofaní skurð rétt hjá bóndabænum hans, en henni hefur verið byrluð ólyfjan, hún barin og næstum drepin. Lazarus fer með hana heim, gefur henni lyf, og hlúir að henni eins og faðir. Kærasti Rae, Ronnie, hvattur áfram af manninum sem misþyrmdi Rae, misskilur sambandið á milli Lazarus og Rae, og hótar að drepa hann. Lazarus, sem hefur næman skilning á mannseðlinu, sér að Ronnie meinar ekki það sem hann segir, og sér að hann á í sömu vandræðum og Rae, og tekur hann líka undir sinn verndarvæng.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráFramleiðendur





















