Náðu í appið
Footloose

Footloose (2011)

"There comes a time to cut loose"

1 klst 53 mín2011

Eftir að hafa komist í kast við lögin einum of oft er vandræðagemsinn Ren McCormack sendur til frændfólks síns í smábænum Bomont.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic58
Deila:
Footloose - Stikla
7 áraBönnuð innan 7 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Eftir að hafa komist í kast við lögin einum of oft er vandræðagemsinn Ren McCormack sendur til frændfólks síns í smábænum Bomont. Ren er borgarbarn í hjarta sér og lýst alls ekki á blikuna þegar hann mætir á svæðið en hlutirnir eru mun verri en hann bjóst við. Fimm árum áður höfðu nokkur ungmenni látist í bílslysi á leið frá dansleik sem haldinn var í bænum. Dauði þeirra skók íbúa Bomont sem tóku sig til, fyrir tilstilli prestsins Shaw, og bönnuðu bæði rokktónlist og dans á öllum samkomum innan bæjarins. Ren er dansari mikill og það kemur ekki til greina í hans huga að lifa án þess frelsis sem fylgir dansinum. Hann ákveður því ásamt nokkrum unglingum í bænum að freista þess að aflétta banninu, en í leiðinni myndast mikil togstreita á milli hans og margra fullorðinna í bænum. Ekki skánar það þegar Ren verður ástfanginn af hinni gullfallegu Ariel, dóttur prestsins sem stóð fyrir banninu á sínum tíma.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Meira af skinkum, minna Bacon

Hvernig er hægt að endurgera Footloose án þess að ætlast til þess að maður hlæji ekki pínulítið að senunni þar sem aðalpersónan brýst út í öfgafullan tjáningardans til að fá ti...

Framleiðendur

Weston Pictures
Dylan Sellers Productions
Zadan / Meron Productions