Sweet hrollvekja!
Er Dead Silence eins og aðrar hrollvekjur, nei, er hún þó "hrollvekjandi", já! James Wan gerði myndina Saw, sem er eins og (eins og Tómas Valgeirson lýsti) "Se7en á spítti", Saw er flottasti...
"You Scream. You Die."
Hver bær á sér sína eigin draugasögu, og sagan sem bærinn Ravens Fair á fjallar um búktalara að nafni Mary Shaw.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaHver bær á sér sína eigin draugasögu, og sagan sem bærinn Ravens Fair á fjallar um búktalara að nafni Mary Shaw. Eftir að hún missti vitið á fimmta áratug síðustu aldar, þá var hún sökuð um að hafa rænt ungum dreng sem æpti í einni af sýningum hennar að hún væri svikari. Vegna þessa var hún elt uppi af þorpsbúum sem í hefndarskyni skáru úr henni tunguna og drápu hana. Hún var grafin með "börnum" sínum, handgerðu safni af brúðum, og töldu sig nú hafa þaggað niður í henni til frambúðar. En eftir þetta hafa íbúar Ravens Fair þurft að þola fjölda dularfullra dauðsfalla þegar brúðurnar hennar Mary Shaw hafa risið úr gröfum sínum til að hefna sín á fólkinu sem drap hana og fjölskyldur þeirra. Hin nýgiftu brúðhjón Jamie og Lisa Ashen töldu sig vera að byrja upp á nýtt langt frá Ravens Fair, þegar Lisa drepin á hrottalegan hátt í íbúð þeirra. Jamie snýr aftur til Ravens Fair vegna jarðarfarar hennar, ákveðinn í að leysa hina dularfullu ráðgátu um dauða Lisu. Hann hittir fyrir í bænum veikan föður sinn, Edward, og unga eiginkonu hans, Ella. Nú þarf Jamie að grafast fyrir um það í blóðugri fortíð bæjarins hver drap konu hans og afhverju. Á meðan hann er að þessu er hann hundeltur af rannsóknarlögreglumanni sem trúir ekki einu orði sem hann segir. Þegar hann kemst að goðsögunni um Mary Shaw, þá leysir hann úr læðingi sögu álaga hennar, og sannleikann á bakvið hótunina sem bjó í kvæði úr æsku hans: ef þú sérð Mary Shaw og öskrar, þá tekur hún tunguna úr þér. Og það síðasta sem þú munt heyra áður en þú deyrð ... er þín eigin rödd að tala við þig.




Er Dead Silence eins og aðrar hrollvekjur, nei, er hún þó "hrollvekjandi", já! James Wan gerði myndina Saw, sem er eins og (eins og Tómas Valgeirson lýsti) "Se7en á spítti", Saw er flottasti...
Ég horfði á þessa mynd einn, með slökkt ljós, í von um að verða alveg skíthræddur. Og gekk það eftir? Já og nei. Þetta er mynd um andsetna búktalsbrúðu sem er nokkuð creepy út af ...