Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dead Silence 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

You Scream. You Die.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Hver bær á sér sína eigin draugasögu, og sagan sem bærinn Ravens Fair á fjallar um búktalara að nafni Mary Shaw. Eftir að hún missti vitið á fimmta áratug síðustu aldar, þá var hún sökuð um að hafa rænt ungum dreng sem æpti í einni af sýningum hennar að hún væri svikari. Vegna þessa var hún elt uppi af þorpsbúum sem í hefndarskyni skáru úr henni... Lesa meira

Hver bær á sér sína eigin draugasögu, og sagan sem bærinn Ravens Fair á fjallar um búktalara að nafni Mary Shaw. Eftir að hún missti vitið á fimmta áratug síðustu aldar, þá var hún sökuð um að hafa rænt ungum dreng sem æpti í einni af sýningum hennar að hún væri svikari. Vegna þessa var hún elt uppi af þorpsbúum sem í hefndarskyni skáru úr henni tunguna og drápu hana. Hún var grafin með "börnum" sínum, handgerðu safni af brúðum, og töldu sig nú hafa þaggað niður í henni til frambúðar. En eftir þetta hafa íbúar Ravens Fair þurft að þola fjölda dularfullra dauðsfalla þegar brúðurnar hennar Mary Shaw hafa risið úr gröfum sínum til að hefna sín á fólkinu sem drap hana og fjölskyldur þeirra. Hin nýgiftu brúðhjón Jamie og Lisa Ashen töldu sig vera að byrja upp á nýtt langt frá Ravens Fair, þegar Lisa drepin á hrottalegan hátt í íbúð þeirra. Jamie snýr aftur til Ravens Fair vegna jarðarfarar hennar, ákveðinn í að leysa hina dularfullu ráðgátu um dauða Lisu. Hann hittir fyrir í bænum veikan föður sinn, Edward, og unga eiginkonu hans, Ella. Nú þarf Jamie að grafast fyrir um það í blóðugri fortíð bæjarins hver drap konu hans og afhverju. Á meðan hann er að þessu er hann hundeltur af rannsóknarlögreglumanni sem trúir ekki einu orði sem hann segir. Þegar hann kemst að goðsögunni um Mary Shaw, þá leysir hann úr læðingi sögu álaga hennar, og sannleikann á bakvið hótunina sem bjó í kvæði úr æsku hans: ef þú sérð Mary Shaw og öskrar, þá tekur hún tunguna úr þér. Og það síðasta sem þú munt heyra áður en þú deyrð ... er þín eigin rödd að tala við þig.... minna

Aðalleikarar

Sweet hrollvekja!
Er Dead Silence eins og aðrar hrollvekjur, nei, er hún þó "hrollvekjandi", já! James Wan gerði myndina Saw, sem er eins og (eins og Tómas Valgeirson lýsti) "Se7en á spítti", Saw er flottasti og vel skrifaðasti sálfræðitryllir sem er hægt að finna, sem kostaði voðalega lítið. En svo vildi J. Wan gera drauga-mynd sem er "shit-your-pants-scary". Bara allt við þetta. Útlitið, handritið, meira segja persónulýsingin er fokking krípí. Mér finnst mjög leiðinlegt afhverju myndin er ekki meira fræg, heldur hún er í dag. Hún var bara stimpluð á dvd og var að ætlast að fólki kaupi myndina. Þetta er akkúrat hrollvekjan sem á að setja á risatjaldið, með risa hátalara. Ég meina, þessi er þó betri en Grudge og Final Destination.

Handritið er ekki klisjulegt eða týpíst, það er klassískt. Það er með þetta klassíska útlit og með þetta klassíska "Twist". Leigh Whannell, aðalhlutverkið í Saw, gerði screenplay-ið og gerði það ofboðslega vel. Wan og Whannell eru bara algjörir snillingar í þessu. Handritið hefur einnig húmor, sem er frekar fyndin og klisjulaus. Persónulýsingar eru fáranlega góðar, og náði að gera margar krípí persónur, og sumar þeirra átti ekki að vera svona krípí, enda vel leikin. Ryan Kwanten leikur Jamie Ashen, sem er að grafa sig í sögu Mary Shaw sem drap kærstuna hans, Amber Valletta leikur hana. Kwanten er alls ekki frægur leikari, byrjaði fyrst að leika í þáttum en hann er fáranlega góður sem Ashen. Mary Shaw er held ég ein af bestu hrollvekju-persónum í kvikmyndasögunni og Judith Roberts fær klapp á bakið fyrir að leika hana, því hún var "shit-scary".

Ég ætlaði meira að fara útí útlitið og senur. Ég get bara gefið stór fyrir þetta. Tæknibrellur eru misjafnar, en maður verður samt hræddur. Ég elska viðbjóð og að láta hræða mig. Ég get horft á allar hrollvekjur og hleigið, en dúkkur?! Ertu ekki að djóka! Wan getur gert eitthvað krípí úr dúkkum. Ég verð að segja að, ég varð hræddur. Bara, þetta grimma, skítuga útlit, er fáranlega flott. Og svo þegar allt verður hljótt og svo bara BÚ! En þegar það verður hljótt í þessari mynd, þá verður það *virkilega* hljótt! Bara, frekar lengi, og svo allt í einu.

Ef þú ert með vinum og viljið horfa á hrollvekju, þá kaupið þið myndina. Ekki leigja, ekki lánað frá vinum, KAUPA! Þú sérð ekki eftir því að hafa séð hana. Scary, fyndin og bara góð, samt meira scary.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég horfði á þessa mynd einn, með slökkt ljós, í von um að verða alveg skíthræddur. Og gekk það eftir? Já og nei. Þetta er mynd um andsetna búktalsbrúðu sem er nokkuð creepy út af fyrir sig. Þetta er ekki eins og Chucky úr Childs Play, þetta er miklu meira draugamynd en slasher mynd. Það sem er slæmt við þessa mynd er ýmislegt. Í fyrsta lagi eru leikararnir annars flokks. Aðalhlutverkið leikur Ryan Kwanten (who?) og Donnie Wahlberg leikur löggu (bróðir “Marky” Mark Wahlberg). Í öðru lagi eru svo margar klysjur og mikið stolið í þessari mynd að það er með ólíkindum. Í þriðja lagi er baksagan á bakvið brúðuna eiginlega alveg eins og sagan á bakvið Freddy Kruger, eins skringilega og það hljómar. Svo taka allir svo heimskulegar ákvarðandi að það er alveg ótrúlegt. Ef þú ert með scary andsetna brúðu þá ferðu ekki með hana í bíltúr, þú sækir sög og hakkar hana í spað, OK. Þá að því góða. Það eru nokkur atriði í myndinni sem náðu að hræddu mig nokkuð vel. Mér fannst betra að kveikja nokkur ljós þegar ég fór á klósettið í miðri mynd ;-) Andrúmsloftið var drungalegt og áhrifaríkt, vel gert. Það er twist í lokin sem er svo út í hött að ég gat bara hlegið. Annars er þetta ágæt draugamynd, fín skemmtun með slökkt ljós. Ég bjóst bara við meiru frá leikstjóra Saw.

Þula í myndinni sem minnir ansi mikið á þuluna úr A Nightmare on Elm Street:
"Beware the stare of Mary Shaw. She had no children only dolls. And if you see her in your dreams, do not ever, ever scream
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn