Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Condemned er mynd sem virðist vera stolt af því að vera B mynd. Með glímukappann “Stone Cold” Steve Austin í aðalhlutverki er ljóst að hún gat aldrei orðið neitt annað. Og hey, er ekki í lagi að það séu gerðar annars flokks myndir sem eiga bara að vera ágæt afþreying fyrir mjög afmarkaðan markhóp? Mér finnst það. Þetta er vettvangur fyrir has been´s og never will be´s, í þessu tilviki Vinnie Jones og Steve Austin. Söguþráðurinn er stolinn frá myndum á borð við Battle Royale og Death Race. Tíu dauðadæmdir fangar eru settir á eyju og sá sem stendur uppi lifandi eftir ákveðinn tíma fær frelsi. Öllu er þessu svo varpað beint á netið þar sem fólk getur borgað fyrir að fylgjast með, þ.e. Pay Per View.
Myndin er nokkuð skemmtileg ef maður veit hvað maður er að fara út í. Auðvitað er hún ýkt og heimskuleg. Náungarnir sem eru að nota fangana settu upp búðir í göngufjarlægð frá þeim stað sem þeim var sleppt. Var það nú sniðugt? Austin er ekki merkilegur leikari og ég á ekki von á að hann geri A myndir í bráð. Myndin kemst ekki með tærnar þar sem Battle Royale hefur hælana en ef þið viljið heilalausa hasar skemmtun sem á að drepa 1,5 klst. þá virkar The Condemned svo sem. Samt, tíma vöðvafjallanna lauk þegar Arnold fór í pólitík.
Ég er sammála þér hér að ofan, fór á myndina með engum eftirvæntingum og viti menn.. helvíti góð.
Eina sem ég gat fundið að henni voru klisjurnar og atriðið í restina þegar vondi kallinn var löngu lagður af stað á flótta en góði gæinn fór og elti hann lööööngu síðar en samt var rétt á hæla honum. Ég vil ekki segja meira svo ég rústa ekki spenningnum en þetta atriði var til þess að ég henti hausnum aftur á bak í stólinn og fussaði :0) samt sem áður..
Á heildina litið, góð og spennandi mynd með mátulega mikið af U.S.A. klisjum! Mæli með henni í góðu heimabíói og allt slökkt :0)
Það sem kemur mest á óvart við The Condemned er að þetta er eiginlega frekar góð mynd. Nú má efalaust telja upp mörg atriði sem hrekja þessa skoðun mína, en burt séð frá því finnst mér myndin standa vel sem heild og þess vegna verðskulda titilinn góð mynd. The Condemned fjallar um milljónamæring sem ákveður að taka hugmyndina um raunveruleikaþætti einu skrefi lengra. Hann pikkar út 10 menn af dauðadeildum fangelsa alls staðar að úr heiminum, setur þá saman á litla eyðieyju með það að markmiði að láta þá berjast fyrir lífi sínu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari og sýna svo allt saman í beinni á internetinu. Hugmyndin að söguþræðinum er frekar góð og virkar vel. Persónurnar eru bara nokkuð góðar á heildina litið. Þrátt fyrir firringuna er þetta frekar trúverðug mynd á marga vegu, ýkt vissulega, en trúverðug engu að síður sem gerir myndina bæði áhugaverða og á vissan hátt áhrifaríka. Myndin er með þeim meira brutal sem ég hef séð í dálítinn tíma. Myndin kemst líka upp með það að sýna mikið af bardagaatriðum og ofbeldi án þess að verða langdregin, eins og oft vill verða. Helsti galli myndarinnar er að hún er nokkuð full af ameríkuklisjum, en maður hefur séð of margar ameríkusveipaðar myndir til að láta það trufla sig mjög mikið. Á heildina litið er þetta því bara frekar góð mynd og ef þér lýst vel á söguþráðinn og hefur gaman af brutal myndum mæli ég hiklaust með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. maí 2007