Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eins og flestir vita þá er þetta fyrri helmingurinn af Grindhouse verkefni Robert Rodriguez og Quentin Tarantino. Seinni hlutinn var hin frábæra Death Proof. Planet Terror er afbrigði af zombie mynd. Það losnar úr læðingi efnavopn með æðislega ógeðslegum afleyðingum. Rodriguez gerði myndina eins blóðuga og hann mögulega gat og allri lógík er hent út um gluggann. Þessar tvæ myndir eru í raun tribute myndir til tíma B myndanna. Þær eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegar og það tekst fullkomlega. Snilldar mynd.
Robert Rodriguez er smám saman að verða einn uppáhalds leikstjórinn minn. Hann gerir myndir sem hann langar að sjá og fyrir vikið verða þær betri. Hann gerir líka með besta aukaefni á dvd sem fyrirfinnst. Mæli með: Sin City, Once Upon A Time In Mexico, El Mariachi, From Dusk Till Dawn.
Betri Grindhouse myndin
Planet Terror er stórgóð mynd frá Robert Rodriguez og segir í stuttu máli frá því þegar kjarnorkudeild hersins hleypir gasi í loftið sem gerir fólk að zombíum. Myndin einblínir á smábæ í Texas og greinir frá viðbrögðum innfæddra við þessum ófögnuði. Leikurinn í Planet Terror er með ágætum, Freddy Rodriguez er svalur sem útlaginn El Wray og Rose McGowan er í athyglisverðu hlutverki sem hin einfætta nektardansmær Cherry og Josh Brolin leikur skapilla lækninn Block og satt að segja stendur hann sig betur en mætti halda. Hann gerir Block að kvikindi sem maður kann vel við. Michael Biehn alltaf góður og leikur lögreglustjórann og svo eru það Bruce Willis, Quentin Tarantino og fleiri í smærri hlutverkum. Leikstjórnin frá Robert Rodriguez er betri en frá Tarantino í Death Proof og er þessi mynd Planet Terror hress zombíumynd sem auðveldlega er hægt að hafa gaman af en einhvernveginn ekki eins mögnuð og hún hefði getað orðið. Skemmtileg flipp mynd en ekkert meira. Þrjár stjörnur.
Planet Terror er stórgóð mynd frá Robert Rodriguez og segir í stuttu máli frá því þegar kjarnorkudeild hersins hleypir gasi í loftið sem gerir fólk að zombíum. Myndin einblínir á smábæ í Texas og greinir frá viðbrögðum innfæddra við þessum ófögnuði. Leikurinn í Planet Terror er með ágætum, Freddy Rodriguez er svalur sem útlaginn El Wray og Rose McGowan er í athyglisverðu hlutverki sem hin einfætta nektardansmær Cherry og Josh Brolin leikur skapilla lækninn Block og satt að segja stendur hann sig betur en mætti halda. Hann gerir Block að kvikindi sem maður kann vel við. Michael Biehn alltaf góður og leikur lögreglustjórann og svo eru það Bruce Willis, Quentin Tarantino og fleiri í smærri hlutverkum. Leikstjórnin frá Robert Rodriguez er betri en frá Tarantino í Death Proof og er þessi mynd Planet Terror hress zombíumynd sem auðveldlega er hægt að hafa gaman af en einhvernveginn ekki eins mögnuð og hún hefði getað orðið. Skemmtileg flipp mynd en ekkert meira. Þrjár stjörnur.
Planet Terror er Grindhouse mynd í smiðju Robert Rodriques og var ég vel búinn að ýmimda mér hvernig hann myndi gera úr þessu verkefni hans og Quentin Tarantino og get ég sagt að ég var fyrir alls engum vondbrigðum, það svoleiðis skín stíll Rodriques í gegnum þessa mynd, og var ég algjörlega að bíða eftir virkilega blóðugum og heilalausum splatter, sem fer ekki mikið út í neinar tilfeningar nema bara til að gera þær hallarislegar og já hálf kjánalegar. Þetta er svo ekta B klassa mynd, það er að segja útlitlega séð. Grindhouse skín í gegnum hana. Eina sem ég get kanski smá sett út á myndina var að hann gerði stundum aðeins of mikið í því að sýna ónítar filmur og því um líkt,en það var nú samt bara töff. Myndin var alveg ótrúlega blóðug, drepið fullt af fólki sem var bara geggjað. Var samt á tímabili mikið að bíða eftir einhverju svipuðu atriði og slátturvélar atriðinu í Braindead, voru sum svona næstum því jafn góð og það atriði. Allavega myndin var alveg frábær, og mæli ég með að allir sannir splatter aðdáendur skelli sér á þessa, verðið alls ekki fyrir vondbrigðum.
Zombie-klisju fögnuður!
Robert Rodriguez er kannski ekki sterkur penni, en er þrátt fyrir það meira en örlítið hæfileikaríkur og hefur hann margoft sýnt að hann kunni að bjóða upp á fyrsta flokks afþreyingarbíó þar sem ekkert annað en yfirdrifinn stíll, hröð atburðarás og heil áskrift af ofbeldi ræður ríkjum.
Ég er á móti skiptingu Grindhouse-myndanna, og hefði ég – rétt eins og margir gerðu vestanhafs – gjarnan viljað sjá myndirnar frekar í styttra formi, kramdar saman í double feature-pakka. Eftir að hafa séð þær báðar stakar, þá finnst mér öruggt að Planet Terror sé öflugri myndin. Hún eyðir engu púðri í tilgangslausa uppbyggingu eða langdregin samtöl eins og Death Proof gerði, heldur er markmið ræmunnar bara það að vera eins mikill B-mynda "exploitation" rússíbani og mögulegt er, og næstum því allt sem að gerist á skjánum fer langar leiðir yfir strikið.
Myndin er allsvakaleg stundum í ógeði sínu, og allan tímann er hún eitthvað svo kjánaleg, en það er nákvæmlega það sem gerir hana að einhverri bestu mynd sinnar tegundar sem ég hef lengi séð. Myndin er sömuleiðis óborganlega fyndin, og sést að Rodriguez sé e.t.v. farinn að hafa meiri húmor fyrir hrottaskap heldur en jafnvel Tarantino. En ólíkt Death Proof, þá þjáist þessi mynd ekki eins mikið fyrir það að vera hátt í tveir tímar á lengd, og er langtum meira innihald í atburðarásinni í Planet Terror. Myndin ætti samt alveg að geta gengið álíka vel upp, ef ekki mun betur, í styttri útgáfu og það er einmitt ástæðan af hverju mér þykir nokkuð fúlt að Grindhouse-heildin hafi ekki verið dreifð til okkar.
Planet Terror virkar samt rosalega vel sem einstæð heild, og smellir hún vel á feril leikstjórans. Einnig fær myndin afar sérstæðan plús fyrir gott leikaraúrval. Fyrir utan hugsanlega Bruce Willis í litlu aukahlutverki þá er lítið um stjörnunöfn, en hér finnast samt gamlir harðjaxlar á borð við Michael Biehn (sem er eflaust þekktastur úr Aliens og fyrstu Terminator), Tom Savini (B-mynda goðið) og Josh Brolin. Freddy Rodriguez og Rose McGowan eru síðan alveg merkilega töff saman í aðalhlutverkunum, og bara upp á gamanið er fínt að sjá Carlos Gallardo aftur að gera eitthvað af viti, en hann fór með aðalhlutverkið í fyrstu mynd Rodriguez, El Mariachi.
Það ætti kannski að vera ráðlagt að vara viðkvæmum sálum við öllu ógeðinu sem sést hér á skjánum, jafnvel þó svo að þessi over-the-top hrottaskapur sé partur af góðu gríni. Myndin fær allavega dúndur meðmæli hjá mér fyrir að vera það sem hún er: heiladauð, yfirdrifin splatter-afþreying sem setur sér engar reglur! Hún er tilvalin kvöldskemmtun fyrir alla sem kunna að meta svona bíó.
8/10
Robert Rodriguez er kannski ekki sterkur penni, en er þrátt fyrir það meira en örlítið hæfileikaríkur og hefur hann margoft sýnt að hann kunni að bjóða upp á fyrsta flokks afþreyingarbíó þar sem ekkert annað en yfirdrifinn stíll, hröð atburðarás og heil áskrift af ofbeldi ræður ríkjum.
Ég er á móti skiptingu Grindhouse-myndanna, og hefði ég – rétt eins og margir gerðu vestanhafs – gjarnan viljað sjá myndirnar frekar í styttra formi, kramdar saman í double feature-pakka. Eftir að hafa séð þær báðar stakar, þá finnst mér öruggt að Planet Terror sé öflugri myndin. Hún eyðir engu púðri í tilgangslausa uppbyggingu eða langdregin samtöl eins og Death Proof gerði, heldur er markmið ræmunnar bara það að vera eins mikill B-mynda "exploitation" rússíbani og mögulegt er, og næstum því allt sem að gerist á skjánum fer langar leiðir yfir strikið.
Myndin er allsvakaleg stundum í ógeði sínu, og allan tímann er hún eitthvað svo kjánaleg, en það er nákvæmlega það sem gerir hana að einhverri bestu mynd sinnar tegundar sem ég hef lengi séð. Myndin er sömuleiðis óborganlega fyndin, og sést að Rodriguez sé e.t.v. farinn að hafa meiri húmor fyrir hrottaskap heldur en jafnvel Tarantino. En ólíkt Death Proof, þá þjáist þessi mynd ekki eins mikið fyrir það að vera hátt í tveir tímar á lengd, og er langtum meira innihald í atburðarásinni í Planet Terror. Myndin ætti samt alveg að geta gengið álíka vel upp, ef ekki mun betur, í styttri útgáfu og það er einmitt ástæðan af hverju mér þykir nokkuð fúlt að Grindhouse-heildin hafi ekki verið dreifð til okkar.
Planet Terror virkar samt rosalega vel sem einstæð heild, og smellir hún vel á feril leikstjórans. Einnig fær myndin afar sérstæðan plús fyrir gott leikaraúrval. Fyrir utan hugsanlega Bruce Willis í litlu aukahlutverki þá er lítið um stjörnunöfn, en hér finnast samt gamlir harðjaxlar á borð við Michael Biehn (sem er eflaust þekktastur úr Aliens og fyrstu Terminator), Tom Savini (B-mynda goðið) og Josh Brolin. Freddy Rodriguez og Rose McGowan eru síðan alveg merkilega töff saman í aðalhlutverkunum, og bara upp á gamanið er fínt að sjá Carlos Gallardo aftur að gera eitthvað af viti, en hann fór með aðalhlutverkið í fyrstu mynd Rodriguez, El Mariachi.
Það ætti kannski að vera ráðlagt að vara viðkvæmum sálum við öllu ógeðinu sem sést hér á skjánum, jafnvel þó svo að þessi over-the-top hrottaskapur sé partur af góðu gríni. Myndin fær allavega dúndur meðmæli hjá mér fyrir að vera það sem hún er: heiladauð, yfirdrifin splatter-afþreying sem setur sér engar reglur! Hún er tilvalin kvöldskemmtun fyrir alla sem kunna að meta svona bíó.
8/10
Perluvinirnir Robert Rodriguez og Quentin Tarantino heiðra minningu b-mynda 8. og 9. áratugarins með því að gera Death Proof (Tarantino) og Planet Terror (Rodriguez). Ég hef ekki séð Death Proof og því snýst þessi umfjöllun eingöngu um Planet Terror.
Í stuttu máli fjallar myndin um eiturefnaslys hjá hernum. Þessi eiturefni gera það að verkum að þeir sem komast í snertingu við þau breytast í einhverskonar uppvakninga eða hálfgerð skrímsli. Fjölmargir komast í snertingu við þessi eiturefni og þeir sem sleppa við það þurfa að passa sig á því að verða ekki fyrir þessum uppvakningum því þeir eiga það til að éta fólk, nú eða bíta frá sér og þá breytist sá sem var bitinn í svona uppvakning.
Það er nóg af blóði í þessari mynd og því er rétt að benda viðkæmum á að fara á eitthvað annað í bíó. Stíll myndarinnar er í anda b-myndanna. Myndin er oft óskýr, hljóð og klippingar eru meingallaðar. En það er markmiðið, þ.e.a.s. að fanga stemmninguna eins og hún var í b-myndum 8. og 9. áratugarins þar sem markmiðið var ekki að gera góða mynd heldur að gera mynd sem tók ekki langan tíma að framleiða og hafa nógu mikið af hasar, blóði og kynlífi svo að fólk borgaði sig inn á myndina.
Þó það sé nóg af hasar og blóði og öllu því þá er myndin einfaldlega ekki nógu góð. Húmorinn er ekki nógu beittur og þessar endurtekningar voru orðnar helst til of þreyttar. Handritsgerð hefur aldrei verið sterkasta hlið Rodriguez og það sést klárlega í þessari mynd.
Leikararnir standa sig þokkalega. Nafn Bruce Willis er á plakatinu en hann er í aukahlutverki í þessari mynd.
Heilt yfir er Planet Terror þokkaleg en auðgleymd skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
The Weinstein Co./Dimension
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. júní 2007
- Skip: It's go go, not cry cry.