Náðu í appið
Reservation Road

Reservation Road (2007)

"To Find the Truth, You have to find Who´s Hiding it"

1 klst 42 mín2007

Á heitu septermberkvöldi eru háskólaprófessorinn Ethan Learner, eiginkona hans Grace, og dóttir þeirra Emma á tónleikum.

Rotten Tomatoes36%
Metacritic46
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Á heitu septermberkvöldi eru háskólaprófessorinn Ethan Learner, eiginkona hans Grace, og dóttir þeirra Emma á tónleikum. 10 ára gamall sonur þeirra Josh er að leika á Selló, fallega að venju. Yngri systir hans lítur upp til hans, og foreldrarnir eru stoltir af syninum. Á leiðinni heim þá stoppa þau til að taka bensín á bensínstöð við Reservation veg. Þar, á einu hræðilegu augnabliki, þá er sonurinn hrifsaður frá þeim á augabragði. Á heitu septemberkvöldi er lögfræðingurinn Dwight Arno og 11 ára gamall sonur hans Lucas á hafnaboltaleik. Uppáhaldsliðið þeirra, Red Sox, er á leika, og er vonandi á leið í úrslitin. Dwight fagnar því að eiga góðan tíma með syninum. Á bakaleiðinni þegar hann er að keyra Lucas heim til móður sinnar, fyrrum eiginkonu sinnar Ruth Weldon, ekur hann að bensínstöðinni á Reservation vegi, og þar skeður slysið svo hratt að Lucas tekur varla eftir því, en Ethan, eina vitnið, fylgist með þegar Dwight ekur á brott af slysstað. Lögreglan er kölluð á staðinn, og rannsókn hefst. Þessi harmleikur hefur mikil áhrif á báða feðurna, á ólíkan hátt, og sömuleiðis á Grace og Emma. Eftir því sem skuldaskil færast nær, þá neyðast feðurnir báðir til að taka erfiðustu ákvarðanir lífs síns.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Nick Wechsler/Miracle Pictures
Volume One Entertainment
Miracle PicturesUS