Rússar og þroski
We Own the Night er allt í senn fjölskyldusaga, glæpasaga og þroskasaga, þ.e. á þann hátt að aðalsöguhetjan þroskast úr því að vera heldur uppburðalítill töffari yfir í að taka á...
"Two brothers on opposite sides of the law. Beyond their differences lies loyalty."
Myndin gerist í Brooklyn árið 1988.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
VímuefniMyndin gerist í Brooklyn árið 1988. Glæpaalda gengur yfir, allt er vaðandi í eiturlyfjum og ofbeldi þeim tengt er mikið. Rússneskur þrjótur er að byggja upp heróínveldi, og allir hlægja að löggunni. Bræður hafa valið sér ólíkar leiðir í lífinu. Joe fetar í fótspor föður síns, Bert, og gerist lögga, og er á hraðri uppleið. Bobby, sem tók sér eftirnafn móður sinnar, stjórnar skemmtistað. Bobby er líka á uppleið. Hann á nýja kærustu, og er að leiðinni að byggja skemmtistað á Manhattan. Joe og Bert biðja hann um upplýsingar, en hann neitar. Þá ræðst Joe inn á skemmtistað Bobbys, til að handtaka Rússann. Nú fer allt úr böndunum, og sá rússneski setur fé til höfuðs Joe.



We Own the Night er allt í senn fjölskyldusaga, glæpasaga og þroskasaga, þ.e. á þann hátt að aðalsöguhetjan þroskast úr því að vera heldur uppburðalítill töffari yfir í að taka á...