Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Reykjavik Whale Watching Massacre 2009

(RWWM, Harpoon)

Justwatch

Frumsýnd: 4. september 2009

Hunting humans in the cold Icelandic waters / The catch of the day ... is you.

90 MÍNEnska

Reykjavík Whale Watching Massacre segir frá hópi erlendra ferðamanna sem fara í hvalaskoðun. Þegar bátur hópsins verður vélarvana kemur hvalveiðiskip nokkuð fyrst á vettvang, og eru áhafnarmeðlimir þess allt annað en hrifnir af ferðamönnum í hvalaskoðun.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Náði ekki markmiðunum sínum
Ég virði þessa mynd og aðstaðendur hennar mjög fyrir að hafa reynt að gera íslenska hryllingsmynd, loksins einhver sem vill ekki gera enn eina þunglyndismynd um íslenska fjölskyldu í fjármálavandræðum! Loksins er verið að reyna að breyta íslenskri kvikmyndasögu.

Því miður misheppnast þetta og útkoman ekkert svakaleg og heldur ekki vinsældirnar sem þýðir að Íslendingar muna halda sig við þunglyndi eða svokallað grín (Jóhannes?!). Leikstjórnin er slöpp og leikhópurinn allur í einhverju messi og hvaða fávita datt í hug að ráða Ragnheiði Steinunni sem útlending? Einkahúmor virkar ekki í bíómynd, herra Kemp.

Handritið er fyrirsjáanlegt og samtölin fyllt með klisjum og voða óáhugaverð eitthvað. Myndin er heldur ekki mjög fyndinn (aðrar umfjallanir sögðu að þetta væri eiginlega grínmynd). Leikarnir standa sig svosem ágætlega en nokkrir stóðu upp úr í lélegum leik. Tónlistin er leiðinleg og drepur creepy andrúmsloftið. Tölvubrellurnar eru allt í lagi miðað við íslenska mynd en samt mjög cheesy eitthvað.

Handrit með lélegum klisjum, fínir leikarar, meðalgore og nokkrar fyndnar línur. Ekki mikið jákvætt en heldur ekki algjörlega misheppnuð. 4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lélegur eltingaleikur.
Það er ógeðslega fyndið að sjá íslendinga leika túrista. Ég meina, Ragnhildur Steinun sem spánverji eða eitthvað, mjög fyndið og við íslendingar vitum það að hún talar lélega ensku. Mér fannst að framleiðendur myndarinar áttu ekki að leyfa Júlíus Kemp að leikstýra henni því að hann var ekki búin að leikstýra í 11 ár og mér fannst hann ekki standa sig. Hann náði ekki góð tök á leikurunum og ekki einu sinni "splatter"-atriðunum, en þá er ég ekki að tala um tæknibrellurnar. Ég held að Júlíus Kemp horfir ekki mikið á hryllingsmyndir. Alltaf gott að gera eitthvað frá sjálfum sér, en ég meina, gat hann ekki horft á Hills Have Eyes (2006) áður en hann gerði þessa eða á meðan.

Handritið er eftir Sjón sem er voðalega artí bækur og ljóð. Hann sagði í viðtali um þessa mynd að hann ætlaði sér aldrei að skrifa þessa sögu. Nú, mér fannst að hann átti aldrei að gera það, því handritið er bara klisja. Dialogin eru bara kjánaleg og handritið (héld ég) kláraðist aldrei. En þrátt fyrir það að þeir gerðu þessa mynd og búið er að sýna hana í bíó-húsum í daggóðan tíma, þá leiddist mér ekkert. Það er alveg hægt að horfa á þetta og hleigið af þessu eða orðið hræddur (ég var það allavegana ekki, ekki einu sinni pínu). Persónusköpunin skipti hreinlega engu máli í þessari, Sjón skapaði meirasegja nokkra sem skiptu engu máli eða gátu notað aðeins meira. Eins og, "fattlaði" gaurinn leikin af Snorra Engilbertssyni, hver var þessi gaur!! Held ég einu persónurnar sem ég líkaði vel við var einn af raðmorðingjunum leikin af Stefán Jónsson og Kaptein Pétur leikin af Gunnar Hansen. Þótt Gunnar fékk ekki mikin skjátíma, hann samt svo love-able. Helgi Björnsson var bara fokking kjánalegur í henni, hann kann ekkert að leika, mátti reyna.

Útlitið sjálft er frekar gott. Það hef ég að segja. Skipið sjálft var nokkuð gott, skítugt og krípí er ég að meina, myndatökurnar náðu oftast hlutina sem voru að gerast en ef við vorum að tala um "splatter"-atriðin, þá náðu þeir ekki þaaaað miklu, sumu verð ég að segja. Það fór pínu í taugarnar en þeir gerðu eins og þau gátu. Tónlistin var frekar þunglyndisleg og pirrandi, það var líka frekar óviðeigandi þegar ein leikkonan var byrjuð að syngja og var búin að drepa eina manneskju, what was that!? Tölvubrellurnar voru frekar flottar, þegar allt sprakk, fljúgandi exi, frekar flott.

Ég veit hreinilega ekki hvað ég á að gefa þessari mynd. Myndin er svona já og nei, en meira nei. Fyrsta hrollvekjan þurfti endilega að vera léleg. Fólk átti að hugsa, hverja á að setja í verkið, kíkja yfir handritið.
Þessi kvikmynd er eins og Texas Chainsaw Massacre á skipi.

3/10 - Myndin er bara mjög léleg, fáir góðir punktar í þessari mynd. 1 stjarna fyrir Stebba, 1 fyrir myndatöku og 1 fyrir brellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flott tilraun, en...
Það er alltaf ljúft að sjá menn spreyta sig í nýjungum þegar kemur að íslenskum kvikmyndum. Ég þoli ekki hversu föst við erum því í að punga út endalausu magni af gamanmyndum og melódrama. Við erum farin að framleiða ágætt magn af kvikmyndum á ári núna en samt eru þónokkrir geirar eftir sem við ættum að prufa okkur áfram í. Reykjavík-Rotterdam tók skrefið í réttu áttina í fyrra, enda óvenju öflugur þriller, og nú kemur Reykjavik Whale Watching Massacre með framlag til hryllingsmyndargeirans. Júlli Kemp hefur kosið að leikstýra aftur í fyrsta sinn eftir 12 ára pásu (síðasta myndin hans var s.s. Blossi, sem verður líklega talin snilld sama dag og David Lynch endurgerir Stikkfrí), og þó svo að hann mætti hafa fastari tök á leikurum sínum, þá tekst honum ágætlega að skapa andrúmsloft sem er vel í takt við klassískar splatter-myndir frá áttunda áratugnum.

RWWM er reyndar afar gölluð en nokkuð ágæt bíómynd sem býr yfir rétta stemmaranum sem svona myndir þurfa að hafa. Ofbeldið er dásamlega ýkt (þótt það hafi gjarnan mátt vera meira af því! enda virðist orðið *Massacre* í titlinum lofa blóðbað) og kolsvarti húmorinn m.a.s. nokkuð góður. Uppbyggingin kemur sér líka beint að efninu snemma og drollar sjaldan að óþörfu (enda ekki nema rúmlega 80 mínútna mynd). Myndin keyrir (eða réttara sagt, siglir) svokölluðu söguna hægt í fyrri hluta og nýtir sér tímann í að kynna helstu persónur (sem reyndar tekst ekkert alltof vel) áður en hún sígur hægt út í seinni hlutann, og þar fer gjörsamlega allt til fjandans - á jákvæðan hátt! og þeir Helgi Björns og Stefán Jóns brennimerkja sér allan afganginn með skemmtilegum og passlega sturluðum frammistöðum. Þessi seinni hluti myndarinnar er án efa betri, eða allavega skárri, og ég býst við að aðeins þeir sem eru viðkvæmir gagnvart gömlu góðu bíómyndaofbeldi séu á annarri skoðun.

Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi mynd er ótrúlega vel unnin frá tæknilegum hliðum. Kvikmyndataka og hljóð stendur þar mest áberandi upp úr. Sjúklega flott bæði tvennt. Tónlistin virkar einnig vel á flestum stöðum og gerir fílinginn ef til vill sjúkari. Ég var samt orðinn þreyttur á sama þunglynda stefinu sem var sífellt í endurspilun og ég fatta engan veginn tilganginn með atriðinu þar sem ein ljóskan syngur "It's Oh So Quiet" á heldur óviðeigandi tímapunkti. Ekki alveg besti tíminn til að syngja ef þið spyrjið mig.

En þrátt fyrir útlit sem virkar og öfluga "spennutónlist" þá eitt gríðarstórt hráefni sem vantar til að myndin verðskuldi einhver meðmæli: spennu! Ég nefnilega fann aldrei fyrir því að sumar senurnar voru eins taugastrekkjandi og þær greinilega áttu að vera. Ég skemmti mér svosem sæmilega á meðan áhorfi stóð, en ég hefði vel getað lokið við því hvenær og hvar sem er og aldrei hefði mér fundist eins og ég þurfti að vita hvernig myndin endaði. Svo að auki var persónusköpunin voða löt, en flestir karakterarnir voru annaðhvort skuggalega einfaldir, óviðkunnanlegir eða óminnisstæðir. Mér gat ekki verið meira sama hver myndi lifa af eða deyja og þar liggur sennilega stærsta vandamálið, sem bitnar að sjálfsögðu á spennunni.

Leikurinn var heldur ekkert sérstakur. Án þess að kryfja hvern og einn þá stóðu erlendu leikararnir sig aðeins betur en heimamenn í flestum tilfellum. Sumir íslendingarnir voru stundum alveg hreint hlægilegir, en ég kenni líka handritinu um mjög slæm samtöl, og sum þeirra voru bara alltof slæm til að geta hljómað sannfærandi, sama hversu góður leikarinn var. Mér fannst líka voða feilað að sjá Ragnhildi Steinunni leika útlending, því hreimurinn var svo ferlega ósannfærandi að hálfa væri fullmikið. Eins funheit og mér finnst hún vera, þá var þetta bara ekki að virka. Reyndar er slæmum frammistöðum oft fyrirgefið í hryllingsmyndum ef leikkonurnar fara úr fötunum. Jæja þá...

Að kalla RWWM góða mynd væri mjög langsótt. Hún er vissulega vel gerð, metnaðarfull og stendur þokkalega á eigin fótum sem óður til gamalla hryllingsmynda. Synd að hún náði þó ekki að hrista fleiri klisjur af sér, vegna þess að hún nær að gera það sumstaðar, þá ágætlega. En svo koma fyrir senur sem eru svo hallærislegar að það er ómögulegt að skilja hvernig þetta gat tekið sig svona alvarlega, eins og í tiltekinni senu sem virtist ætla að vísa í Jaws. Algjör djókur sú sena. Ef myndin væri ekki svona vel skotin og unnin og hefði verið gerð að utan þá myndi hún eflaust týnast í fjöldaframleiddri hrúgu af gleymdum B-myndum. Ég vil ekki gefa myndinni x margar stjörnur í forgjöf bara vegna þess að hún er íslensk, enda hef ég oft sagt að ég geri sömu kröfur til íslenskra mynda og erlendra.

6/10 - Skal leyfa henni að sleppa með sexuna, en það er þeim að þakka sem léku helstu brjálæðingana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.11.2015

Gunnar Hansen er látinn

Gunnar Hansen, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Leatherface í hryllingsmyndinni The Texas Chainsaw Massace, er látinn, 68 ára gamall.  Gunnar fæddist í Reykjavík en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fimm ára. Hann lék...

04.02.2015

13 áhugaverðar erlendar kápur/plaköt fyrir íslenskar myndir

Hönnun á kvikmyndaplakati skiptir miklu máli fyrir aðsókn á kvikmyndina. Ég hef oft farið að sjá mynd í bíó bara eftir að hafa hrifist af plakatinu. Sama má segja um VHS og DVD kápur. Maður stendur á leigunni og grípur...

11.03.2011

RWWM til hvalveiðiþjóðarinnar Japans

Myndin Reykjavik Whale Watching Massacre (RWWM) í leikstjórn Júlíusar Kemp verður tekin til sýninga í tveimur kvikmyndahúsum í Tokyo í Japan í sumar. Frá þessu er greint á kvikmyndavef Lands og sona, logs.is. Í frétt logs.is se...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn