Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég fíla svona myndir í botn og þessi olli mér ekki vonbrigðum. Ég kann nokkuð vel við flest það sem þeir leikstjórinn Jon Turteltaub (While you were sleeping, Cool runnings) og handritshöfundurinn Gerald Di Pego (Message in a bottle) hafa verið að gera, þá sérstaklega fyrir virðingu þeirra fyrir mönnum og þeirri heimspeki sem fylgir myndum þeirra. Rómantíkin er heldur ekki langt undan eða húmorinn. Saman hafa þeir gert myndina Instinct, sem kom mér talsvert á óvart. Myndir þeirra eiga þó til að vera langdregnar, en það dregur Phenomenon engan veginn niður. Mér finnst hún í alla staði vel gerð og John Travolta er að sýna góðan leik, auk flestra hinna leikaranna. Hann leikur hér máttmikinn mann, vægast sagt, sem gerir kraftaverk en því fylgja eðlilega erfiðleikar sem ég ætla ekki að þylja hér. Ég mæli með þessari fyrir alla sem eru forvitnir og hafa opinn huga í þessari síbreytilegu veröld.
Ótrúlega léleg mynd. Merkilegt hvað Travolta hefur leikið í mörgum afleitum myndum. Hrikalega langdregin.
Þessi mynd voru mikil vonbrigði á sínum tíma. Travolta var nýrisinn til vegs og virðingar þegar þessi mynd er gerð. Hann stendur sig að vísu ágætlega en það vantar allan neista í þessa mynd. Betur má ef duga skal...