National Treasure: Book of Secrets (2007)
National Treasure 2
Hetjan okkar snýr aftur nú í leit að sannleikanum á bakvið morðið á Abraham Lincoln með því að uppgötva leyndarmálið á 18 týndum blaðsíðum úr dagbókinni hans John Wilkes Booth.
Bönnuð innan 12 ára
HræðslaSöguþráður
Hetjan okkar snýr aftur nú í leit að sannleikanum á bakvið morðið á Abraham Lincoln með því að uppgötva leyndarmálið á 18 týndum blaðsíðum úr dagbókinni hans John Wilkes Booth. Þegar Ben Gates (Nicolas Cage) er að flytja fyrirlestur um Booth stendur maður upp í salnum og sýnir honum eina af týndu blaðsíðunum. Það vill svo til að Booth minnist á langafa Ben á þessari blaðsíðu. Nú þarf Ben að komast að því hvort langafi hans hafi átt þátt í dauða Abraham Lincoln. Hann fréttir af leyndum bókum sem geyma meiri upplýsingar, en til þess að komast í bækurnar þarf hann að brjótast inn í Buckingham Palace og Hvíta húsið. Nægir honum að sjá leynibók forseta Bandaríkjanna sem hefur að geyma sannleikann á bak við dauða JFK, Watergate málið og Svæði 51 eða þarf hann að ganga enn lengra? Þetta er æsispennandi mynd sem er drekkhlaðin áhugaverðum samsæriskenningum um fræga atburði sögunnar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





























