Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Instinct 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. október 1999

One man's mind is another man's mystery.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Mannfræðingurinn Dr. Ethan Powell, er í Afríku að rannsaka apa þegar hann týnist í tvö ár. Þegar hann finnst aftur þá drepur hann þrjá menn og særir tvo. Geðlæknir vill reyna að fá Dr. Powell til að tala á nýjan leik og jafnvel koma honum fyrir rétt og fá hann úrskurðaðan geðveikan þannig að hann þurfi ekki að sitja í fangelsi. Á sama tíma er... Lesa meira

Mannfræðingurinn Dr. Ethan Powell, er í Afríku að rannsaka apa þegar hann týnist í tvö ár. Þegar hann finnst aftur þá drepur hann þrjá menn og særir tvo. Geðlæknir vill reyna að fá Dr. Powell til að tala á nýjan leik og jafnvel koma honum fyrir rétt og fá hann úrskurðaðan geðveikan þannig að hann þurfi ekki að sitja í fangelsi. Á sama tíma er læknirinn að reyna að hjálpa öðrum sjúklingum sem eru misnotaðir og afskiptir. Í ferlinu öllu lærir læknirinn ýmislegt um sjálfan sig og lífið sjálft, og það sama gerir Dr. Powell. ... minna

Aðalleikarar


Fínasta mynd. Hopkins(The silence of the lambs,Hannibal) Brillerar eins og venjulega. Cuba Gooding Jr er einnig góður. Topp mynd fyrir þá sem hafa gaman af sálfræði. Ég segi ekki meir út af þeirri hættu að segja of mikið. Pottþétt afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Virtum mannfræðingi er vísað aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa framið tvö morð og stórslasað nokkra til viðbótar í tilteknu afríkuríki. Glæpinn framdi hann þegar leitarflokki tókst að hafa upp á honum á ný einhvers staðar í miðjum frumskógi, þar sem hann hafði búið með górilluöpum í tvö ár. Í stað þess að vera látinn sæta ábyrgð gjörða sinna í afríkuríkinu, er mannfræðingurinn sendur í fjötrum beint til Bandaríkjanna, þar sem ungur sálfræðingur er fenginn til að meta hann. Enda þótt mannfræðingurinn sé augljóslega andfélagslyndur, neiti að ræða við nokkurn mann og ráðist á flesta sem koma nálægt honum, sannfærist sálfræðingurinn brátt um heilbrigði hans og virðist jafnvel gera sér vonir um að fá hann leystan úr haldi þrátt fyrir fjandsamlega framkomu hans í sinn garð og ítrekaðar ógnanir. Ástæðan er sú, að mannfræðingurinn ákveður um tíma að yrða á hann. Tilraunir sálfræðingsins til að bæta hag skjólstæðingsins og annarra sjúklinga í geðsjúkrafangelsisstofnuninni falla ennfremur í grýttan jarðveg, enda eru verðirnir flestir sadistar, sem nota hvert tækifæri til að níðast á skjólstæðingum sínum. Þrátt fyrir góða frammistöðu helstu leikara myndarinnar, verður hún að teljast slök sökum klisjukennds og ósannfærandi handrits. Í rauninni er myndin samsuða úr fjölda annarra mun betri fangelsis- og læknamynda eins og One Flew Over the Cuckoo’s Nest og Awakenings. Viðhorf sögupersónanna eru oft lítt skiljanleg eins og mat sálfræðingsins á mannfræðingnum auk þess sem samtölin virka sums staðar einfeldningsleg. Gott dæmi um það er þegar mannfræðingurinn heldur því fram, að stórborgirnar séu lífshættulegri en frumskógarnir. Enda þótt Hopkins takist framan af að gera mannfræðinginn að áhugaverðri persónu með túlkun sinni, verður hún engu að síður að teljast illa skrifuð af handritshöfundinum. Hún virðist í senn eiga að vera ógnvekjandi og umhyggjusöm, kaldræn og heillandi, en sú samsetning gengur ekki upp í þessu tilfelli og framkoma persónunnar vekur fleiri spurningar en hún nokkurn tímann svarar. Frásögnin af morðunum undir lok myndarinnar skýrir að vissu marki hegðun mannfræðingsins en afsakar hana ekki. Endirinn kórónar svo alla vitleysuna þar sem mannfræðingurinn sleppur út úr geðsjúkrafangelsinu í Bandaríkjunum og heldur á ný inn í frumskóga Afríku jafn villimannslega til hafður og áður og að því er virðist enn í fangelsislöfrunum. Hvernig í ósköpunum komst hann þangað svo ekki sé talað um þannig til fara? Myndin virðist ennfremur eiga að vekja samúð áhorfandans með málstað frumskógardýranna og tekst það ágætlega með dæminu um slæman aðbúnað górilluapanna í búrum dýragarðanna. Hafi myndin hins vegar átt að sýna hversu siðmenningin hefur afskræmt hegðun mannanna með tilvísun sinni í sambúðarhætti górilluapanna í náttúrulegu umhverfi þeirra, missir hún óneitanlega marks. Auðvitað er líf dýranna áhugavert, en þar ríkir allt eins samkeppni, valdabarátta og ofbeldi eins og meðal mannanna. Og hefur siðmenningin ekki gert okkur kleipt að vinna bug á fjölda vandamála með tilkomu réttarkerfisins, læknavísindanna og heilbrigðisþjónustunnar? Spurningin hvað leit mannanna að betra lífi hefur kostað náttúruna er vissulega áhugaverð, en myndinni tekst ekki að svara henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd þar sem Anthony Hopkins og Cuba Gooding Jr. fara á kostum. Donald Sutherland leikur ekki stórt hlutverk en það litla sem hann sést í myndinni stendur hann sig prýðisvel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa séð þó nokkuð af slæmum dómum um þessa mynd átti ég ekki von á miklu þegar ég gekk inn í salinn en hún kom mér skemmtilega á óvart. Fyrir þá sem halda að þetta sé spennutryllir (þeir eru sennilega þó nokkrir því myndin hefur verið auglýst sem slík) er rétt að leiðrétta það strax. Ef ég ætti að flokka Instinct myndi ég hiklaust segja að hún væri drama. Söguþráðurinn er í stuttu máli að þekktur vísindamaður að nafni Dr. Powell (Anthony Hopkins) er að rannsaka górillur í Afríku og hverfur í tvö ár. Einn daginn skýtur hann aftur upp höfðinu og myrðir tvær manneskjur. Í framhaldi af því er hann framseldur til heimalands síns Ameríku þar sem hinn ungi og metnaðarfulli sálfræðingur Dr. Calder (Cuba Gooding Jr.) fær það verkefni að komast að því hver ástæðan að baki þessum voðaverkum er og hvort að Powell sé geðsjúkur. Lykillinn af málinu reynist liggja í þeim atburðum sem leiddu til hvarfs hans í frumskóga Afríku. Þrátt fyrir að lengd myndarinnar sé um 2 tímar get ég ekki sagt að mér hafi leiðst í eina sekúndu. Hopkins og Gooding sýna báðir leik sem ég vill meina að verðskuldi fyllilega Óskarsverðlaunatilnefningu og leikstjórnin er einnig gífurlega traust. Handritið er vel unnið en það verður að vísu að viðurkennast að það er margt í myndinni sem minnir óneitanlega á aðrar eldri kvikmyndir. Sumir vilja meina að ákveðnar senur í myndinni séu stolnar en því get ég ekki verið sammála. Myndin fær mann til að velta fyrir sér ýmsum mikilvægum spurningum eins og hvað leit mannskepnunnar að betra lífi hefur kostað náttúruna og aðrar dýrategundir ásamt því sem við höfum þurft að fórna af eðli okkar fyrir þá siðmenningu sem við búum í. Mögnuð mynd sem hefur að mínu mati verið stórkostlega vanmetin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

13.09.2013

De Niro og Stallone boxa í Grudge Match - Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin úr box-gamanmyndinni Grudge Match, með gömlu box-leikurunum Sylvester Stallone ( Rocky ) og Robert De Niro ( Jake LaMotta ). Söguþráðurinn er á þá leið að Henry "Razor" Sharp og Billy "The Kid...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn