Náðu í appið
28
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

National Treasure 2004

Frumsýnd: 1. janúar 2004

In order to break the code, one man will have to break all the rules.

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Ben Gates er úr fjölskyldu fjársjóðsleitarmanna. Núna segir afi hans honum að hann telji að forfaðir þeirra hafi grafið fjársjóð einhversstaðar í landinu og hafi skilið eftir vísbendingar út um allt en því miður séu þær duldar og þeim sé dreift út um allt. Ben telur nú að hann hafi fundið vísbendingu en hún leiðir hann aðeins að annarri vísbendingu,... Lesa meira

Ben Gates er úr fjölskyldu fjársjóðsleitarmanna. Núna segir afi hans honum að hann telji að forfaðir þeirra hafi grafið fjársjóð einhversstaðar í landinu og hafi skilið eftir vísbendingar út um allt en því miður séu þær duldar og þeim sé dreift út um allt. Ben telur nú að hann hafi fundið vísbendingu en hún leiðir hann aðeins að annarri vísbendingu, sem er staðsett á baksíðu sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Einn af samstarfsmönnum hans, Ian, stingur upp á því við hann að þeir steli yfirlýsingunni þannig að þeir geti komist yfir vísbendinguna um fjársjóðinn, en Ben hafnar því. Samstarfsmaðurinn bregst við með því að reyna að drepa Ben. En Ben kemst undan og reynir að vara yfirvöld við fyrirætlunum Ian, en enginn trúir honum. Ben ákveður því að stela þessu sjálfur til að reyna vernda yfirlýsinguna. Hann fer og tekst að stela sjálfstæðisyfirlýsingunni, en Abigail Chase, sýningarstjóri í Þjóðskjalsafninu þar sem yfirlýsingin er geymd, kemst að þessu og reynir að stöðva hann en lendir í miðju átaka á milli Ben og Ian, þannig að Ben tekur hana með sér. Hún trúir honum ekki þegar hann segir henni frá fjársjóðinum, en hann er ákveðinn í því að sanna mál sitt. En það verður ekki auðvelt þar sem Ian er alltaf rétt á eftir þeim auk þess sem alríkislögreglan, FBI, er á hælum þeirra einnig. ... minna

Aðalleikarar

Góð Spurning ...
Já, mér finnst þetta alveg drullusæmileg mynd. Eða reyndar er hún mjög góð nema allan tímann var maður að bíða eftir einhverju spennandi að gerast en það gerðist aldrei. Eða þá er ég að meina að svona í spennuhlutmarki byrja flestar spennumyndir svona á 25 og fara svo alveg upp á 75 - 80 og detta svo niður í svona 10. En þessi mynd var bara 50 allan tímann. Það er alveg hægt að finna vetri myndir en þessa en mér finnst hún nú eiga fleiri stjörnur skilið heldur 1 og hálfa eins og sumir hafa verið að gefa henni. Ég veit að ég er seinn að skrifa um þessa mynd en það er þess virði þar sem að nýja myndin eða : National Treasure Book Of Secrets kemur eftir fjóra daga maður. Ég skírði þessa umfjöllun : Góð spurning því að spurningin er sú hvort að það sé þess virði að fara á nýju og ég segji tvímælalaust að svarið sé já. Reyndar er það alveg rétt hjá sumum ykkar að það vantar aðeins meira hasar í þessa mynd, vona að þeir hafi lagað það í nýju myndinni eða það hlýtur að vera eða vonandi því að hún er skráð inn sem Gamanmynd og Spennumynd. Mér líst helvíti vel á hana eftir þessa.

Látum þetta næja. En allavegana þið þá mundi ég skella mér á National Treasure Book Of Secrets.

- Andrii
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð. Fléttan var sosem ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en þó kom hún mér skemmtilega á óvart. Mætti reyndar vera meiri hasar og það var eitthvað sem vantaði með vísbendinga leitina sem hefði geta skapað meiri spennu og eftirvill vakið fleiri spurningar hjá áhorfandanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nicholas Cage + Bruckheimer : kjaftæði en ágætt miðjumoð fyrir eitt kvöld í bíói. Hvað er hægt að segja um National Treasure? Þetta er hreint miðjumoð með ágætis hluti í sér. Sean Bean er stór plús, sögunni gengur ágætlega líka. Ég fór á hana með engar væntingar og borgaði ekkert, það var þess virði. National Treasure er ekkert sérstök en ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Byrjunin er hálf slöpp en síðan rætist úr myndinni. National treasure er klisja en klisja af skárri gerðinni. Ég allavega skemmti mér vel og bjóst við mun verri mynd. Nicholas Cage er þarna í fararbroddi og fer svona sæmilega með hlutverkið. Jon Voight fer með aðal gamanhlutverk myndarinnar(Já Jon Voight)en ég get ekki sagt að hann hafi kallað mörg bros hjá mér. Og Harvey Keitel fær sinn tíma á tjaldinu(skjánum þegar þessi mynd verður orðin það gömul)en mér finnst sá leikari vera orðinn eitthvað svo slappur undanfarið og hann ætti bara að taka sér smá hvíld. Ég er soldið að leita að því sem ég á að segja um þessa mynd, eins og ég minntist á, hún er klisja, hér er ekkert nýtt á ferðinni og ef að sjálfstæðisyfirlýsinga....whatever...væri tekið í burtu þá væri myndin algjört miðjumoð. En jæja, National treasure er allt í allt ágætis afþreying sem maður eiginlega vill sjá bara einu sinni. Hún á ekki eftir að eldast vel. Ég splæsi tveimur og hálfri stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skellti mér á þessa mynd með smá væntingar um góða mynd en það virkaði ekki. Hún er alltof augljós frá byrjun til enda, fannst mér. Þó svo að þetta sé engin hörmung, þá mæli ég með að fólk sjái aðra mynd í bíó en þessa. Margt betra en þessi. Gef henni 1 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn