Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er á ferðinni alveg týpísk Söndru Bullock mynd. Sandra leikur einmanna konu sem býr ein með kettinum sínum og vinnur við það að selja lestarmiða. Líf hennar er frekar einmannalegt þangað til að maðurinn sem hún er skotin í á laun, lendir í hremmingum og þarf að fara á sjúkrahús. Hún þekkir þennan mann ekki baun og hann hefur varla tekið eftir henni þar sem hún situr og þiggur af honum aur fyrir lestarmiða á hverjum morgni. Allavega hún fylgir honum á sjúkrahúsið þar sem allt fer í vitleysu og það endar þannig að fjölskyldan heldur að Sandra sé tilvonandi eiginkona hans. Þannig byrjar söguatburðarrásin fyrir alvöru. Þessi mynd er frábær skemmtun fyrir kvennverurnar sérstaklega, ég hugsa að fordómalausir karlmenn hafi líka gaman af þessu. Algjör saumaklúbbamynd!!
Hvað getur maður sagt? Þetta er mynd sem enginn karlmaður sér ótilneiddur! Eins dæmigerð rómantísk mynd og hugsast getur orðið, m.ö.o. hundleiðinleg. Ég skil ekki flesta þá sem gera svona myndir, hvers vegna þurfa þær nánast alltaf að vera drepleiðinlegar fyrir hinn dæmigerða karlmann? Notting Hill var undantekning á þessu og mjög lofsvert innlegg í þessar gerðir kvikmynda. En eins og áður sagði er svo sannarlega annað uppá teningnum hér, fólk getur allt eins horft á Pretty Woman í svona tuttugasta skiptið!
Rómantísk mynd. Ef þú hrífst af rómantískum myndum er þetta eitthvað fyrir þig! Minnir á "Þyrnirós", hugsunin er að allir geti kynnst ástinni! Þessi er vel þess virði að horfa á oftar en einu sinni, allaveganna hef ég séð hana nokkrum sinnum og hef enn ekki fengið leið á henni!
Sandra Bullock fer hér með góðan leik sem Lucy, einmanna kona í Chicago sem á enga fjölskyldu og lifir í þeirri von að einn daginn hún kynnist draumaprinsinum sínum. Lucy vinnur á bás á lestarstöð og einn daginn sér hún Peter, manninn sem hana hefur alltaf dreymt um. Hún þráir það eitt að tala við hann og verður henni að ósk sinni þegar ráðist er á hann og honum hrint á brautarteinanna. Lucy bjargar honum og liggur hann í dái á sjúkrahúsi. Á meðan kynnist hún fjölskyldu Peters og telja þau hana vera unnustu hans. Hún býður með það að segja þeim sannleikann en verður svo ástfanginn af bróður Peters, Jack. Rómantísk gamanmynd og ágætis skemmtun upp á þrjár stjörnur.