Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Legends of the Fall 1994

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

The men of the Ludlow family. A woman's grace brought them together. Then her passion tore them apart

133 MÍNEnska
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu myndatöku, var einnig tilnefnd fyrir bestu sviðsmynd og hljóð

Myndin gerist í Klettafjöllunum í Montana, snemma á 20. öldinni. Myndin fjallar um ást, svik, og bræðralag. Eftir að hafa hætt störfum í hernum, þá ákveður liðþjálfinn Ludlow að ala syni sína þrjá upp í víðernum Montana, þar sem stjórnvöld og samfélagið sem hann hatar, er ekki með puttana í uppeldinu. Bræðurnir þroskast og vaxa úr grasi og... Lesa meira

Myndin gerist í Klettafjöllunum í Montana, snemma á 20. öldinni. Myndin fjallar um ást, svik, og bræðralag. Eftir að hafa hætt störfum í hernum, þá ákveður liðþjálfinn Ludlow að ala syni sína þrjá upp í víðernum Montana, þar sem stjórnvöld og samfélagið sem hann hatar, er ekki með puttana í uppeldinu. Bræðurnir þroskast og vaxa úr grasi og virðast hafa sterk bönd sín á milli, eða allt þar til Susanna kemur til sögunnar. Þegar Samuel, yngsti bróðirinn, snýr heim úr framhaldsskóla, þá kemur hann með heim með sér hina fögru unnustu sína Susanna. Elsti sonurinn, Alfred, verður fljótlega ástfanginn af Susanna og enn fara málin að flækjast þegar svo virðist sem ástin sé farin að blómstra á milli Susanna og Tristan. Tristan er uppáhaldssonur Ludlows, er fjörugur og villtur eins og fjöllin allt í kring. Þegar bræðurnir fara að berjast í stríðinu í Evrópu, þá fer afbrýðisemi og grunur um græsku að grassera milli bræðranna, og skemma hið sterka bræðralag sem var á milli þeirra. ... minna

Aðalleikarar


Það er í raun fátt hægt að segja um þessa mynd. Hún er fullkomin að mínu mati. Þetta er sennilega einhver albesta saga sem ég hef séð á hvíta tjaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær saga um mann Col. Ludlow (Anthony Hopkins) fyrrverandi herforingi í Norður heri Bandaríkjanna á enda 19 aldar eftir að hann hætti settist hann að og byggði sér hús fyrir sig, konu hans og þrjá syni Alfred (Aidan Quinn), Tristan (Brad Pitt) og Samuel (Henry Thomas) . Alfred var elstur og Samuel yngstur en Tristan var uppáhald föður hans. Samuel trúlofast Breskri konu Susanna Finncannon (Julia Ormond) en þegar bræðurnir þrír fara í stríðið (WWI) þá deyr Samuel. Þannig er grunnsöguþráður Legends of the Fall sem hefur úrvalsleikara og fínt handrit. Anthony Hopkins er með over the top leik líka Pitt, Quinn og Thomas en Ormond er ekki á uppleið það get ég sagt þér. Myndin var tilnefnd til margra óskarsverðlauna en vann eitt fyrir bestu kvikmyndatöku hans John Toll´s.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fínasta mynd að mörgu leiti. Það er óhætt að segja að hún er mjög fjölbreytt. Hún er allt í senn drama, spenna og vasaklútamynd. Leikur er á háu plani í flestum tilfellum, Hopkins gamli með gamla góða takta og Pitt pottþéttur. Þetta er mynd sem öll fjölskyldan getur horft á saman og haft af hina bestu skemmtun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn