Lakeview Terrace (2008)
"What could be safer than living next to a cop?"
nnumyndin Lakeview Terrace segir frá nýgiftum hjónum, þeim Chris Mattson (Patrick Wilson) og Lisu Mattson (Kerry Washington), sem hafa nýlokið við að flytja inn í...
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
nnumyndin Lakeview Terrace segir frá nýgiftum hjónum, þeim Chris Mattson (Patrick Wilson) og Lisu Mattson (Kerry Washington), sem hafa nýlokið við að flytja inn í draumahúsið sitt, einbýlishús í úthverfi í Lakeview í Kaliforníu. Þau hafa þó vart lokið við að taka upp úr kössunum þegar þau vekja athygli nágranna þeirra, lögreglumannsins Abel Turner (Samuel L. Jackson). Hann er nokkurs konar varðhundur hverfisins og býr til öryggistilfinningu hjá flestum íbúum þess með daglegum gönguferðum og náinni yfirsýn yfir allt sem gerist í því. Hann virðist hjónunum vinsamlegur í fyrstu, en brátt fer vantraust hans á heilindum Chris og stöðugar innrásir hans í líf hjónanna að snúast upp í alvarlegt áreiti. Þegar Chris og Lisa ákveða að berjast gegn þessu áreiti og ofsóknum Abels verður líf þeirra svo fyrst hættulegt fyrir alvöru.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur





















