Náðu í appið
Fly Me to the Moon 3D

Fly Me to the Moon 3D (2008)

1 klst 24 mín2008

Árið er 1969 og allt mannkynið bíður spennt eftir fyrstu mönnuðu geimförinni til tunglsins.

Rotten Tomatoes20%
Metacritic36
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Árið er 1969 og allt mannkynið bíður spennt eftir fyrstu mönnuðu geimförinni til tunglsins. Þrjár flugur ákveða að krækja sér í far með geimflauginni, haldandi að geimferðin eigi aðeins eftir að standa yfir í nokkrar mínútur. Þær verða óttaslegnar þegar þær komast eftir því að ferðin stendur yfir í rúmlega viku og að þær verða að gera sitt besta til að halda lífi. Geimfararnir taka þó fljótt eftir þeim og ákveða að bjarga flugunum til að gera rannsóknir á þeim síðar meir. Geimferðin verður fyrir skakkaföllum þegar það kemst upp að Rússar hafa eyðilagt ýmislegt í flauginni til að verða á undan þeim til tunglsins, og eru flugurnar þrjár þær einu sem eru nógu litlar til að laga fjölda vandamála sem koma upp á leiðinni. Það er því í þeirra höndum að bjarga geimförunum á meðan gjörvallt mannkynið fylgist með límt við sjónvarpsskjáina.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

uFilmBE
nWave PicturesBE
Illuminata PicturesUS
uMediaBE
Summit EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)