Inkheart
2008
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 26. desember 2008
Every story ever written is just waiting to become real
106 MÍNEnska
39% Critics 49
/100 Myndin segir frá Mortimer „Mo“ Folchart (Fraser) og dóttur hans, hinni 12 ára gömlu Meggie (Bennett), en þau hafa bæði mikla ástríðu fyrir bókum. Það er ekki það eina sem þau eiga sameiginlegt, því þau búa einnig bæði yfir þeim einstaka hæfileika að gæða persónur lífi þegar þau lesa upphátt um þær. Þegar þau lífga við ævintýrapersónu... Lesa meira
Myndin segir frá Mortimer „Mo“ Folchart (Fraser) og dóttur hans, hinni 12 ára gömlu Meggie (Bennett), en þau hafa bæði mikla ástríðu fyrir bókum. Það er ekki það eina sem þau eiga sameiginlegt, því þau búa einnig bæði yfir þeim einstaka hæfileika að gæða persónur lífi þegar þau lesa upphátt um þær. Þegar þau lífga við ævintýrapersónu hverfur aftur á móti raunveruleg persóna inn í ævintýraheim bókarinnar á móti. Þegar þau eru að skoða sig um í bókabúð með notaðar bækur rekst Mo skyndilega á gamla bók sem hann hefur leitað að síðan Meggie var þriggja ára gömul, ævintýrabókinni Inkheart, en Resa (Sienna Guillory), móðir Meggie, festist inni í heimi þeirrar bókar. Mo setur saman áætlun um að ná móður sinni aftur til baka úr bókinni, en þau áform taka nýja stefnu þegar illmennið Capricorn (Serkis) rænir Meggie og reynir að fá hana til að gæða illskeytta félaga sína lífi, til að taka yfir okkar heim, með alvarlegum afleiðingum. ... minna