Náðu í appið
Fired Up

Fired Up (2009)

"2 Guys. 300 Girls. You Do the Math."

1 klst 30 mín2009

Fired Up er bandarísk gamanmynd sem fjallar um tvo góða vini á menntaskólaaldri, þá Shawn (Nicholas D‘Agosto) og Nick (Eric Christian Olsen), sem eru meðlimir...

Rotten Tomatoes25%
Metacritic31
Deila:
Fired Up - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Fired Up er bandarísk gamanmynd sem fjallar um tvo góða vini á menntaskólaaldri, þá Shawn (Nicholas D‘Agosto) og Nick (Eric Christian Olsen), sem eru meðlimir í ruðningsliði menntaskólans síns. Hugurinn hjá þeim er þó aldeilis ekki allur við íþróttina, heldur hafa þeir meiri áhuga á klappstýrum skólans. Í partýi einu eftir leik um vorið komast þeir að því að á döfinni er að halda þjálfunarbúðir fyrir klappstýrur, og munu um 300 stelpur mæta á svæðið. Þeir ákveða að hætta í ruðningsliðinu og fara þess í stað í klappstýrubúðirnar í von um að komast yfir fallegar stúlkur í leiðinni. Þeir ná að sannfæra klappstýruþjálfarann um að þeir eigi skilið að taka þátt, en þegar í búðirnar er komið breytist hugarfarið fljótlega. Þeir komast að því að þeir eru bara ágætis klappstýrur og ákveða því að gera sitt besta. Málin flækjast svo enn frekar þegar Shawn on Nick falla algerlega fyrir tveimur stúlkum í búðunum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Kom skemmtilega á óvart

Ég tel mig nánast alætu á kvikmyndir, en ekta stelpumyndir falla mér ekki að skapi, líkt og Clueless, Sweetest Thing eða dans og klappstýrumyndir amennt. Þegar betri helmingurinn vildi horfa...

Framleiðendur

Weinstock Productions
Screen GemsUS
Moving Pictures, DPIUS
Gross Entertainment
Olive Bridge EntertainmentUS