Náðu í appið
Che: Part One

Che: Part One (2008)

2 klst 14 mín2008

Che: Part One er fyrri hluti metnaðarfullrar stórmyndar leikstjórans Steven Soderbergh um eina umdeildustu og þekktustu byltingarhetju allra tíma, Ernesto „Che“ Guevara.

Rotten Tomatoes67%
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Che: Part One er fyrri hluti metnaðarfullrar stórmyndar leikstjórans Steven Soderbergh um eina umdeildustu og þekktustu byltingarhetju allra tíma, Ernesto „Che“ Guevara. Stórleikarinn Benicio Del Toro fer með hlutverk Che í myndinni. Hefst myndin árið 1956 þegar Che kynnist Fidel Castro og félögum hans, sem eru að leggja á ráðin um hvernig þeir geti steypt stjórn harðstjórans og einráðsins Fulgencio Batista af stóli, en herforingjastjórn hans hefur ráðið ríkjum á Kúbu í mörg ár og notið aðstoðar Bandaríkjamanna við það. Fidel, Che og félagar þeirra hafast við í Mexíkó, en safna þar saman liði óánægðra Kúbverja í útlegð og annarra vinveittra aðila áður en þeir ferðast með bátum til Kúbu. Þegar þangað er komið hefst skæruliðahernaður þeirra gegn Batista-stjórninni og er ætlunin að leggja undir sig landsvæði Kúbu, eitt af öðru áður en lagst ertil atlögu inn í höfuðborgina. Á leiðinni breytist hlutverk Che frá því að vera læknir yfir í að leiða eina af aðalsveitum uppreisnarmannanna. En af hverju? Og hvernig mun það breyta Che?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Wild BunchFR
Laura Bickford ProductionsUS
Morena FilmsES
Telecinco CinemaES