Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Where the Wild Things Are 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. janúar 2010

There's one in all of us.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Where the Wild Things Are segir frá stráknum Max (Max Records), sem er einmana, skapstór og með mjög fjörugt ímyndunarafl. Eftir að hafa lent í kjánalegu rifrildi við móður sína strýkur hann að heiman. Hann hleypur burt og út úr húsinu, niður að strönd, finnur þar yfirgefinn seglbát og leggur af stað út á sjó. Eftir langa siglingu kemur hann að eyju... Lesa meira

Where the Wild Things Are segir frá stráknum Max (Max Records), sem er einmana, skapstór og með mjög fjörugt ímyndunarafl. Eftir að hafa lent í kjánalegu rifrildi við móður sína strýkur hann að heiman. Hann hleypur burt og út úr húsinu, niður að strönd, finnur þar yfirgefinn seglbát og leggur af stað út á sjó. Eftir langa siglingu kemur hann að eyju og gengur á land. Þar hittir hann fyrir mjög undarlegar verur, m.a. hinn hvatvísa Carol, hinn milda Ira og stjórnsama kærustu hans, Judith. Þau taka á móti honum með tortryggni en Max bjargar sér úr klípunni með því að lýsa því yfir að hann sé mikill konungur með töfrahæfileika og geti bætt líf allra á eyjunni. Í stutta stund er þessi staður algjört himnaríki fyrir drenginn þar sem allir kunna að lifa lífinu, en vandræðin eru rétt að byrja því skepnurnar halda að Max sé kominn til að leysa vandamál þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Innihaldslaus art-mynd... handa krökkum?
Það er ómögulegt að taka 75 orða barnabók og búa til 90 mínútna kvikmynd án þess að breyta hráefninu aðeins og krydda upp á atburðarásina. Spike Jonze pældi greinilega ekkert í því. Hann vildi vera eins trúr bókinni eftir Maurice Sendak og hann mögulega gat án þess að bæta miklu við. Where the Wild Things Are hefði getað orðið afbragðs stuttmynd með sterkum boðskap, en í staðinn var ákveðið að teygja þennan lopa allsvakalega. Það má vera að lopinn sé fínn, en afraksturinn er kjánalega misjafn.

Það hefði svosem verið hægt að búa til ágætis uppfyllingarefni fyrir myndina, með rétta handritshöfundinum allavega og auðvitað ýmsum breytingum, enda þurfti nánast að skrifa rúman klukkutíma af nýju efni. Möguleikarnir voru endalausir, en frekar ákvað Jonze að vera þrjóskur og bara lengdi upprunalegu söguna án þess að bæta einhverju merkilegu inn í hana. Málið er að það er eiginlega ósanngjarnt að ætlast til að áhorfandinn sitji yfir barnamynd í einn og hálfan tíma þegar það er ekkieinn einasti vottur af frásögn til staðar. Myndin byrjar mjög skemmtilega, en síðan hættir hún að þróast og um leið og aðalkarakterinn Max fer og hittir (þunglyndu) skepnurnar þá verður myndin ekki aðeins einhæf, heldur sorglega viðburðarlítil. Annaðhvort sjáum við Max og nýju vini hans vera að leika sér eða rífast. Án gríns, ekkert breytist eftir það og þannig heldur sagan áfram. Það er mjög takmörkuð framvinda, lítil sem engin persónuþróun og, það sem verra er, enginn söguþráður til að halda athygli manns, eins og ég var kannski búinn að gefa í skyn.

Where the Wild Things Are er ekki beinlínis stefnulaus, og rétt eins og bókin þá hefur hún áhugaverðan boðskap. En þar sem að myndin er þetta löng þá verður boðskapurinn miklu fyrirsjáanlegri úr fjarlægð. Og ég veit ekki með aðra, en mér var ósköp sama um Max og villtu vinina hans. Jonze reynir að láta okkur vera annt um persónurnar, og ég er viss um að þeir sem ólust upp við bókina munu finna fyrir léttu táraflóði, en það gerðist alls ekki í mínu tilfelli. Það sem frekar hélt takmarkaða áhuga mínum var útlitið, stíllinn og fáeinir góðir brandarar. Ég er jafnvel hissa yfir því að geta ekki sagt neitt almennilega jákvætt um þá frábæru leikara sem lána raddir sínar því persónurnar voru flestar svo hryllilega óþolandi, en engin þeirra var eins slæm og strákormurinn Max, sem ég byrjaði að hata eftir 10 mínútur. Ég fatta heldur ekki hvað Jonze sá svona fallegt við tónlistina sem hann notar. Hún setti eiginlega bara ennþá leiðinlegri svip á myndina.

Það er spurning hvort Where the Wild Things Are sé kjörin barnamynd, en ég held samt ekki, því einhvern veginn finnst mér hún vera of súr og óþægileg fyrir börn, og stundum jafnvel of áköf í tón (eins og t.d. þegar Carol (James Gandolfini) tekur sín reiðiköst, eða þegar skepnurnar hoppuðu öll í hrúgu ofan á Max, sem næstum því kaffærði honum). En er hún þá fyrir fullorðna? Erfitt að segja. Þeir sem hafa allavega vit á kvikmyndum munu sjá það strax hversu þunn, sjarmalaus og niðurdrepandi hún er. Einu hóparnir sem ég get ímyndað mér að eigi eftir að fíla hana eru þeir sem elska teygðar art-myndir og þeir sem lásu bókina í æsku. Það er samt spurning hvort Jonze sé ekki bara til í að búa til sérstaka Director's Cut-útgáfu sem væri þá ekki nema 40 mínútur í heild sinni. Þá yrði hún miklu betri.

5/10

Ég er heldur ekki að sjá það hvernig myndin gat kostað $100 milljónir. Í hvað fór þessi peningur??

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvað var ég að horfa á?
Eitt kalt vetrarkvöld fór ég á Where The Wild Things Are vegna þess að ég hafði lítið annað að gera og vinir mínir voru að fara á hana þannig ég var ekki með neinar væntingar og hafði bara heyrt að hún væri gerð eftir 70 orða barnabók.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari mynd. Myndin byrjaði og leit ágætlega út... leikurinn var nokkuð góður hjá stráknum og maður fann til samkenndar með honum. Svo kom að því að strákurinn fór á þessa eyju og atriði eftir atriði gerðist nákvæmlega ekkert og ég og vinur minn litum á hvorn annan og spurðum hvorn annan hvað í helvíti væri í gangi. Söguþráðurinn var nánast enginn og atriðin jafn random og í Freddy Got Fingered. Ég vissi aldrei hvort ég ætti að hlæja eða gráta eða standa upp og labba út. Seinni helmingurinn var uppfullur af drama en það var ómögulegt að taka þessar skepnur alvarlega því þær litu út eins og krúttlegir bangsar, ímyndið ykkur bara að Sonny myndi hoppa úr Cocoa Puffs pakkanum ykkar og byrja að tala um hvað lífið hans er erfitt.... mynduð þið vorkenna honum eða byrja að skellihlæja? ef svarið er það síðarnefnda þá finnst mér eins og þið ættuð að sleppa þessari mynd.

Mér líður svoltið illa að skíta svona mikið yfir þessa mynd því ég skal alveg viðurkenna að það voru margir ljósir punktar í henni. Eins og ég sagði hér áðan var Max vel leikinn eins og reyndar allir í myndinni. Brandararnir voru mjög hugljúfir og boðskapurinn komst til skila þó að það hafi verið svona 10 árum og seint.

Lokaniðurstaða? .... 4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Falleg mynd um ekkert!
Ég ákvað að fara á forsýninguna á Where the Wild Thing Are. Þegar ég sá trailerinn fyrir nokkrum mánuðum var ég svaka spenntur. Svo var frestað henni á Íslandi og ég hætti að vera spenntur fyrir henni en ákvað samt sem áður að kíkja á hana. Ég elska öðruvísi myndir. Það eru uppáhalds myndirnar mínar. Þessi mynd hinsvegar var ekki alveg að virka á mig. Þetta er svona Love/hate mynd en ég skil ekki fólk af hverju það elska þessa mynd.

Ef ég ætti að lýsa myndinni með einu orði væri það gsdklfsl.. Þetta er án djóks besta lýsingin sem mér datt í hug. Fyrstu mínúturnar lofuðu góðu. Svo þegar hann var kominn inní ,,landið"" sitt þá byrjaði hún að vera frekar tilgangslaus. Myndin fjallar í stuttu máli um ungan dreng sem flýr frá öllum sínum vandamálum og býr til sinn eigin heim þar sem hann er konungur. Eftir það þá eru bara atriði eftir atriði. Ég veit að þessi mynd er byggð eftir bók sem var sirka 70 orð en það mætti halda að lítið barn hafi gert handritð því þetta eru bara random atriði! Ég ætla ekki að fara svo langt að segja að myndin meiki ekkert sense, hún meikar þó lítið sem ekkert sense. Það er enginn boðskapur og það pirraði mig virkilega..

Persónurnar voru semi góðar. Gaurinn sem leikur litla strákinn hann Max var alveg solid. Dýrin voru svo öll vel talsett og vel leikin. Samtölin eru skemmtileg og alltaf gaman að heyra í geitina? eða hvað sem þetta var vera að væla.

Það voru þó nokkrir kostir. Tónlistin var frábær, myndin var rosalega falleg, persónurnar voru alveg lala og myndin átti sín fyndin moment eins og ,,that was my favorite arm!". Ég vil ekki kalla þetta fjölskyldumynd því ég er alveg viss að börn muni ekki fýla þessa mynd og myndin hentar bara alls ekki undir 12 ára. Guuð gerið það fyrir mig og ekki fara á þessa mynd með börnin ykkar. Þau munu fljótlega missa áhugan og fara að gera eitthvað annað. Ég skil ekki af hverju þessi mynd er að fá góða dóma frá mörgum gagnrýnendum vestanhafs.

Ég hefði ekkert dáið hefði ég ekki farið á þessari mynd. Held að hún sé ekki þess virði að fara á. Ég sé bara ekkert point í þessari mynd! Þetta er búið að pirra mig í allt kvöld. Ég fór á þessa mynd með engar væntingar samt varð ég eitthvern veginn fyrir vonbrigðum. Ég ætla mér aldrei að sjá þessa mynd aftur. Fólk mun örugglega segja,, Þú bara fattaðir hana ekki." Ég fattaði hana alveg en ég ætla ekki að fara út í það hér því ég er hræddur um að spoila.

Spike Jonze.... Mikil vonbrigði.. Elska Adaptation en þetta rusl má eiga sig.

5 stjörnur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn