Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Being John Malkovich 1999

Frumsýnd: 7. apríl 2000

Ever wanted to be someone else? Now you can.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Brúðugerðarmaður uppgötvar leynilegar dyr á skrifstofunni sinni sem reynist vera gátt inn í huga Hollywoodleikarans John Malkovitch. Þegar farið er inn um gáttina, þá getur maður verið inni í huga hans í 15 skrýtnar mínútur. Eins og með aðrar stórar uppgötvanir í mannkynssögunni, þá vaknar spurningin að lokum: Hvernig getum við grætt á þessu? Hann... Lesa meira

Brúðugerðarmaður uppgötvar leynilegar dyr á skrifstofunni sinni sem reynist vera gátt inn í huga Hollywoodleikarans John Malkovitch. Þegar farið er inn um gáttina, þá getur maður verið inni í huga hans í 15 skrýtnar mínútur. Eins og með aðrar stórar uppgötvanir í mannkynssögunni, þá vaknar spurningin að lokum: Hvernig getum við grætt á þessu? Hann og samstarfsmenn hans byrja að hugas hvernig þeir geta notfært sér þessa uppgötvun. Og áður en langt um líður fer allt í vitleysu.... minna

Aðalleikarar


Being John Malkovich fellur í þann fúla pytt að grunnhugmyndin er góð en unnið er svo ekki nógu vel úr henni. Sko, það liggja einhver göng inn í huga John Malkovich´s(af öllum mönnum)frá hæð númer sjö og hálf í skrifstofuhúsi og menn fá að hlera vin okkar aðeins í ákveðinn tíma. Alveg snilldarhugmynd en myndin er bara svo léleg. Hún er langt frá því að vera nógu stýlísk og óþarflega mikil áhersla er lögð á srengjabrúður. Leikaravalið er af verri endanum, Cameron Diaz er alltof ólík sjálfri sér og John Cusack ég þoli manninn ekki. Sá eini góði er Malkovich sem hann sjálfur. Þessi mynd er því stórlega misheppnuð en grunnhugmyndin er góð eins og áður sagði og er stjörnugjöfin samkvæmt því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Okei þessi átti að vera mesta snilld ever sögðu vinir mínir um þessa mynd. En ég var á öðru máli. Ég bara veit ekki hvað fólki finnst gott við þessa mynd. Mér fannst að hún mætti vera miklu betri en það er samt sumt gott í myndinni. Hún fær 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikbrúðustjórnandi haldinn tilvistarkreppu, dularfullt fyrirtæki á hæð 7 1/2, auðmjúk eiginkona óviss um kynferði sitt og svo auðvitað John Malkovich. Hrærið þessu öllu saman og útkoman er fullkomlega frumleg og ólýsanleg gamanmynd. Craig Schwartz (John Cusack) er fyrrnefndur leikbrúðustjórnandi sem heilshugar stundar sína list og er á kúpunni út af því. Eiginkona hans, Lotte (vel förðuð Cameron Diaz), byrjar að gefa í skyn að kannski ætti Craig að leita sér að nýrri vinnu. Hann ræður sig því hjá Lester Corporation sem er mjög svo undarlegur vinnustaður. Mr. Lester (Orson Bean) er skrýtið gamalmenni, starfsmenn ganga bognir í baki vegna lágrar lofthæðar og nota þarf kúbein á lyftudyrnar til að opna þær. En Craig finnur tvær ástæður til að elska vinnuna sína: Maxine (Catherine Keener) kveikir svo um munar í klofinu á honum, og 'inngangurinn', falinn bak við skjalaskáp, sem er nokkurs konar leið inni í heila John Malkovich (sem leikur sjálfan sig með ágætri kímingáfu). Hljómar undarlega? Maður verður einfaldlega að sjá myndina sjálfur til að upplifa snilldina. Þetta er fyrsta kvikmynd myndbandaleikstjórans Spike Jonze (sem hefur til dæmis lagt sitt að mörkum í Jackass á MTV), frábær frumraun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er alltaf gaman að sjá nýja og hæfileikaríka leikstjóra senda frá sér frábærar myndir og fá viðurkenningu fyrir það. Skemmst er að minnast frumraun Sam Mendesar sem er meistaraverkið American Beauty. Nú fáum við að sjá frumraun Spike Jonze sem leikstjóra, myndina Being John Malkovitch. Myndin segir frá leikbrúðustjórnandanum Craig Schwartz (John Cusack) og konu hans Lotte (Cameron Diaz). Hann er mjög góður í sínu starfi en hann gerir háalvarleg leikrit sem eru eingöngu fyrir fullorðna og nýtur þess vegna ekki mikilla vinsælda. Hún á gæludýrabúð og húsið þeirra er yfirfullt af gæludýrum, t.d. eiga þau taugaveiklaðan simpansa. Til að bjarga fjárráðunum ræður Craig sig sem skjalavörð á 7 12 hæð í stórri skrifstofubyggingu. Þar hittir hann Maxine (Catherine Keener) og fellur umsvifalaust fyrir henni en hún að sama skapi ekki fyrir honum. Einn daginn finnur hann litlar dyr í geymslunni. Hann fer inn um þær og er þá allt í einu kominn inn í hausinn á John Malkovitch. Hann getur verið þar í 15 mínútur en lendir síðan hjá New Jersey þjóðveginum eftir það. Hann segir öllum frá þessu og hann og Maxine ákveða að stofna fyrirtæki þar sem fólk borgar 200 dollara fyrir að fá að vera John Malkovitch í kortér. Á sama tíma verður Lotte heltekin af þessu eftir að hafa prófað þetta og sekkur alltaf dýpra og dýpra inn í þá þráhyggju. Þar sem að Craig er leikbrúðustjórnandi uppgötvar hann bráðlega að hann getur meira og meira stjórnað Malkovitch og getur verið hann í lengri og lengri tíma. En spurningin er: Er þetta siðferðislega rétt og hvað hefur Malkovitch sjálfur um þetta að segja? Þetta er sennilega skrítnasta mynd sem ég hef séð. Ég vissi að hún væri ekki venjuleg en hún er milljón sinnum skrítnari en ég hélt að hún væri. Hún er einnig ein frumlegasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Það er ekki eitt einasta atriði í myndinni sem er ekki nýtt og hún kemur manni stöðugt á óvart. Auk þess er hún alveg drepfyndin á köflum. Maður er dreginn alveg gjörsamlega inn í þessa mynd með leikstjórn Jonze og frábæru handriti Charlie Kaufmans og manni sjálfum finnst í alvörunni að maður sé inn í hausnum á grey Malkovitch. Kvikmyndatakan er sérlega flott og skemmtileg hjá Lance Acord og tónlist hins firna góða Carter Burwells fellur einstaklega vel að myndinni. Leikararnir eru ekki af verri endanum. John Cusack er mjög fínn sem leikbrúðusmiðurinn sem fær hér loksins tækifæri til þess að uppfylla alla drauma sína. Að stjórna manneskju. Cameron Diaz er frábær sem konan hans og skemmtilega ólík sjálfri sér. Þetta hæfileikaríka superbabe er núna allt í einu orðin mjög venjuleg kona með sitt grábrúna og hrokkna hár. Catherine Keener er síðan mjög fyndin sem hin kaldlynda bisnessmanneskja sem hugsar eingöngu um að græða á þessu öllu saman. Samt skil ég ekki alveg Óskarsverðlaunatilnefninguna. Þá hefðu þeir allt eins getað valið Cameron Diaz sem mér finnst eiginlega betri. Síðast en ekki síst fer John Malkovitch á kostum þar sem hann leikur sjálfan sig og mér finnst frábært hjá honum að hafa gert það af því að hann er í leiðinni að gera grín að sjálfum sér og allri stjörnuímyndinni. Ef þið viljið sjá eitthvað alveg glænýtt sem hefur örugglega aldrei verið gert áður þá skuluð þið fara á Being John Malkovitch. Svona myndir eru alltaf góð týðindi frá hinni stöðnuðu peningamaskínu Hollywood.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er verð ég bara að segja frumlegasta mynd ársins að Fight Club meðtaldri. Allir leikarar standa sig að vonum vel en þvílíkt ímyndunarafl þarf örugglega að skrifa handritið að svona mynd. Hús með hálfri hæð!!!! Snilldar hugmynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn