Undarlega vel heppnuð
Ég verð að segja, að þrátt fyrir ójafnt flæði, þunna sögu og takmarkaða dýpt hjá einni aðalpersónunni þá er þessi mynd alveg fáránlega góð miðað við það framleiðsluhelvít...
"The man who tried to cheat the devil."
Myndin fjallar um ferðaleikhús undir stjórn hins sérvitra Dr.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiMyndin fjallar um ferðaleikhús undir stjórn hins sérvitra Dr. Parnassus, en ferðaleikhús þetta færir áhorfendum óvenjulegri og furðulegri upplifun en nokkuð annað leikhús. Það ber ekki mikið yfir sér utan frá séð, en þeir fáu sem láta til leiðast að fylgjast með undarlegum ferðasýningum hópsins eru fengnir upp á svið í einum hluta sýningarinnar. Þar ganga þeir í gegnum lítið hlið en þegar í gegn er komið er viðkomandi kominn í annan heim, þar sem hið villtasta í ímyndunarafli hans fær lausann tauminn og hlutgerist allt í kringum hann. Í söguna blandast svo samningur Parnassus við djöfullega persónu að nafni Mr. Nick, en hann hefur veðjað við Parnassus um að sá sem nái að tæla fimm persónur inni í ímyndunarheiminum geti fengið Valentinu dóttur Parnassusar sem verðlaun. Nái því enginn fyrir sextánda afmælisdag hennar fær Mr. Nick hana hins vegar til eilífðar.

Ég verð að segja, að þrátt fyrir ójafnt flæði, þunna sögu og takmarkaða dýpt hjá einni aðalpersónunni þá er þessi mynd alveg fáránlega góð miðað við það framleiðsluhelvít...