Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Hunger 2008

Justwatch

Frumsýnd: 17. apríl 2009

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Myndin vann ein Bafta verðlaun, Golden Camera verðlaun á Cannes og leikstjórinn var valinn uppgötvun ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.

Mynd um síðustu 6 vikurnar í ævi IRA fangans Bobby Sands, sem leiddi hunguverkfallið 1981. Sands var í haldi í Maze fangelsinu í Norður Írlandi, og myndin sýnir hvernig mannslíkamanum og mannsandanum er ýtt að ystu þolmörkum.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta er ekki mjög uppliftandi mynd, enda á hún ekkert að vera það. Manni líður eiginlega hálf illa að horfa á hana smjattandi á nammi í þægilegum stól. Hunger er sönn saga sem fjallar um atburði í kringum árið 1981 þegar hópur fanga í írsku fangelsi fór í hungurverkfall. Þessir fangar voru hluti af írska Lýðveldishernum (IRA) með Bobby Sands í fararbroddi leikinn með tilþrifum af Michael Fassbender. Áhorfendum er ekki hlíft mikið. Meðferðin á föngunum er hroðaleg og minna helst á myndina Murder in the First með Kevin Bacon. Atriðin þar sem Sands sveltir sig eru óþægileg að horfa á með legusárum og öllu tilheyrandi. Ég held bara að hann hafi slegið út Christan Bale í Machinist hvað þyngartap varðar. Ég varð hálf þunglindur við að horfa á þessa mynd en hún er samt frábær fyrir því. Það er farið í flashback atriðum í æsku Sands sem er eiginlega sorglegt þegar maður veit hvert hann stefnir. Það er líka átakanlegt að sjá á foreldra hans horfa upp á son sinn fremja, í raun, sjálfsmorð. Ég get ekki annað en mælt með þessari mynd en það er betra að upplýsa fólk fyrirfram um hvað það er að fara út í. Þessi er ekki fyrir alla.

Það er sena í þessari mynd með 17,5 mín. skoti. Tveir menn sitja sem sagt og tala án þess að sjónarhorni sé breytt í 17,5 mín. Þetta er nýtt met. Það gamla var 8 mín. í The Player. Það merkilega er að senan heldur athygli manns allan tímann. Ég fann þetta um senuna: "Cunningham (leikur prestinn) is quoted by the Belfast Telegraph as saying: "I remember Steve [McQueen] on that first day saying: ‘I'm thinking of shooting this scene in one shot.’ And my immediate reaction was, ‘Are you out of your mind?’
“So every morning, we get up, he puts on the porridge and we start running the scene. We go on till six or seven o'clock until Steve turns up, looks at our progress, gives us some notes, and then off we go again. Running this scene 15 or 20 times a day for five days. So, when we arrived on set we just went straight into it: Take one, 23 minutes, right through. We did four takes, and they used the fourth,” he said."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.12.2023

Súkkulaðið sigraði

Fjölskyldu- og söngvamyndin Wonka, um súkkulaðigerðarmanninn unga Willy Wonka, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en nálægt þrjú þúsund manns mættu í bíó og tekjurnar voru tæpa...

05.12.2023

Keisarinn ríkir enn

Vinsældir Napóleons eftir Ridley Scott eru enn miklar í bíó því myndin sögulega trónir aðra vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Tekjur kvikmyndarinnar um síðustu helgi námu rúmum 3,5 milljónum k...

28.11.2023

Keisarinn vann toppsætið

Það er ekkert smámenni sem sest hefur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, enginn annar en sjálfur Napóleon Frakkakeisari í túlkun Joaquin Phoenix og í leikstjórn Sir Ridleys Scotts. Þó að Asha ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn