Náðu í appið
Shame

Shame (2011)

1 klst 41 mín2011

Brandon Sullivan býr í New York og er ágætlega stæður viðskiptamaður sem við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og höndla það alveg ágætlega.

Rotten Tomatoes79%
Metacritic72
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Brandon Sullivan býr í New York og er ágætlega stæður viðskiptamaður sem við fyrstu sýn virðist njóta lífsins og höndla það alveg ágætlega. En Brandon glímir við veikleika sem litar líf hans verulega þegar venjubundnum störfum sleppir. Hann er nefnilega forfallinn kynlífsfíkill og um leið myndu margir segja að siðferði hans í þeim efnum og samskiptum við hitt kynið sé ábótavant. Dag einn flytur systir Brandons, Sissy, inn í íbúðina til hans og líf þeirra beggja tekur skyndilegum stakkaskiptum þegar hún neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og um leið til að gera upp sársaukafulla fortíð þeirra.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

HanWay FilmsGB
See-Saw FilmsGB
Lipsync ProductionsGB
Alliance FilmsCA
Film4 ProductionsGB
UK Film CouncilGB

Verðlaun

🏆

Shame hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun, bæði fyrir leikstjórn, handrit og leik en Michael Fassbender var m.a. tilnefndur til bæði Golden Globe- og BAFTAverðlaunanna fyrir hlutverk sitt.

Gagnrýni notenda (2)

Kynlífsfíkn er ekki alltaf góð.

Þessi mynd er góð en samt sem áður það mikið sérstök að hún telst líka sem léleg. Það er erfitt að segja um hvað Shame er. Ég reyndi að finna út söguþráðinn en það er enginn...

Snjöll, köld og óþæginleg

Shame er ein af þessum myndum sem virkilega festist í manni eftir að maður er búinn að horfa á hana. Eina aðra myndin frá 2011 sem hélst eins óþægilega í mér var spænska myndin The Ski...