Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er mynd sem ég vissi ekki mikið um í fyrstu. En ákvað að taka hana á leigu, því ég heyrði að Robert Rodriguez væri leikstjóri þessarar ræmu. Og er ég mikill fan af hans verkum. Og viti menn, kom hún mér virkilega á óvart. Hún er ekki þessi venjulega Teen flick sem að maður átti von á. Er alveg viss að þessi hefði floppað feitast ef einhver annar hefði gert hana, en Robert Rodriguez nær að skila þessari mynd mjög vel frá sér. Fær hann mjög óreynda leikara þá hlutverk í myndinni, eins og Josh Hartnett og Elijah Wood, og eru þeir fínir í myndinni. Spennan í myndinni er fín og heldur manni virkilega inní myndinni allan tímann. Og hún er pottþétt ein óvenjulegasta mynd sem Rodriguez hefur gert á sínum ferli. Allavega, ef þið eruð fyrir myndir með geimverum og mynd sem hefur skemmtilegt spennugildi, mæli ég með að þið sjáið þessa mynd.
Þegar ég var mikill Scream fan og vissi að Kevin Williamson væri handritshöfundur faculty og það að Robert Rodrguez væri leikstjórinn,í fyrra þá var mikið talað um hann væri að gera Sin City sem átti að vera ein flottari mynd síðari ára.
Svo var kennara verkfall og ekkert að gera svo vinur minn gisti hjá mér og við leigðum Down to earth,Faculty og teaching mrs Tingle og má segja að Faculty var virkilega hallærisleg mynd ég meina geimverur taka yfir kennara í menntaskóla í smábæ í Ameríku og eru svo að reyna að taka yfir nemendurna.
Þótt að hún sé hallærisleg þó gengur þetta mjög vel upp og þetta er einhverskonar Scream með geimverum í stað brjálaðra unglinga.
Leikstjórinn gerir myndaina mjög hallærislega meðvitað og
minnir mikið á Scream og aðrar eldir geimverumyndir.
Leikararnir eru margir og hvor öðrum frægari Babe Neuwirth,Piper Laurie,Salma Hayek,Robert Patric,Famke Jenssen,
Jordana Brewster,Clea Duvall,Laura Harris(Dead like me),Usher,
Elijah Wood og Josh Harnett.
Þegar kennarar í menntaskóla fara að haga sér undarlega og einn deyr þá fara 6 unglingar Dehlila,Marybeth,Stokley,Stan,
Zeke og Casey að gruna að eitthvað sé að og að innrás geimvera herji á heiminn en fyrst á menntaskólann.
Þó fáranleg sé og hallærisleg þá virkar það vel og gerir myndin nokkuð svala og myndin er bara nokkuð skemmtileg og spennadi þá að hún hafi nokkra galla eins og t.d.leik sem ég ætla ekki að fara yfir núna.
Þessi mynd er leikstýrð af Robert Rodriguez From Dusk Till Dawn og handritið skrifað af Kevin Williamson Scream, I Know What You Did Last Summer svo þið getið auðveldlega séð hverskonar mynd þetta er. Góður húmor, spenna og hryllingur. Mæli hiklaust með henni, sérstaklega fyrir aðdáendur hryllingsmynda. Jafngóð, ef ekki betri, en Scream.
Svaðaleg vonbrigði. Sá bráðskemmtilegi og frumlegi leikstjóri Robert Rodriges má dauðskammast sín þetta. Ágætis hugmynd og nokkrir fínir leikarar en restin algert blönder. En þar sem myndin reddaði fyrir mér sunnudagsþynnkunni og þar sem Salma Hayek er í myndinni gef ég eina og hálfa.
Fyrst þegar ég heyrði að Robert Rodriguez (leikstjóri From Dusk Till Dawn og Desperado) og Kevin Williamson (handritshöfundur Scream myndanna) ætluðu að leiða saman hesta sína gat ég varla hamið tilhlökkun mína til að sjá útkomuna. Síðan þegar myndin var frumsýnd í USA sá ég að flestir dómar um hana voru ekki mjög jákvæðir og einnig var auglýsingatrailerinn afspyrnuslappur þannig að væntingar mínar voru litlar rétt áður en ég sá myndina. Það kom mér því skemmtilega á óvart hversu spennandi, fyndin og töff myndin reyndist. Það kunna sennilega ekki allir að meta stíl Rodriguez en fyrir þá sem kunna það mæli ég óhikað með þessari. Söguþráðurinn er í stuttu máli að unglingar í skóla nokkrum komast á snoðir um að kennarar þeirra eru geimverur og ætla sér að yfirtaka heiminn, en byrja á nemendum skólans. Söguhetjurnar eru mjög ólíkar týpur og mynda áhugaverðan hóp. Samskipti unglinganna minnir á Scream myndirnar og Kevin Williamson þarf alls ekki að skammast sín fyrir handritið. Það er snjallt, fyndið og spennandi - rétt eins Scream handritin. Öll tæknileg vinnsla svo sem myndatökur, hljóð og tónlist er góð og gefur myndinni flott yfirbragð. Tæknibrellurnar eru reyndar ekki þær bestu sem sést hafa en það er líka hluti af stílnum. Hrollvekjudýrkendur, vísindaskáldskapsáhugamenn og Rodriguezaðdáanedur ættu að kíkja á þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kevin Williamson, George Huang, Bruce Kimmel
Vefsíða:
www.miramax.com/movie/the-faculty
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. apríl 1999
VHS:
8. september 1999