Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekki augnakonfekt, heldur fullnæging fyrir augun
Að horfa á The Fall er eins og að horfa á grimman arthouse-blending af Galdrakallinum í Oz og The Princess Bride. Efnislega ber myndin mörg kunnugleg einkenni, en útlitslega er hún ólík nokkru öðru sem ég hef séð í mörg, mörg ár.
Indverski sérvitringurinn Tarsem Singh hefur loks sent frá sér aðra mynd, sem óhætt er að segja að ég beið lengi eftir að sjá (og getað nálgast - takk Laugarásvídeó!). Það var líka erfitt að sjá ekki undarlegu hæfileika hans í The Cell, sem kom út árið 2000. Sú mynd hafði alveg handritsgalla - sem The Fall gerir líka - en sjónrænt séð bjó hún yfir svo miklu brengluðu hugmyndaflugi að hálfa væri of mikið. Aðrir stílistar/hugmyndasmiðir, svosem Guillermo Del Toro og Terry Gilliam, líta út eins og Kevin Smith í samanburði við Tarsem. Ekki þó taka samanburðinn alvarlega, ég virði þá líka í klessu. Þetta er aðeins mín leið til að segja að Tarsem er alveg einstakur. Hvernig maðurinn leikur sér með suma rammana er alveg með ólíkindum. Notkun hans á litum, kameruhreyfingum, lýsingu og síðast en ekki síst búningum gefur orðinu "fantasía" glænýja merkingu. Ég djóka samt ekki með það þegar ég segi að The Fall bjóði upp á einhverja flottustu - og mest dáleiðandi - kvikmyndatöku sem ég hef á ævi minni séð.
Það er pínulítill "style over substance" bragur á þessari mynd, en það er óvenju fyrirgefanlegt þar sem augljóslega hefur mikill metnaður verið lagður í hana, og það sést að Tarsem hefur mikla umhyggju fyrir henni. Hvað söguna sjálfa varðar var ég því miður ekkert eitthvað brjálæðislega heillaður. Persónurnar fannst mér að vísu indælar og skemmtilegar, en sjálf frásögnin - þá sérstaklega í fantasíuatriðunum - var ógurlega samhengislaus á köflum, sem ég býst við að hafi verið viljandi, enda breytist "sagan" talsvert í gegnum myndina. Það hefði ekki nauðsynlega þurft að breyta því en að skrifa fantasíuna sem meira grípandi ævintýri hefði breytt mjög miklu. Ég fatta tilganginn með fantasíunni, og hún þjónar miklum tilgangi í raunverulega heimi myndarinnar, en þar sem hún tekur upp svo stóran hluta lengdarinnar hefði hiklaust mátt fínpússa hana aðeins betur. Endirinn, sem ég get ímyndað mér að virki vel á blaði, er líka ófullnægjandi á flestan hátt. Úrlausnin var fín, en kraftur sama og enginn.
Ef að The Fall er ekki kvikmynd sem hægt er að dást að, þá veit ég ekki hvað aðdáun er. Tarsem fjármagnaði stóran hluta af myndinni sjálfur og tók hana upp á heilum fjórum árum, í meira en 18 mismunandi löndum. Svo skilst mér að það séu engar tölvubrellur til staðar - sem e.t.v. gerir myndina aðdáunarverðari að útliti. Hún er sjónrænt listaverk í orðins fyllstu merkingu og það gerir það auðvitað pínu svekkjandi fyrir t.d. mig að geta ekki kallað hana frábæra. Ég mun hins vegar ekki hika við að kalla hana skylduáhorf fyrir alla sem kunna að meta list þegar þeir sjá hana. Tarsem er greinilega að þróast sem kvikmyndagerðarmaður, og það er jafnvel enn forvitnilegra núna en áður að sjá hvað hann gerir af sér næst. Vona bara að handrit næstu myndar jafnist á við gæði sköpunargleðinnar.
7/10
Ein spurning samt:
Hvað hefur Tarsem svona mikið á móti hestum?? Hann saxaði einn harkalega í búta í The Cell og hér er einn látinn drukkna.
Að horfa á The Fall er eins og að horfa á grimman arthouse-blending af Galdrakallinum í Oz og The Princess Bride. Efnislega ber myndin mörg kunnugleg einkenni, en útlitslega er hún ólík nokkru öðru sem ég hef séð í mörg, mörg ár.
Indverski sérvitringurinn Tarsem Singh hefur loks sent frá sér aðra mynd, sem óhætt er að segja að ég beið lengi eftir að sjá (og getað nálgast - takk Laugarásvídeó!). Það var líka erfitt að sjá ekki undarlegu hæfileika hans í The Cell, sem kom út árið 2000. Sú mynd hafði alveg handritsgalla - sem The Fall gerir líka - en sjónrænt séð bjó hún yfir svo miklu brengluðu hugmyndaflugi að hálfa væri of mikið. Aðrir stílistar/hugmyndasmiðir, svosem Guillermo Del Toro og Terry Gilliam, líta út eins og Kevin Smith í samanburði við Tarsem. Ekki þó taka samanburðinn alvarlega, ég virði þá líka í klessu. Þetta er aðeins mín leið til að segja að Tarsem er alveg einstakur. Hvernig maðurinn leikur sér með suma rammana er alveg með ólíkindum. Notkun hans á litum, kameruhreyfingum, lýsingu og síðast en ekki síst búningum gefur orðinu "fantasía" glænýja merkingu. Ég djóka samt ekki með það þegar ég segi að The Fall bjóði upp á einhverja flottustu - og mest dáleiðandi - kvikmyndatöku sem ég hef á ævi minni séð.
Það er pínulítill "style over substance" bragur á þessari mynd, en það er óvenju fyrirgefanlegt þar sem augljóslega hefur mikill metnaður verið lagður í hana, og það sést að Tarsem hefur mikla umhyggju fyrir henni. Hvað söguna sjálfa varðar var ég því miður ekkert eitthvað brjálæðislega heillaður. Persónurnar fannst mér að vísu indælar og skemmtilegar, en sjálf frásögnin - þá sérstaklega í fantasíuatriðunum - var ógurlega samhengislaus á köflum, sem ég býst við að hafi verið viljandi, enda breytist "sagan" talsvert í gegnum myndina. Það hefði ekki nauðsynlega þurft að breyta því en að skrifa fantasíuna sem meira grípandi ævintýri hefði breytt mjög miklu. Ég fatta tilganginn með fantasíunni, og hún þjónar miklum tilgangi í raunverulega heimi myndarinnar, en þar sem hún tekur upp svo stóran hluta lengdarinnar hefði hiklaust mátt fínpússa hana aðeins betur. Endirinn, sem ég get ímyndað mér að virki vel á blaði, er líka ófullnægjandi á flestan hátt. Úrlausnin var fín, en kraftur sama og enginn.
Ef að The Fall er ekki kvikmynd sem hægt er að dást að, þá veit ég ekki hvað aðdáun er. Tarsem fjármagnaði stóran hluta af myndinni sjálfur og tók hana upp á heilum fjórum árum, í meira en 18 mismunandi löndum. Svo skilst mér að það séu engar tölvubrellur til staðar - sem e.t.v. gerir myndina aðdáunarverðari að útliti. Hún er sjónrænt listaverk í orðins fyllstu merkingu og það gerir það auðvitað pínu svekkjandi fyrir t.d. mig að geta ekki kallað hana frábæra. Ég mun hins vegar ekki hika við að kalla hana skylduáhorf fyrir alla sem kunna að meta list þegar þeir sjá hana. Tarsem er greinilega að þróast sem kvikmyndagerðarmaður, og það er jafnvel enn forvitnilegra núna en áður að sjá hvað hann gerir af sér næst. Vona bara að handrit næstu myndar jafnist á við gæði sköpunargleðinnar.
7/10
Ein spurning samt:
Hvað hefur Tarsem svona mikið á móti hestum?? Hann saxaði einn harkalega í búta í The Cell og hér er einn látinn drukkna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
29. júlí 2010