Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Happiness 1998

(Hamingja)

Frumsýnd: 27. ágúst 1999

134 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Fjöldi verðlauna og tilnefninga. Vann FIPRESCI Prize á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Vann Metro Media Award á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Tilnefnd til Golden Globe fyrir handrit.

Þegar ung kona hafnar allt of feitum vonbiðli inni á veitingahúsi, þá leggur vonbiðillinn álög á hana. Næst er fjallað um systur konunnar. Ein er hamingjusamlega gift kona sem á geðlækni fyrir eiginmann og þrjú börn. Til allrar óhamingju þá fer eiginmaður hennar að hafa óeðlilega mikinn áhuga á bekkjarbræðrum 11 ára sonar síns, og lætur sig dreyma... Lesa meira

Þegar ung kona hafnar allt of feitum vonbiðli inni á veitingahúsi, þá leggur vonbiðillinn álög á hana. Næst er fjallað um systur konunnar. Ein er hamingjusamlega gift kona sem á geðlækni fyrir eiginmann og þrjú börn. Til allrar óhamingju þá fer eiginmaður hennar að hafa óeðlilega mikinn áhuga á bekkjarbræðrum 11 ára sonar síns, og lætur sig dreyma um fjöldamorð í almenningsgarðinum, og fer að stunda sjálfsfróun yfir unglingatímaritum. Einn af sjúklingum hans elskar þriðju systurina, en ástin er ekki endurgoldin. Á meðan þá er hjónaband foreldra systranna að molna í sundur eftir 40 ára samband, þegar faðirinn fær nóg og vill lifa einsetulífi í Flórída. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er alveg yndislega fyndin og ógeðsleg,vissi reyndar ekkert við hverju var að búast,sá þessa mynd alveg svona hinsegin án þess að vita nokkuð um hvað hún fjallaði,reyndar bara af því að Philip S. Hoffman er í henni. Jújú,á köflum langaði mann alveg að kúgast,en svona er bara raunveruleikinn sums staðar í Bandaríkjunum!! Þeir ganga náttúrulega frekar langt hvað varðar siðferði og einstaklega svartur og ljótur húmor:D En það besta við myndina er náttúrulega hann Hoffman karlinn,hringjandi í dömur af handahófi úr símaskránni með hendurnar í klofinu spyrjandi þær í hvernig nærbuxum þær eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Happiness fjallar um venjulegt fólk sem er kannski ekki endilega með nein hversdagsleg vandmál. Það sem að leikstjórinn Todd Solondz er að gera með þessari mynd er að setja okkur í spor fólksins með svona vandamál því að það eru ekki allir með svona vandamál, mjög fræðilegt...Og í leiðinni að setja myndinna í þvílíkan svartan húmor, þessi mynd er alls ekki fyrir börn!!!Meira segja fullorðnir gætu blöskrað við sum atriðin. Allir leikaranir fara með snildan leik í myndinni á bakvið gott handrit og frábæra myndatöku. Húmorinn í myndinn er mjög svartur og þarf maður að taka vel eftir því þegar sum atriðin eru í gangi hvað er að ske og hvernig það er tekið og eitt mjög mikilvægt taka eftir hvernig tónlist er undir he he...Það væru ekki allir sem myndu taka þessari mynd opnum örmum hún er dállítið þung og rétt yfir tvo tíma. Mæli ég með að fólk sem er fyrir svona svartan húmor kíki á þessa mynd en hitt fólk sem vill horfa á myndir á borð við Scary Movie skuli ekki kíkja á þessa að vísu er dálítill svartur húmor í þeirri mynd en ekki jafn mikill og í Happienss. Fólk finnst almennt þessi mynd ekki fyndin heldur bara ógeðsleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Óborganlega fyndin mynd með kolsvörtum húmor og skemmtilegum persónum. Eitt glæsilegasta lokaatriði kvikmyndasögunnar!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ógeð og ekkert annað. Þarna er verið að velta sér upp úr ógeðslegustu kenndum mannsins og óeðli. Ég sé enga snilld tengda þessari mynd eins og kollegar mínir hér að framan. Þetta er þokkalegasta mynd fyrir verstu perra landsins, en fyrir þokkalega heilbrigt fólk er þetta viðbjóður. Puntur basta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

SNILLD. Í einu orði sagt. Þvílkík mynd. Einhver sú raunsæasta og besta mynd sem ég hef séð lengi. Við fylgjumst með lífi nokurra persóna sem að tengjast allar á einn eða annan hátt. Myndin vekur óhug, því er ekki að leyna en hún skilur gífurlega mikið eftir. Mjög svo átakleg og grábrosleg kvikmynd. Mæli eindregið með henni þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn