Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Prime Suspect 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi
104 MÍNEnska

Yfirrannsóknarlögreglukonan Jane Tennison hefur ítrekað verið sniðgengin þegar kemur að því að leiða morðrannsóknir. Þegar einn af samstarfsfélögum hennar í yfirrannsóknarlögreglunni fær hjartaáfall rétt áður en hann er tilbúinn að ákæra grunaðan mann, sér Jane tækifæri til að leiða morðrannsókn. En morðdeildin sem hún tekur við er fjandsamleg... Lesa meira

Yfirrannsóknarlögreglukonan Jane Tennison hefur ítrekað verið sniðgengin þegar kemur að því að leiða morðrannsóknir. Þegar einn af samstarfsfélögum hennar í yfirrannsóknarlögreglunni fær hjartaáfall rétt áður en hann er tilbúinn að ákæra grunaðan mann, sér Jane tækifæri til að leiða morðrannsókn. En morðdeildin sem hún tekur við er fjandsamleg í hennar garð, yfirmennirnir eru fúsir að stöðva rannsókn hennar, persónuleg sambönd hennar líða fyrir þráhyggju hennar gagnvart vinnunni og sá grunaði er enn á flótta. Jane hefur í nógu að snúast þegar hún og teymi hennar vinna sig í gegnum tölvugögn, vettvangsstörf, eltingaleiki, handtökur og játningar til að finna morðingjann.... minna

Aðalleikarar

Handrit


Þetta er bresk sjónvarpsmynd sem ég fékk lánaða frá foreldrum mínum. Þau voru búin að hypa þetta upp í bestu sakamálamynd allra tíma svo ég varð að prófa. Myndin er 3,5 klst. og ég horfði á hana í þremur hlutum. Sú frábæra leikkona Helen Mirren (The Queen) fer með aðalhlutverkið og er frábær eins og yfirleitt. Það var mjög gaman að sjá muninn á þessu og nútíma sjónvarpsefni. Í fyrsta lagi voru allir reykjandi öllum stundum. Yfirmaðurinn var líka oftast að drekka viskí í vinnunni eins og ekkert væri eðlilegra. Hún var óvenjuleg fyrir þær sakir að það var í raun bara einn grunaður fyrir morðin alla myndina, mjög skrítið. Ég var smá stund að fatta það en það er engin tónlist í myndinni sem er stórmerkilegt, ekki einu sinni einhver stef til að auka spennu. Það mikið jákvætt að segja um þessa mynd, t.d. um persónusköpun og hún nær að koma til skila þeim erfiðleikum sem konur áttu (eiga) við í karlaveldi. Mér fannst myndin þó óþarflega löng og ekki byggja upp næga spennu. Samt var miklu meira jákvætt en neikvætt og ég skemmti mér vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn