Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

State of Play 2009

Justwatch

Frumsýnd: 17. apríl 2009

Find The Truth

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Pólitíski spennutryllirinn State of Play gerist í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og segir frá Stephen Collins (Ben Affleck), þingmanni í neðri deild Bandaríkjaþings. Hann er á hraðri uppleið í pólitíkinni í borginni og stefnir að því að verða fulltrúi flokksins síns í næstu forsetakosningum. Þessu takmarki hans er ógnað þegar hjákona hans,... Lesa meira

Pólitíski spennutryllirinn State of Play gerist í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og segir frá Stephen Collins (Ben Affleck), þingmanni í neðri deild Bandaríkjaþings. Hann er á hraðri uppleið í pólitíkinni í borginni og stefnir að því að verða fulltrúi flokksins síns í næstu forsetakosningum. Þessu takmarki hans er ógnað þegar hjákona hans, sem einnig var aðstoðarkona hans, finnst látin. Ljóst er að dauða hennar bar að á voveiflegan hátt og eru andstæðingar Colins á hægri vængnum ekki lengi að nýta sér atburðinn til að sverta mannorð hans og ganga þar með frá pólitískum ferli hans eins fljótt og hægt er. Á sama tíma er blaðamaður Cal McCaffrey (Russell Crowe) að skoða að því er virðist ótengd morðmál, en er fenginn til að leysa málið. Þegar hann kynnist eiginkonu Collins (Robin Wright Penn) flækjast svo málin enn frekar. ... minna

Aðalleikarar

Hraður pólitískur þriller
State of Play er hraður pólitískur þriller þar sem mikið gerist á stuttum tíma. Ekki veitir af þeim rúmum tveimur klukkutímum sem sýningin stendur yfir þar sem handritið er byggt á sex klukkutíma breskri sjónvarpsseríu. Farið er þá skynsömu leið til að fá festu í atburðarásina að láta alla atburði gerast með beinni eða óbeinni þátttöku aðalpersónunnar Cal McAffrey (Russell Crowe).

McAffrey er harðjaxl í blaðamannastétt sem virðist hafa innkomu alls staðar í hið opinbera kerfi. Þessi innkoma hans kemur honum til góða þegar besti vinur hans, þingmaðurinn Stephan Collins (Ben Affleck) biður hann um að hjálpa sér við að komast úr miklum ógöngum, sem hann hefur lent í eftir að aðstoðarkona hans, sem hann hafði haldið við, lendir fyrir lest. Í fyrstu er talið að hún hafi framið sjálfsmorð, en ýmislegt bendir til að um morð hafi verið að ræða. McAffrey er fyrst og fremst blaðamaður og vinskapur hans við Collins og sú staðreynd að eitt sinn hélt hann við eiginkonu þingmannsins, kemur ekki í veg fyrir að hann ásamt ungri og metnaðarfullri blaðakonu fer að kryfja málið. Eftir því sem dýpra er grafið koma í ljós tengingar sem ekki eru beint til að auka vinskapinn milli þeirra félaga.

Góðir pólitískir þrillerar hafa ávallt verið í uppáhaldi og State of Play hefur marga kosti slíkra kvikmynda og fer myndin sérlega vel af stað þar sem stjórnmál og fréttamennska er í góðu jafnvægi. Það er ekki fyrr en atburðarásin verður flókin að stoðirnar fara að bresta og lausum endum fjölgar, sérlega verða pælingar blaðamannanna sundurlausar, sem örugglega hafa verið markvissari í bresku sjónvarpsseríunni. Þegar ég sat yfir State of Play þá rifjaðst smám saman upp fyrir mér að ég hafði séð bresku útgáfuna en mundi ekki það vel eftir henni að endirinn í myndinni kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. En þegar málið er til lykta leitt og hugsað er til baka þá er ljóst að skautað hefur verið með miklum hraða yfir atburði sem tengjast og þarfnast betri útskýringa.

Russell Crove er eins og gamall hippi í útliti og er sannfærandi blaðamaður sem vill frekar ata fingur sína í prentsvertu en að skrifa í netútgáfu. Var ég einna sáttastur við myndina þegar hún gerist á ritstjórninni þar sem ekkert er verið að fela að fyrirmyndin er The Washington Post. Þar ræður ríkjum Cameron Lynne sem Helen Mirren túlkar af sinni alkunnu snilld. Ben Affleck kemst ekki eins vel frá sínu hlutverki er óvenju sviplaus stjórnmálamaður miðað við mikilvægi þess sem hann er að gera.

Í heild er State of Play ágæt skemmtun og varla hægt að sakast við leikstjórann Kevin MacDonald (The Last King of Scotland) að hún skilji eftir sig slóð ósvaraðra spurninga, leikstjórn hans er örugg. Sjálfsagt hefur eitthvað efni lent í skærunum svo tveggja tíma lengdinni yrði fullnægt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.03.2012

Leikstjóri Warrior fer til Hvergilands

... Ásamt hjartaknúsaranum, Channing Tatum. Lítið er vitað um verkefnið, en nokkuð er þó ljóst: handritshöfundurinn Billy Ray -sem skrifaði m.a. State of Play og Breach- hefur ásamt Tatum verið að flakka um Hollywood með handrit sem hinga...

04.10.2011

J. J. Abrams með leyniverkefni

Fréttir voru að berast að Paramount hefði fest kaup á nýju verkefni frá J. J. Abrams og handritshöfundinum Billy Ray. Verkefninu er lýst sem "dularfullu ævintýri" og fyrir utan það vitum við ekkert um það. Það er ekki...

11.06.2010

Bourne Nr. 4 - nýjar útlínur

Aðdáendur njósnarans Jason Bourne, sem er nær ódrepandi nagli, geta farið að láta sig hlakka til því Universal vinnur hörðum höndum að fjórðu myndinni í seríunni, Bourne Legacy, en það er Óskarsverðlaunahafinn Ma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn