Náðu í appið
State of Play

State of Play (2009)

"Find The Truth"

2 klst 7 mín2009

Pólitíski spennutryllirinn State of Play gerist í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og segir frá Stephen Collins (Ben Affleck), þingmanni í neðri deild Bandaríkjaþings.

Rotten Tomatoes84%
Metacritic64
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Pólitíski spennutryllirinn State of Play gerist í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og segir frá Stephen Collins (Ben Affleck), þingmanni í neðri deild Bandaríkjaþings. Hann er á hraðri uppleið í pólitíkinni í borginni og stefnir að því að verða fulltrúi flokksins síns í næstu forsetakosningum. Þessu takmarki hans er ógnað þegar hjákona hans, sem einnig var aðstoðarkona hans, finnst látin. Ljóst er að dauða hennar bar að á voveiflegan hátt og eru andstæðingar Colins á hægri vængnum ekki lengi að nýta sér atburðinn til að sverta mannorð hans og ganga þar með frá pólitískum ferli hans eins fljótt og hægt er. Á sama tíma er blaðamaður Cal McCaffrey (Russell Crowe) að skoða að því er virðist ótengd morðmál, en er fenginn til að leysa málið. Þegar hann kynnist eiginkonu Collins (Robin Wright Penn) flækjast svo málin enn frekar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Andell EntertainmentUS
Universal PicturesUS
Working Title FilmsGB
StudioCanalFR
Relativity MediaUS

Gagnrýni notenda (1)

Hraður pólitískur þriller

★★★☆☆

State of Play er hraður pólitískur þriller þar sem mikið gerist á stuttum tíma. Ekki veitir af þeim rúmum tveimur klukkutímum sem sýningin stendur yfir þar sem handritið er byggt á sex ...