Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Recount 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The future of the nation was hanging by a chad.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics

Hér er sögð sagan af því sem gerðist fyrstu vikurnar eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2000 og endurtalning atkvæða í Flórída fór fram. Þar tókust á George W. Bush og Al Gore.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur. Sagan af Bush-Gore kosningunum árið 2000 er klárlega eitt af þeim tilvikum. Þessi mynd rekur atburðarrásina frá lokum kosningabaráttunnar til útnefningu forseta Bandaríkjanna. Í heimildarmynd á disknum er talað um hversu langt var gengið til að myndin yrði eins nákvæm og mögulegt var. Atburðarrásin er algjörlega með ólíkindum og manni verður beinlínis illt að horfa upp á hvernig menn spila með lýðræðið. Eins og þið munið þá var vandamálið að kosningaseðlarnir voru með fáranlega hönnunargalla. Bæði voru þeir villandi fyrir gamla fólkið í Flórída og svo þurfti að ýta pinna í gegnum blaðið þannig að laus flipi (chad) dytti af. Vandamálið var að hann hékk stundum á bláþræði og gatið lokaðist þegar miðanum var rennt í gegnum talningarvélina. Þar af leiðandi voru ógild atkvæði í Flórída um 175.000 talsins. Eftir talningu munaði 1.784 atkvæðum á Gore og Bush.

Það liggur í augum uppi að eina leiðin er að handtelja alla þessa ógildu seðla. Kosningastjórar Bush börðust hinsvegar hart á móti því og málið endaði í Hæstarétti. Þessir atburðir eru svo svakalegir og höfðu svo rosalegar afleiðingar að maður vill varla hugsa um það. Maður kemst hinsvegar ekki hjá því. Hefði Gore farið í Afganistan og Írak? Líklega ekki. Hverju hefði það breytt? Það er endalaust hægt að pæla í þessu. Í myndinni er sýnt að allar líkur bentu til þess að Gore hefði unnið kosningarnar. Af því að Flórída er með gamaldags kosningakerfi breyttist saga heimsins á dramatískan hátt.

Við erum með topp leikara. Kevin Spacey og Laura Dern fara á kostnum. Auk þess erum við með Denis Leary, John Hurt og Tom Wilkinson. Ég mæli með þessari mynd fyrir áhugasama, HBO klikkar seint.

“Ron Klain: How hard is it to punch a paper ballot?
Michael Whouley: It’s pretty God damn hard when you're eighty something years old, you're arthritic, and you're blind as a fucking bat. Unfortunately for us, blind fucking bats tend to vote Democratic.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn