Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur. Sagan af Bush-Gore kosningunum árið 2000 er klárlega eitt af þeim tilvikum. Þessi mynd rekur atburðarrásina frá lokum kosningabaráttunnar til útnefningu forseta Bandaríkjanna. Í heimildarmynd á disknum er talað um hversu langt var gengið til að myndin yrði eins nákvæm og mögulegt var. Atburðarrásin er algjörlega með ólíkindum og manni verður beinlínis illt að horfa upp á hvernig menn spila með lýðræðið. Eins og þið munið þá var vandamálið að kosningaseðlarnir voru með fáranlega hönnunargalla. Bæði voru þeir villandi fyrir gamla fólkið í Flórída og svo þurfti að ýta pinna í gegnum blaðið þannig að laus flipi (chad) dytti af. Vandamálið var að hann hékk stundum á bláþræði og gatið lokaðist þegar miðanum var rennt í gegnum talningarvélina. Þar af leiðandi voru ógild atkvæði í Flórída um 175.000 talsins. Eftir talningu munaði 1.784 atkvæðum á Gore og Bush.
Það liggur í augum uppi að eina leiðin er að handtelja alla þessa ógildu seðla. Kosningastjórar Bush börðust hinsvegar hart á móti því og málið endaði í Hæstarétti. Þessir atburðir eru svo svakalegir og höfðu svo rosalegar afleiðingar að maður vill varla hugsa um það. Maður kemst hinsvegar ekki hjá því. Hefði Gore farið í Afganistan og Írak? Líklega ekki. Hverju hefði það breytt? Það er endalaust hægt að pæla í þessu. Í myndinni er sýnt að allar líkur bentu til þess að Gore hefði unnið kosningarnar. Af því að Flórída er með gamaldags kosningakerfi breyttist saga heimsins á dramatískan hátt.
Við erum með topp leikara. Kevin Spacey og Laura Dern fara á kostnum. Auk þess erum við með Denis Leary, John Hurt og Tom Wilkinson. Ég mæli með þessari mynd fyrir áhugasama, HBO klikkar seint.
“Ron Klain: How hard is it to punch a paper ballot?
Michael Whouley: It’s pretty God damn hard when you're eighty something years old, you're arthritic, and you're blind as a fucking bat. Unfortunately for us, blind fucking bats tend to vote Democratic.”