Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Zombieland er einföld en stórskemmtileg gamanmynd um hvernig á að komast af í heimi sem uppvakningar eru búnir að leggja undir sig. Leikhópurinn er fámennur en öll standa sig með prýði þó að karakter Woody Harrelson sé ekki eins kraftmikill eða eftirminnilegur og hann hefði getað orðið. Ekkert miscast, bara hirðuleysi í handritinu. Annars bætir hann að vísu mikilli stjórnleysi í myndina - sem er að virka - þannig að það bætir það eitthvað upp. Mér fannst Zombieland fín skemmtun en einhvernveginn virkar hún svo áberandi tómleg og það vantar alla stefnu og plott. Þetta er bull en drulluskemmtilegt bull, fær alveg sæmileg meðmæli frá mér.
Stórskemmtileg
Zombieland titillinn gefur ekki til kynna mjög fyndna mynd en það er það hún. Myndin kemur skemmtilega á óvart og með rétta húmorinn er áhorfandinn hissa og hlæjandi alla myndina.
Zombieland fjallar um heim þar sem fólk hefur breyst í zombie og aðeins þeir hæfustu lifa af, þar á meðal eru tveir menn með viðurnefninn Columbus (vegna þess að hann er að fara þangað) og Tallahassee (sama ástæða). Þeir hittast þegar þeir eru báðir að reyna að flýja frá zombiunum hver á sinn hátt. Columbus er varfærinn og er með yfir 30 reglur sem eru mjög fyndnar um það hvernig á að takast á við þær. En Tallahassee er gamall kúreki sem finnst fátt skemmtilegra en að ráðast á zombiurnar með nýjustu skotvopnum. Þeir eru báðir mjög sérstakir en eiga það sameiginlegt að eiga engan að. Columbus á fjölskyldu en hefur aldrei náð tengslum við hana og veit ekki hvort hún er lifandi og segjist Tallahassee hafa misst hvolpinn sem var heimilið hans. Þeir hitta tvær stelpur sem að plata þá og ræna þá, þær heita Little-Rock og Krista (sem kemur fram seinna). Þá hefst eltingaleikur á milli þeirra en eftir að Columbus hafi komist að því að litlar líkur eru á að foreldrar hans séu á lífi. Þá stefna þau öll að skemmtigarði sem er zombiulaus. Á leiðinni kemur margt stórskemmtilegt upp á með heimsóknum frá mörgum zombium og Bill Murray.
Myndin kemur virkilega á óvart á stórskemmtilegan hátt og veitir fólki ekki af að sjá svona fyndna og skemmtilega mynd á dimmum vetrartímum.
Zombieland titillinn gefur ekki til kynna mjög fyndna mynd en það er það hún. Myndin kemur skemmtilega á óvart og með rétta húmorinn er áhorfandinn hissa og hlæjandi alla myndina.
Zombieland fjallar um heim þar sem fólk hefur breyst í zombie og aðeins þeir hæfustu lifa af, þar á meðal eru tveir menn með viðurnefninn Columbus (vegna þess að hann er að fara þangað) og Tallahassee (sama ástæða). Þeir hittast þegar þeir eru báðir að reyna að flýja frá zombiunum hver á sinn hátt. Columbus er varfærinn og er með yfir 30 reglur sem eru mjög fyndnar um það hvernig á að takast á við þær. En Tallahassee er gamall kúreki sem finnst fátt skemmtilegra en að ráðast á zombiurnar með nýjustu skotvopnum. Þeir eru báðir mjög sérstakir en eiga það sameiginlegt að eiga engan að. Columbus á fjölskyldu en hefur aldrei náð tengslum við hana og veit ekki hvort hún er lifandi og segjist Tallahassee hafa misst hvolpinn sem var heimilið hans. Þeir hitta tvær stelpur sem að plata þá og ræna þá, þær heita Little-Rock og Krista (sem kemur fram seinna). Þá hefst eltingaleikur á milli þeirra en eftir að Columbus hafi komist að því að litlar líkur eru á að foreldrar hans séu á lífi. Þá stefna þau öll að skemmtigarði sem er zombiulaus. Á leiðinni kemur margt stórskemmtilegt upp á með heimsóknum frá mörgum zombium og Bill Murray.
Myndin kemur virkilega á óvart á stórskemmtilegan hátt og veitir fólki ekki af að sjá svona fyndna og skemmtilega mynd á dimmum vetrartímum.
KLIKKUÐ mynd!
Það er afar vægt til orða tekið að segja að Zombieland sé brjálæðislega skemmtileg og ótrúlega fyndin mynd! Vegna þess að hún er það, og meira til. Í rauninni hef ég ekkert út á að setja við hana nema bara það að hún er of stutt. Ég hefði glaðlega getað étið upp auka hálftíma af öllu þessu rugli því ég hef ekki skemmt mér svona vel yfir hryllingsgamanmynd síðan Shaun of the Dead kom út. Ég skal meira að segja ganga svo langt með að segja að Zombieland sé skemmtilegri myndin af þeim tveimur. Ekki betri endilega, heldur skemmtilegri, klikkaðri og miklu hraðari. Annars eru myndirnar eitthvað svo ólíkar, bæði í keyrslu og húmor, að samanburðurinn er nokkuð ósanngjarn.
Þessi mynd er algjört hlaðborð af "offbeat" bröndurum og viðbjóði. Hún byrjar á stórkostlegu upphafsatriði - þar sem reglurnar um hvernig skal komast lífs af frá uppvakningum eru kynntar - og missir aldrei nokkurn tímann flæðið þangað til kreditlistinn tekur við. Ruben Fleischer (sem leikstýrir sinni fyrstu mynd - og lofar heldur betur góðu sem kvikmyndagerðarmaður) er ekkert að flækja neitt heldur hendir manni beint út í atburðarásina sem tekur enga stund að hrökkva sér í gang. Hann sér til þess að það sé alltaf stutt í blóð og brandara til að halda athygli áhorfandans, og tekst það svo sannarlega, sérstaklega þar sem að húmorinn hérna er alveg óborganlegur! Ég gæti, án gríns, talið upp heilan haug af minnisstæðum línum og atriðum sem að settu mig í kast (t.d. eitt sem fylgir ónefndri gestarullu), en ég læt það vera og leyfi ykkur sjálfum að komast að þeim. En treystið mér þegar ég segi að húmorinn gjörsamlega virkar og sem betur fer er hann heldur ekki eins lágkúrulegur og barnalegur og hann hefði léttilega getað orðið (enda amerísk mynd).
Það sem virðist samt hífa Zombieland hvað mest upp frá því að vera mjög skemmtileg upp í það að vera frábær er þessi óvænta persónusköpun sem hún býður upp á. Leikstjórinn kemur aldrei fram við persónur myndarinnar eins og þær séu pappafígúrur, fórnarlömb eða einungis ílát af bröndurum, heldur gerir hann það sem Judd Apatow hefur mikið gert að undanförnu með því að sýna að þær hafi einhvern almennilegan persónuleika og að það sé í raun hægt að vera allt annað en sama um þær. Þegar leið að lokaþriðjungi myndarinnar var ég orðinn undarlega tengdur þeim og var mér engan veginn sama um hver myndi lifa af eða deyja.
Leikararnir gera líka heilmikið fyrir þessar persónur og það hjálpar að hver og einn standi hressilega fyrir sínu svo persónusköpunin virki betur. Þessi sérstæði hópur af fjórmenningum einkennist af því að hver og einn er fyndinn á sinn hátt en einnig viðkunnanlegur. Woody Harrelson er samt klárlega sá sem stelur myndinni og hefur hann ekki verið svona fyndinn síðan hann lék í hinni stórlega vanmetnu Kingpin. Jesse Eisenberg er líka ungur maður sem vex stöðugt hjá mér í áliti með hverri mynd sem hann gerir. Hann er heldur ekkert of ýktur eða þreytandi sem dæmigerði lúðinn og útaf einhverjum ástæðum kann maður vel við hann frá fyrstu mínútu. Hann er einmitt nördinn sem Michael Cera vildi óska að hann væri! Emma Stone (eruð þið að grínast með það hvað hún hefur hitnað mikið síðan Superbad??) og Abigail Breslin spila einnig vel á móti hvor annarri sem og strákunum, og eru alls ekkert síðri en þeir.
Ég get ómögulega fullyrt annað en að Zombieland sé eðalafþreying fyrir þá sem hafa áhuga á svona löguðu. Hún gerir alveg merkilega mikið miðað við lítið fjármagn ($24 milljónir). Ég hefði alveg gefið myndinni meðmæli fyrir skemmtanagildið og húmorinn einan og sér, en þar sem myndin nær lúmskt til manns með persónunum tekst henni að vera eitthvað sem ég myndi nánast kalla skylduáhorf. Svo í þokkabót er hún alveg ótrúlega vel gerð og tekin upp, og t.d. þessi slow motion-skot sem hún kemur stöku sinnum með eru svakalega flott.
Einmitt þegar undirritaður gat ekki orðið meira þreyttur á zombie-myndum (sem hafa undanfarin ár spannað frá Dawn of the Dead-endurgerðinni til 28 Weeks Later og drasl C-mynda eins og Zombie Strippers), þá ryðst þessi inn eins og óboðinn gestur og breytir öllum fílingnum og skilur hvað mest eftir sig á endanum. En... eins og ég sagði: OF STUTT! Það er EINI gallinn, ekki nema maður telji heimskulegu gjörðir stelpupersónanna með í lokin, en ég sá það alltaf sem hluta af gríninu. En jæja... Betra að þrá meira heldur en að fá of mikið.
8/10 - Einhver annar geim í framhaldsmynd?
Það er afar vægt til orða tekið að segja að Zombieland sé brjálæðislega skemmtileg og ótrúlega fyndin mynd! Vegna þess að hún er það, og meira til. Í rauninni hef ég ekkert út á að setja við hana nema bara það að hún er of stutt. Ég hefði glaðlega getað étið upp auka hálftíma af öllu þessu rugli því ég hef ekki skemmt mér svona vel yfir hryllingsgamanmynd síðan Shaun of the Dead kom út. Ég skal meira að segja ganga svo langt með að segja að Zombieland sé skemmtilegri myndin af þeim tveimur. Ekki betri endilega, heldur skemmtilegri, klikkaðri og miklu hraðari. Annars eru myndirnar eitthvað svo ólíkar, bæði í keyrslu og húmor, að samanburðurinn er nokkuð ósanngjarn.
Þessi mynd er algjört hlaðborð af "offbeat" bröndurum og viðbjóði. Hún byrjar á stórkostlegu upphafsatriði - þar sem reglurnar um hvernig skal komast lífs af frá uppvakningum eru kynntar - og missir aldrei nokkurn tímann flæðið þangað til kreditlistinn tekur við. Ruben Fleischer (sem leikstýrir sinni fyrstu mynd - og lofar heldur betur góðu sem kvikmyndagerðarmaður) er ekkert að flækja neitt heldur hendir manni beint út í atburðarásina sem tekur enga stund að hrökkva sér í gang. Hann sér til þess að það sé alltaf stutt í blóð og brandara til að halda athygli áhorfandans, og tekst það svo sannarlega, sérstaklega þar sem að húmorinn hérna er alveg óborganlegur! Ég gæti, án gríns, talið upp heilan haug af minnisstæðum línum og atriðum sem að settu mig í kast (t.d. eitt sem fylgir ónefndri gestarullu), en ég læt það vera og leyfi ykkur sjálfum að komast að þeim. En treystið mér þegar ég segi að húmorinn gjörsamlega virkar og sem betur fer er hann heldur ekki eins lágkúrulegur og barnalegur og hann hefði léttilega getað orðið (enda amerísk mynd).
Það sem virðist samt hífa Zombieland hvað mest upp frá því að vera mjög skemmtileg upp í það að vera frábær er þessi óvænta persónusköpun sem hún býður upp á. Leikstjórinn kemur aldrei fram við persónur myndarinnar eins og þær séu pappafígúrur, fórnarlömb eða einungis ílát af bröndurum, heldur gerir hann það sem Judd Apatow hefur mikið gert að undanförnu með því að sýna að þær hafi einhvern almennilegan persónuleika og að það sé í raun hægt að vera allt annað en sama um þær. Þegar leið að lokaþriðjungi myndarinnar var ég orðinn undarlega tengdur þeim og var mér engan veginn sama um hver myndi lifa af eða deyja.
Leikararnir gera líka heilmikið fyrir þessar persónur og það hjálpar að hver og einn standi hressilega fyrir sínu svo persónusköpunin virki betur. Þessi sérstæði hópur af fjórmenningum einkennist af því að hver og einn er fyndinn á sinn hátt en einnig viðkunnanlegur. Woody Harrelson er samt klárlega sá sem stelur myndinni og hefur hann ekki verið svona fyndinn síðan hann lék í hinni stórlega vanmetnu Kingpin. Jesse Eisenberg er líka ungur maður sem vex stöðugt hjá mér í áliti með hverri mynd sem hann gerir. Hann er heldur ekkert of ýktur eða þreytandi sem dæmigerði lúðinn og útaf einhverjum ástæðum kann maður vel við hann frá fyrstu mínútu. Hann er einmitt nördinn sem Michael Cera vildi óska að hann væri! Emma Stone (eruð þið að grínast með það hvað hún hefur hitnað mikið síðan Superbad??) og Abigail Breslin spila einnig vel á móti hvor annarri sem og strákunum, og eru alls ekkert síðri en þeir.
Ég get ómögulega fullyrt annað en að Zombieland sé eðalafþreying fyrir þá sem hafa áhuga á svona löguðu. Hún gerir alveg merkilega mikið miðað við lítið fjármagn ($24 milljónir). Ég hefði alveg gefið myndinni meðmæli fyrir skemmtanagildið og húmorinn einan og sér, en þar sem myndin nær lúmskt til manns með persónunum tekst henni að vera eitthvað sem ég myndi nánast kalla skylduáhorf. Svo í þokkabót er hún alveg ótrúlega vel gerð og tekin upp, og t.d. þessi slow motion-skot sem hún kemur stöku sinnum með eru svakalega flott.
Einmitt þegar undirritaður gat ekki orðið meira þreyttur á zombie-myndum (sem hafa undanfarin ár spannað frá Dawn of the Dead-endurgerðinni til 28 Weeks Later og drasl C-mynda eins og Zombie Strippers), þá ryðst þessi inn eins og óboðinn gestur og breytir öllum fílingnum og skilur hvað mest eftir sig á endanum. En... eins og ég sagði: OF STUTT! Það er EINI gallinn, ekki nema maður telji heimskulegu gjörðir stelpupersónanna með í lokin, en ég sá það alltaf sem hluta af gríninu. En jæja... Betra að þrá meira heldur en að fá of mikið.
8/10 - Einhver annar geim í framhaldsmynd?
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony/Columbia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
23. október 2009
Útgefin:
18. febrúar 2010
VOD:
10. október 2019