Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Afskaplega hressandi hasarmynd með nóg af djúsí ofbeldi og blóðútshellingum frá leikstjóranum Robert Rodriguez. Fyrsta sinn sem Danny Trejo leikur aðalhlutverk og óhætt er að segja að hann er þvílíkt góður sem drápsmaskínan Machete, svalur og miskunnarlaus. Einnig koma fram í myndinni Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Jessica Alba, Cheech Marin o.fl. og koma bara vel út. Þó verður að segjast að maður nær ekki sögunni almennilega og hefði handritið verið aðeins skipulagðara hefði myndin kannski orðið ennþá betri. En ofbeldisins og hasarsins vegna auk snilldarframmistöðu hjá Danny Trejo tekst Machete að vera stórskemmtileg og fær pottþétt þrjár stjörnur.
Frábær vitleysa
Machete er mynd byggð á fake-traileri frá Grindhouse árið 2007. Myndin byrjar á kröftugu byrjunaratriði þar sem Machete heggur af marga hausa með sveðjunni sinni. Eftir það fer hún lengra í tímann og er frekar róleg í smá tíma en byrjar svo með látum.
Robert Rodriguez stóð sig vel og handritið er frábært, fyllt af heimskulegi ofbeldi og sjúklega fyndnum húmori. Sömuleiðis með leikstjórnina. Hasarinn er vel útfærður en annað má segja um tæknibrellur sem er þó bara í gríninu að mínu mati. Danny Trejo er hörkusvalur sem Machete og það er bara ómögulegt að hafa ekki gaman af því að sjá hann drepa fólk í tugatali.
Góð poppkornsmynd, hefði kannski mátt taka sig aðeins alvarlegri. Hún nær rétt svo áttunni. 8/10
Machete er mynd byggð á fake-traileri frá Grindhouse árið 2007. Myndin byrjar á kröftugu byrjunaratriði þar sem Machete heggur af marga hausa með sveðjunni sinni. Eftir það fer hún lengra í tímann og er frekar róleg í smá tíma en byrjar svo með látum.
Robert Rodriguez stóð sig vel og handritið er frábært, fyllt af heimskulegi ofbeldi og sjúklega fyndnum húmori. Sömuleiðis með leikstjórnina. Hasarinn er vel útfærður en annað má segja um tæknibrellur sem er þó bara í gríninu að mínu mati. Danny Trejo er hörkusvalur sem Machete og það er bara ómögulegt að hafa ekki gaman af því að sjá hann drepa fólk í tugatali.
Góð poppkornsmynd, hefði kannski mátt taka sig aðeins alvarlegri. Hún nær rétt svo áttunni. 8/10
Skemmtileg en samt ekki NÓGU skemmtileg
Ég þoli ekki þegar bíómynd LOFAR að vera massívt töff og brjáluð, en gefst síðan upp hálfa leið. Machete er nákvæmlega þannig mynd! Hún kemur manni réttan fíling strax í opnunarsenunni og allan tímann býst maður við því að hún haldi sig við það að vera yfirdrifin exploitation-þvæla. Svo byrjar myndin skyndilega að breytast í eitthvað allt annað. Áður en maður veit af því er titilkarakterinn farinn að koma sjaldnar fram og gera miklu minna en hann ætti að gera. Kúl-faktorinn helst nokkurn veginn stöðugur allan tímann en hann nær aldrei sama kalíberi í seinni hlutanum og hann gerði í þeim fyrri. Það vantar gjörsamlega þessa tilfinningu sem maður fékk t.d. fyrir ofbeldinu í The Expendables, Kick-Ass eða Taken, þar sem töffaraskapurinn var svo mikill að maður nánast stóð upp og klappaði. Hérna skemmti ég mér, en missti mig voða sjaldan.
Robert Rodriguez þarf nauðsynlega að hoppa aftur í Sin City-gírinn (hvar er framhaldið sem við áttum að vera löngu búin að fá??). Þar á hann séns á því að vera meistari í skemmtanagildi aftur. Hérna hefði maður haldið að hann hefði náð að koma með jafn skemmtilega og sturlaða ofbeldissúpu og Planet Terror, en það heppnaðist engan veginn. Inn á milli hefur Rodriguez leikstýrt hinni hræðilegu Shorts, ollið vonbrigðum með Predators (sem hann reyndar einungis framleiddi) og svo núna gerir hann nokkurn veginn það sama með Machete. Það er m.a.s. hálf skrítið að segja það, en ég fékk einhvern veginn meira út úr þriggja mínútna gervitrailernum (sem þessi mynd er augljóslega "byggð" á) heldur en allri myndinni.
Rodriguez dettur nokkurn veginn í sömu gryfju hér og þegar hann gerði Once Upon a Time in Mexico. Það er einfaldlega alltof mikil óreiða í gangi og persónufjöldi er alveg hreint absúrd. Myndin ætti einungis að snúast um bálreiðan Danny Trejo, en síðan hrúgast inn leikarar eins og Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Robert De Niro, Daryl Sabara, Cheech Marin, Steven Seagal, Jeff Fahey, Lindsay Lohan (sem greinilega leikur sjálfa sig) og Don Johnsson. Og þetta eru allt frekar mikilvægar rullur, en handritið hefði svo léttilega getað skorið burt helminginn af þessum persónum án þess að myndin hefði tapað einhverju minnisstæðu. Meira að segja illmennin eru þrjú eða fjögur að talsins, og það þykir frekar mikið fyrir svona einfalda ræmu. Leikararnir eru alls ekki slæmir (nema Alba – en hún lagfærir það með SJÓÐheitu skoti af henni í sturtu), en við komum ekki til að sjá þá, heldur Trejo – og síðan á einhver grúppa af aukaliði að fylgja með.
Ofbeldið er samt jafn safaríkt og maður vonast eftir, en það er alltof langt á milli slíkra sena stundum og auk þess flækist söguþráðurinn (sem er býsna pakkaður) alltof mikið fyrir því. Rodriguez notar líka plottið sem einhverja afsökun fyrir persónulega predikun á viðhorf Bandaríkjanna gagnvart innflytjendum. Við erum semsagt að tala um það að Machete, mynd sem ætti að snúast um blóð og hefnd, reynir í rauninni að vera einhvers konar væg pólitísk ádeila. Ekki kúl. Það var samt ekki það að plottið og predikunin pirraði mig eitthvað sérstaklega. Mér fannst hún bara ekki vera við hæfi í svokallaðri grindhouse-mynd.
Ég skal samt játa að að keyrslan er góð, klippingin fín og tónlistin öflug. Húmorinn ber síðan stóran hlunk af myndinni uppi og það er í raun honum að þakka að skemmtanagildið fer yfir meðallag. Ég mæli alveg lúmskt með Machete á endanum. Hún fær samt ekki þessi "sjáðu-hana-STRAX" meðmæli, eins og hún hefði átt að fá. Svona ágæt mynd til að grípa á leigunni (ef slíkar eru ennþá til!) við tækifæri en lítið meira en það.
6/10
Ég þoli ekki þegar bíómynd LOFAR að vera massívt töff og brjáluð, en gefst síðan upp hálfa leið. Machete er nákvæmlega þannig mynd! Hún kemur manni réttan fíling strax í opnunarsenunni og allan tímann býst maður við því að hún haldi sig við það að vera yfirdrifin exploitation-þvæla. Svo byrjar myndin skyndilega að breytast í eitthvað allt annað. Áður en maður veit af því er titilkarakterinn farinn að koma sjaldnar fram og gera miklu minna en hann ætti að gera. Kúl-faktorinn helst nokkurn veginn stöðugur allan tímann en hann nær aldrei sama kalíberi í seinni hlutanum og hann gerði í þeim fyrri. Það vantar gjörsamlega þessa tilfinningu sem maður fékk t.d. fyrir ofbeldinu í The Expendables, Kick-Ass eða Taken, þar sem töffaraskapurinn var svo mikill að maður nánast stóð upp og klappaði. Hérna skemmti ég mér, en missti mig voða sjaldan.
Robert Rodriguez þarf nauðsynlega að hoppa aftur í Sin City-gírinn (hvar er framhaldið sem við áttum að vera löngu búin að fá??). Þar á hann séns á því að vera meistari í skemmtanagildi aftur. Hérna hefði maður haldið að hann hefði náð að koma með jafn skemmtilega og sturlaða ofbeldissúpu og Planet Terror, en það heppnaðist engan veginn. Inn á milli hefur Rodriguez leikstýrt hinni hræðilegu Shorts, ollið vonbrigðum með Predators (sem hann reyndar einungis framleiddi) og svo núna gerir hann nokkurn veginn það sama með Machete. Það er m.a.s. hálf skrítið að segja það, en ég fékk einhvern veginn meira út úr þriggja mínútna gervitrailernum (sem þessi mynd er augljóslega "byggð" á) heldur en allri myndinni.
Rodriguez dettur nokkurn veginn í sömu gryfju hér og þegar hann gerði Once Upon a Time in Mexico. Það er einfaldlega alltof mikil óreiða í gangi og persónufjöldi er alveg hreint absúrd. Myndin ætti einungis að snúast um bálreiðan Danny Trejo, en síðan hrúgast inn leikarar eins og Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Robert De Niro, Daryl Sabara, Cheech Marin, Steven Seagal, Jeff Fahey, Lindsay Lohan (sem greinilega leikur sjálfa sig) og Don Johnsson. Og þetta eru allt frekar mikilvægar rullur, en handritið hefði svo léttilega getað skorið burt helminginn af þessum persónum án þess að myndin hefði tapað einhverju minnisstæðu. Meira að segja illmennin eru þrjú eða fjögur að talsins, og það þykir frekar mikið fyrir svona einfalda ræmu. Leikararnir eru alls ekki slæmir (nema Alba – en hún lagfærir það með SJÓÐheitu skoti af henni í sturtu), en við komum ekki til að sjá þá, heldur Trejo – og síðan á einhver grúppa af aukaliði að fylgja með.
Ofbeldið er samt jafn safaríkt og maður vonast eftir, en það er alltof langt á milli slíkra sena stundum og auk þess flækist söguþráðurinn (sem er býsna pakkaður) alltof mikið fyrir því. Rodriguez notar líka plottið sem einhverja afsökun fyrir persónulega predikun á viðhorf Bandaríkjanna gagnvart innflytjendum. Við erum semsagt að tala um það að Machete, mynd sem ætti að snúast um blóð og hefnd, reynir í rauninni að vera einhvers konar væg pólitísk ádeila. Ekki kúl. Það var samt ekki það að plottið og predikunin pirraði mig eitthvað sérstaklega. Mér fannst hún bara ekki vera við hæfi í svokallaðri grindhouse-mynd.
Ég skal samt játa að að keyrslan er góð, klippingin fín og tónlistin öflug. Húmorinn ber síðan stóran hlunk af myndinni uppi og það er í raun honum að þakka að skemmtanagildið fer yfir meðallag. Ég mæli alveg lúmskt með Machete á endanum. Hún fær samt ekki þessi "sjáðu-hana-STRAX" meðmæli, eins og hún hefði átt að fá. Svona ágæt mynd til að grípa á leigunni (ef slíkar eru ennþá til!) við tækifæri en lítið meira en það.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Robert Rodriguez, Ethan Maniquis
Handrit
Robert Rodriguez, Álvaro Rodriguez
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. október 2010
Útgefin:
24. febrúar 2011
Bluray:
24. febrúar 2011