Vægast sagt óhugnanleg.
"Paranormal Activity" er ekki ein af þessum venjulegu hryllingsmyndum sem maður sér nú til dags. Hún nýtir sér einmitt það óhugnanlegasta í hryllingsmyndum þ.e.a.s að hræða mann með þ...
"Don't See It Alone "
Katie og Micah eru ungt og nokkuð vel stætt par.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiKatie og Micah eru ungt og nokkuð vel stætt par. Eru þau tiltölulega nýflutt inn í fyrsta húsið sitt og virðist lífið brosa við því. Húsið virðist að öllu leyti venjulegt og selt sem hið fullkomna „upphafsheimili“ og er staðsett í rólegu úthverfi. Hins vegar hafa þau ekki búið lengi í því þegar þau fara að taka eftir því að það virðist einhvers konar andi eða nærvera vera búin að taka sér bólfestu í húsinu. Ásetningur þessa yfirnáttúrulega fyrirbæris er greinilega ekki mjög vinsamlegur og eru mestu lætin á nóttunni á meðan þau sofa, eða reyna það í það minnsta. Katie tekur þetta sérlega mikið inn á sig og vill að eitthvað sé gert til að losna við fyrirbærið. Því ákveða þau að reyna að komast til botns í málinu með því að festa upp myndavélar í íbúðinni til að taka upp það sem fram fer þegar þau sjá ekki til, en það sem kemur í ljós á upptökunum er ótrúlegra og skuggalegra en þau gátu ímyndað sér.



Independent Spirit Awards 2010: >Tilnefnd: Besta frumraun – Oren Peli
"Paranormal Activity" er ekki ein af þessum venjulegu hryllingsmyndum sem maður sér nú til dags. Hún nýtir sér einmitt það óhugnanlegasta í hryllingsmyndum þ.e.a.s að hræða mann með þ...
Gleymið rugli eins og The Haunting in Connecticut! Paranormal Activity er draugamynd sem heldur betur notar hráefnin rétt, og það gerir hún með aðeins $15,000 dollara framleiðslukostnaði, se...