Náðu í appið
67
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Paranormal Activity 2 2010

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. desember 2010

Last year you demanded it. But that was just the beginning.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
Rotten tomatoes einkunn 48% Audience
The Movies database einkunn 53
/100

Eftir að hafa upplifað það sem þau halda að sé röð af innnbrotum, þá setur fjölskylda upp öryggismyndavélar í kringum húsið sitt. Það verður til þess að þau uppgötva að það sem þau héldu að væri að gerast hjá þeim í raun, er annað og mun óheillavænlegra en virtist í fyrstu.

Aðalleikarar

Lúmsk skemmtun
Myndin er ekki framhald seinni myndarinnar heldur frekar forsaga eða saga samhliða hinni myndinni. Persónurnar úr fyrstu myndinni koma fram í þessari og er atburðarrás fyrri myndarinnar ágætlega flækt inni í þessa. Mér fannst myndin taka allt of langan tíma í að byggjast upp. Andrúmsloftið var ekki orðið drungalegt fyrr en langt inn í myndina, þegar hún var hálfnuð sem mér finnst frekar slappt og fyrri helmingurinn var eins og að horfa á Modern Family þátt að mínu mati, bara án húmorsins. Persónusköpunin var samt fín og atriðin vel leikin og skrifuð en vandamálið var bara hversu lengi hún var að byrja! Seinni helmingurinn er svo virkilega óhugnalegur og nokkur sjúk bregðuatriði (ekki einhverjar bregður bara fyrir gelgjur) eru mjög áhrifarík og þegar allar skúffur og allt opnaðist í eldhúsinu stoppaði hjartað mitt í smá.

Leikararnir standa sig furðuvel en pabbi var þó með slökustu frammistöðuna og var meira kvikmyndapersóna en raunveruleg persóna sem hin túlkuðu vel. Pabbinn var samt fín persóna en mamman og dóttirin stóðu sig aðeins betur. Allir hinir eru líka fín en Katie og Micah fá engan tíma til að leika aftur sama frábæra skjáparið og Katie fær langmestan skjátíma. Ég mæli alveg smá með þessari mynd og hún var alveg fín skemmtun en aðeins of lengi að byrja og endirinn var góður en seinustu mínútur voru mjög slappar og höfðu engan sjokkfaktor. Ég skil heldur ekki hvernig þessi cliffhanger getur fyllt heila mynd. En samkvæmt IMDb.com er þriðja á leiðinni í bíó í haust og Katie er með hlutverk í henni... 6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miklu villtari og klikkaðari en hin
Kannski er ég algjör asni fyrir að segja þetta en ég bara fílaði ekki fyrstu myndina svona illa eins og hinir, jú hún var rosalega sniðug og frekar krípí en þessi bara slær mann alveg út af laginu. Maður verður bara hálf taugaveiklaður eftir að hafa horft á hana. Ég svona án gríns skil fólk sem að var sett á hæli fyrir að hafa séð hana. Það sem að ég vill að gerist eftir hverja halloween. Saw fór algjörlega til helvítis eftir fyrstu myndina sem var alveg frábær, en ég hef af einnhverjum ástæðum mjög góða tilfinningu fyrir að þetta yrði góð sería (fimm myndir mabey?). Þá heimta ég að það yrði sami leikstjóri og handritshöfundar eins og með þessa.

Það sem ég kærði mig ekki alveg um var tvennt. Sumar persónurnar voru mjög óháhugaverðar eða bara leiðinlegar. Það mátti líka setja meira kjöt í endinn. Sagan er að þróast og ég er að deyja úr spenningi yfir þeirri næstu. Ég veit að þetta er stutt, en já meira er ekki hægt að segja nema horfið á myndina í botni með slökkt ljósin.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heldur þér vakandi... og mun gera það næstu nætur
Þegar ég sé hrollvekju sem ég verð rosalega hrifinn af þá verð ég alltaf kvíðinn fyrir þeim degi þar sem framhaldsmynd skýtur upp kollinum. Við vitum auðvitað öll að langflestar framhaldsmyndir í þessum geira eru skólabókadæmi um metnaðarlausar endurvinnslur. Ég var ekkert minna smeykur heldur þegar ég komst að því að Paranormal Activity 2 ætlaði að skipta sér af "sögu" fyrstu myndarinnar og reyna að byggja ofan á hana. Þetta hljómaði ekkert svo vel í fyrstu því eina ástæðan fyrir tilvist þessarar myndar er sú að sú fyrri breyttist skyndilega í óvæntan smell. Akkúrat núna er ég byrjaður að velta fyrir mér hvort örlög þessara mynda verði eitthvað í líkingu við Saw-seríuna, þar sem ein kemur á hverju ári og gæðin dala með hverju eintaki.

Ég bjóst við því versta áður en ég settist niður til að horfa á PA2, en fljótlega kom í ljós að ég var farinn að horfa á eitthvað sem hafði smá metnað á bakvið sig, og annað en margar framhaldsmyndir gera sem tilheyra geiranum þá ber þessi mikla virðingu fyrir forveranum og reynir að betrumbæta hann jafnvel með því að stækka út svokölluðu söguna með þessari mynd. Það er samt sem áður pínu hæpið að kalla þetta framhald því í rauninni er þetta forsaga. Ekki nema menn vilji vera ofurnákvæmir, því ef svo er þá er þetta 95% prequel-mynd og 5% framhaldssaga. Þið fattið hvað ég á við um leið og þið sjáið hana.

Helsti galli myndarinnar er samt einfaldlega sá að hún er meira af því sama. Það eru fáeinar breytingar í stíl (eins og það að fjölga kamerum með því að láta öryggismyndavélar bætast við - mjög áhrifarík tilbreyting) en annars er uppbyggingin alveg sú sama. Það sem gerir þetta að galla er að við sem áhorfendur erum núna orðin einu skrefi á undan frásögninni. Þegar ég sá fyrstu myndina hafði ég ekki hugmynd um við hverju átti að búast og hvenær, en núna veit maður hvað er verið að gera manni. Og með því að láta strúktúrinn vera eins er maður aðeins meira undirbúinn því sem er verið að hræða manni með. Ég hefði líka verið til í að sjá aðeins öflugri endi. Þetta litla "epilogue" í lokin gerir mann mjög spenntan um leið og það byrjar, en svo bara hættir myndin og við vitum í rauninni ekkert meira en við gerðum þegar fyrri myndin kláraðist. Hefði ekki verið sniðugt að bara klára þetta allt núna í stað þess að krefjast annarrar framlengingar? Ég efast um að Paranormal Activity 3 sé málið þar sem þessi er þegar búin að stela svo miklu úr sínum forvera.

Ég er samt alls ekki að tæta myndina í sundur þrátt fyrir nokkra alvarlega galla. Ég nefnilega fílaði hana frekar mikið! Og ástæðan fyrir því er ekki flóknari en að hún hélt mér vel vakandi allan tímann (og mun sjálfsagt gera það næstu nætur heima. Svekk!) og fullt af atriðum voru svo taugatrekkjandi og truflandi að hálfa væri nóg. Hræðslan svínvirkar og þær örfáu nýjungar sem stíllinn kemur með hindrar það að manni líði eins og maður sé að horfa á sömu mynd aftur. Alveg eins og nr. 1 gerði þá nær þessi oft að halda ótruflaðri athygli manns þrátt fyrir að ekkert sérstakt sé á seiði á skjánum, og það er útaf því að andrúmsloftið nær að móta ákveðna óþægindatilfinningu sem breytir manni í litla gelgju þegar óhljóðin byrja. Báðar PA-myndirnar virða líka þá klassísku reglu að betra er að sýna lítið sem ekkert. Áhorfandinn fyllir í eyðurnar með eigin ímyndunarveiki.

Ef þessi mynd hefði komið með örlítið beittari endi þá hefðu báðar myndirnar verið mjög sterkar saman og virkað sem tvær tengdar hrollvekjur. Í staðinn ákvað hún að fara "sequel bait" leiðina og það finnst mér vera heldur ódýrt. Ég mæli samt eindregið með þessari og tel hana hiklaust vera á meðal óþægilegri mynda sem ég hef séð síðan sú fyrri kom út.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.04.2016

Hendir símanum í frystikistuna

Kvikmyndafyrirtækið Saban Films hefur samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, keypt dreifingarréttinn í Bandaríkjunum að hroll-vísindatryllinum Cell, með þeim John Cusack, Samuel L. Jackson og Isabelle Fuhrman í aðalhlutverkum. ...

22.11.2012

Paranormal Activity 5 á leiðinni

Í kjölfar velgengni hryllingsmyndarinnar Paranormal Activity 4 nú í haust, þá hafa framleiðendur ákveðið að búa til fimmtu myndina í seríunni, Paranormal Activity 5. Fleira er ekki vitað að svo stöddu, nema að frumsýning er áætluð 25. október ...

09.01.2012

The Devil Inside vekur mikla athygli

Hrollvekjan The Devil Inside stal senunni vestanhafs um helgina en hún fór beint á toppinn yfir vinsælustu myndirnar í kvikmyndahúsum með 34,5 milljónir dollara í tekjur. Myndin hefur hlotið hroðalega dóma, 7% á RottenToma...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn