Aðalleikarar
Leikstjórn
Skemmtileg og fyndinn
Despicable Me er einstök og bráðskemmtileg teiknimynd sem er með svoldið kunnuglegan söguþráð en samt virkar mjög vel. Despicable Me er betur þekkt sem "Aulinn ég" er mynd sem enginn börn mega miss af.
Gru (Steve Carell) er krimmi sem vill verða stærsti glæpamaður allra tíma en hann Vector (Jason Segel) nær mjög vel að stoppa það því hann nær alltaf stærri glæpum en Gru. Gru reynir svo að stela tunglinu með "minnkara" sem hann er búinn að fá svo hann fer til Mr. Perkins
(Will Arnett) til að fá lán uppí geimskutlu til að stela tunglinu. Gru ættleiðir þrjár stelpur Margo (Miranda Cosgrove), Agnes (Elsie Fisher) og Edith (Dana Gaier) því hann er með plan því þær voru búnar að selja Vectori smá smákökur og hann Vector er með minnkarann svo þær hjálpa til að ná í minnkarann ánþess að vita af því svo þarf Gru að taka stóra ákvörunn um að láta stelpurnar fara aftur á hælið eða að fara beint til tunglsins.
Steve Carell hefur aldrei verið í neinu uppháldi hjá mér en þegar hann er Gru þá nær hann að sýna mér nýja hlið á sér. Svo þegar hann nær að vera þessi leiðinlegi Gru til þegar hann verður þessi góði fjölskyldumaður er alveg frábært. Russell Brand tekur þarna að sér hlutverkið Dr. Nefario og hann er Gru uppfinningamaður svo hann býr til allar græjur sem Gru þarf.
Despicable Me virkar fínt en samt ekkert svo mikið, þau ættu að geta gert betur en þetta þó þau gerðu allt þetta vel en ekki sitt besta. Jújú, hún er fínasta skemmtun og þá líka við um börnin þau ættu að hafa gamann af henni, nú þegar myndin er ætluð til þerra. Toy Story 3 og Despicable Me komu út á sama ári þannig að ég verð að segja það að Toy Story 3 sé miklu betri en Despicable Me að öllu leyti.
Einkunn: 7/10 - Flott mynd, virkar ekki eins vel og hún virðist vera en nær samt að vera góð. Steve Carell stendur sig með príði sem Gru og hann nær að gera sinn karakter alveg frábæran
Despicable Me er einstök og bráðskemmtileg teiknimynd sem er með svoldið kunnuglegan söguþráð en samt virkar mjög vel. Despicable Me er betur þekkt sem "Aulinn ég" er mynd sem enginn börn mega miss af.
Gru (Steve Carell) er krimmi sem vill verða stærsti glæpamaður allra tíma en hann Vector (Jason Segel) nær mjög vel að stoppa það því hann nær alltaf stærri glæpum en Gru. Gru reynir svo að stela tunglinu með "minnkara" sem hann er búinn að fá svo hann fer til Mr. Perkins
(Will Arnett) til að fá lán uppí geimskutlu til að stela tunglinu. Gru ættleiðir þrjár stelpur Margo (Miranda Cosgrove), Agnes (Elsie Fisher) og Edith (Dana Gaier) því hann er með plan því þær voru búnar að selja Vectori smá smákökur og hann Vector er með minnkarann svo þær hjálpa til að ná í minnkarann ánþess að vita af því svo þarf Gru að taka stóra ákvörunn um að láta stelpurnar fara aftur á hælið eða að fara beint til tunglsins.
Steve Carell hefur aldrei verið í neinu uppháldi hjá mér en þegar hann er Gru þá nær hann að sýna mér nýja hlið á sér. Svo þegar hann nær að vera þessi leiðinlegi Gru til þegar hann verður þessi góði fjölskyldumaður er alveg frábært. Russell Brand tekur þarna að sér hlutverkið Dr. Nefario og hann er Gru uppfinningamaður svo hann býr til allar græjur sem Gru þarf.
Despicable Me virkar fínt en samt ekkert svo mikið, þau ættu að geta gert betur en þetta þó þau gerðu allt þetta vel en ekki sitt besta. Jújú, hún er fínasta skemmtun og þá líka við um börnin þau ættu að hafa gamann af henni, nú þegar myndin er ætluð til þerra. Toy Story 3 og Despicable Me komu út á sama ári þannig að ég verð að segja það að Toy Story 3 sé miklu betri en Despicable Me að öllu leyti.
Einkunn: 7/10 - Flott mynd, virkar ekki eins vel og hún virðist vera en nær samt að vera góð. Steve Carell stendur sig með príði sem Gru og hann nær að gera sinn karakter alveg frábæran
Fyndin, skemmtileg og klisjukennd
Myndin er með því betra sem kom í bíó á þessu ári. Myndin er mjög vel gerð, allar persónur svolítið ýktar í útliti sem er mjög skemmtilegt. Húmorinn í myndinni er einnig frábær og gulu Minions standa klárlega upp úr í þeim málum. Hver einasta sena með þeim er klassík, það er erfitt að hlægja ekki að þeim og Dr. Nefario er einnig snilld! ,,I thought you said Boogie Robots''.
Steve Carrell nær Gru vel og rússneski hreimurinn hans er alls ekki asnalegur né of ýktur. Steve Russell og Jason Segel eru ógeðslega skemmtilegir í hlutverkunum sínum og sömuleiðis flestir aðrir.
Myndin er fyndin, ágætlega hlý en einnig klisjukennd þrátt fyrir ferska hugmynd. Samt mjög skemmtileg mynd og fær hún heilar átta stjörnur.
Myndin er með því betra sem kom í bíó á þessu ári. Myndin er mjög vel gerð, allar persónur svolítið ýktar í útliti sem er mjög skemmtilegt. Húmorinn í myndinni er einnig frábær og gulu Minions standa klárlega upp úr í þeim málum. Hver einasta sena með þeim er klassík, það er erfitt að hlægja ekki að þeim og Dr. Nefario er einnig snilld! ,,I thought you said Boogie Robots''.
Steve Carrell nær Gru vel og rússneski hreimurinn hans er alls ekki asnalegur né of ýktur. Steve Russell og Jason Segel eru ógeðslega skemmtilegir í hlutverkunum sínum og sömuleiðis flestir aðrir.
Myndin er fyndin, ágætlega hlý en einnig klisjukennd þrátt fyrir ferska hugmynd. Samt mjög skemmtileg mynd og fær hún heilar átta stjörnur.
Frábær fjölskyldumynd
Þrátt fyrir að vera 22 ára gamall viðurkenni ég það að mér finnst alltaf gaman að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og skella einni teiknimynd á og er ég viss um það að það muni seint breytast. Loksins ákvað ég að prófa Despicable Me enda er ég búinn að heyra lítið annað en hvað þessi mynd er skemmtileg og góð frá vinum (auk þess að hljóta góða dóma á IMDB)!
Myndin fjallar lauslega um illmennið Gru (Steve Carrell) sem þráir ekkert heitast enn að verða mesta illmennið á jörðinni og þar að leiðandi öðlast virðingu og ást frá móður sinni (sem er hægara sagt en gert). Hann ákveður að framkvæma eitt mesta illvirki sem nokkur saga hefur farið af: að stela tunglinu. Málin fara að flækjast þegar að 3 munaðarlausar stelpur koma í lífið hans og gera honum erfitt fyrir og auk þess ætlar illmennið Vector sér að stela tunglinu á undan Gru.
Ég skemmti mér alveg konunglega yfir þessari mynd og mæli ég eindregið með henni. Litlu gulu aðstoðarmenn Gru sáu algjörlega um hláturinn hjá mér og spila þeir góðan þátt í þessari mynd. Einnig var yngsta stelpan í hópnum, Agnes, alveg frábær og með sína krúttlegu rödd og speki.
Steve Carrell fær stórt hrós frá mér, hann hefur altlaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nær hann að fullkomna Gru með rödd sinni.
Hallið ykkur aftur og njótið.
Einkunn 9/10
Þrátt fyrir að vera 22 ára gamall viðurkenni ég það að mér finnst alltaf gaman að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og skella einni teiknimynd á og er ég viss um það að það muni seint breytast. Loksins ákvað ég að prófa Despicable Me enda er ég búinn að heyra lítið annað en hvað þessi mynd er skemmtileg og góð frá vinum (auk þess að hljóta góða dóma á IMDB)!
Myndin fjallar lauslega um illmennið Gru (Steve Carrell) sem þráir ekkert heitast enn að verða mesta illmennið á jörðinni og þar að leiðandi öðlast virðingu og ást frá móður sinni (sem er hægara sagt en gert). Hann ákveður að framkvæma eitt mesta illvirki sem nokkur saga hefur farið af: að stela tunglinu. Málin fara að flækjast þegar að 3 munaðarlausar stelpur koma í lífið hans og gera honum erfitt fyrir og auk þess ætlar illmennið Vector sér að stela tunglinu á undan Gru.
Ég skemmti mér alveg konunglega yfir þessari mynd og mæli ég eindregið með henni. Litlu gulu aðstoðarmenn Gru sáu algjörlega um hláturinn hjá mér og spila þeir góðan þátt í þessari mynd. Einnig var yngsta stelpan í hópnum, Agnes, alveg frábær og með sína krúttlegu rödd og speki.
Steve Carrell fær stórt hrós frá mér, hann hefur altlaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og nær hann að fullkomna Gru með rödd sinni.
Hallið ykkur aftur og njótið.
Einkunn 9/10
Alvöru barnamynd sumarsins
Despicable Me
Toy Story 3 og Shrek 4 hafa verið í aðalhlutverki þetta sumar sem barnamyndir, þó að ég nennti nú aldrei að fara á Shrek 4. Þannig að það má nú ekki segja að þetta sumar hafi verið voðalega barnvænt. Toy Story 3 var auðvitað algjört meistaraverk (en ég meina cmon, fyrir hvern var myndin? Okkur sem voru búin að bíða í 11 ár eftir henni, eða litlu krakkana sem vita varla hvað Toy Story er?), en samt dálítið slæmt að aðeins 2 myndir hafi verið á markaðnum (Nei Cats & Dogs 2 er ekki barnamynd, hún er hryllingsmynd). Síðasta föstudag var hinsvegar frumsýnd Despicable Me í 3-D! Lýsingarnar á myndinni höfðu engin áhrif á mig og var ég ekkert spenntur. Allt benti til að þetta yrði bara semí barnamynd með frægum leikurum í aðalhlutverki, síðan með viðbættri þrívídd bara til að láta fólk borga meira. Allir sem hugsuðu það sama og ég ættu að gleyma því núna. Steve Carrel og Jason Segel ljá raddir sínar frábærlega og húmorinn hittir beint í mark.
Gru (Steve Carrel) er ofur „villain“ (andstæða við ofurhetju) sem reynir stöðugt að fá hrós frá móður sinni með því að fremja stór rán, eins og t.d. Jumbo skjánum í Times Square. Það er hinsvegar ekki jafn auðvelt að vera óþokki eins og flestir búast við. Hann þarf að stjórna heilum her af litlum gulum vinnumönnum og brugga stór plön með hjálp Dr. Nefario (Russel Brand). Einn daginn uppgötvast það að það sé búið að stela heilum píramída frá Egyptalandi og Gru fréttir fljótt að ungur óþokki að nafni Vektor (Jason Segel) hafi rænt píramídanum. Ákveður þá Gru að ræna eitthverju miklu stærra, mánanum. Gru hefst þá starfa en með sterka samkeppni frá Vektor, sem nær svo að ræna frá honum lykilatriðinu í planinu, geisla sem getur minkað allt og alla. Þar sem öryggiskerfið hjá Vektor er svo sterkt þarf Gru að ættleiða 3 litlar stelpur til að aðstoða sig, en að vera orðin 3 barna faðir er ekki eins auðvelt og hann bjóst við.
Þessi saga hljómar voðalega, tja, ömurleg. Þetta hefur oft verið gert áður og er algjör týpísk „vondur-kall-lærir-af-mistökum-og-verður-góður“. En (athugið að þetta er stórt en) þó að þetta sé alveg ótrúlega klisjað, þá heppnast þetta alveg ótrúlega vel. Karakterarnir í myndinni eru allir svo einstakir og frábærir að þú gleymir alveg öllum klisjunum. Litlu gulu verurnar eru alveg einstaklega fyndnar og samt sem áður er þetta alveg ótrúlega mikill aulahúmor. En það er eitthvað við þessa litlu gulu kalla sem lætur aulahúmorinn vera 10 sinnum fyndnari en hann í raun og veru er, og má auðveldlega segja að þær séu fyndasti hlutinn við þessa mynd. Steve Carrel, Jason Segel og Russel Brand standa sig einnig allir ótrúlega vel og passa allir mjög vel við karakterana sína. Það kemur líka mjög á óvart að Steve Carrel gæti dottið í rússnenskan (?) hreim og þar að auki gert það svona vel. Litlu stelpurnar 3 eru líka frábærar og snúa lífinu hans Gru alveg við, til góðs.
3-D-ið í myndinni er alls ekki auglýsingabrella, þetta er þrívídd sem þú vilt borga til að sjá, treystu mér. Myndin lítur glæsilega út fyrir, en þrívíddin bætir hana margfalt. Fólkið sem sá um þrívíddina í t.d. Clash Of The Titans ættu að horfa á Despicable Me, fylgjast með og læra. Hlutir komu út úr skjánum, ég meina þeir voru beint fyrir framan þig, og alls ekki á óþæginlegan hátt. Þetta var gullfalegt. Ef að allar myndir væru með svona metnaðarfulla þrívídd þá væri 2-D markaðurinn farinn á hausinn. En Despicable Me kemur ótrúlega á óvart og slær mann beint fyrir neðan beltið. Hún er með aulahúmor sem allir ættu að geta hlegið af, elskulega karaktera (eini sem maður virkilega þolir ekki er Vektor, en hann er samt fyndinn) og klassíska sögu sem allir ættu að kannast við.
Einkunn : 8
Despicable Me
Toy Story 3 og Shrek 4 hafa verið í aðalhlutverki þetta sumar sem barnamyndir, þó að ég nennti nú aldrei að fara á Shrek 4. Þannig að það má nú ekki segja að þetta sumar hafi verið voðalega barnvænt. Toy Story 3 var auðvitað algjört meistaraverk (en ég meina cmon, fyrir hvern var myndin? Okkur sem voru búin að bíða í 11 ár eftir henni, eða litlu krakkana sem vita varla hvað Toy Story er?), en samt dálítið slæmt að aðeins 2 myndir hafi verið á markaðnum (Nei Cats & Dogs 2 er ekki barnamynd, hún er hryllingsmynd). Síðasta föstudag var hinsvegar frumsýnd Despicable Me í 3-D! Lýsingarnar á myndinni höfðu engin áhrif á mig og var ég ekkert spenntur. Allt benti til að þetta yrði bara semí barnamynd með frægum leikurum í aðalhlutverki, síðan með viðbættri þrívídd bara til að láta fólk borga meira. Allir sem hugsuðu það sama og ég ættu að gleyma því núna. Steve Carrel og Jason Segel ljá raddir sínar frábærlega og húmorinn hittir beint í mark.
Gru (Steve Carrel) er ofur „villain“ (andstæða við ofurhetju) sem reynir stöðugt að fá hrós frá móður sinni með því að fremja stór rán, eins og t.d. Jumbo skjánum í Times Square. Það er hinsvegar ekki jafn auðvelt að vera óþokki eins og flestir búast við. Hann þarf að stjórna heilum her af litlum gulum vinnumönnum og brugga stór plön með hjálp Dr. Nefario (Russel Brand). Einn daginn uppgötvast það að það sé búið að stela heilum píramída frá Egyptalandi og Gru fréttir fljótt að ungur óþokki að nafni Vektor (Jason Segel) hafi rænt píramídanum. Ákveður þá Gru að ræna eitthverju miklu stærra, mánanum. Gru hefst þá starfa en með sterka samkeppni frá Vektor, sem nær svo að ræna frá honum lykilatriðinu í planinu, geisla sem getur minkað allt og alla. Þar sem öryggiskerfið hjá Vektor er svo sterkt þarf Gru að ættleiða 3 litlar stelpur til að aðstoða sig, en að vera orðin 3 barna faðir er ekki eins auðvelt og hann bjóst við.
Þessi saga hljómar voðalega, tja, ömurleg. Þetta hefur oft verið gert áður og er algjör týpísk „vondur-kall-lærir-af-mistökum-og-verður-góður“. En (athugið að þetta er stórt en) þó að þetta sé alveg ótrúlega klisjað, þá heppnast þetta alveg ótrúlega vel. Karakterarnir í myndinni eru allir svo einstakir og frábærir að þú gleymir alveg öllum klisjunum. Litlu gulu verurnar eru alveg einstaklega fyndnar og samt sem áður er þetta alveg ótrúlega mikill aulahúmor. En það er eitthvað við þessa litlu gulu kalla sem lætur aulahúmorinn vera 10 sinnum fyndnari en hann í raun og veru er, og má auðveldlega segja að þær séu fyndasti hlutinn við þessa mynd. Steve Carrel, Jason Segel og Russel Brand standa sig einnig allir ótrúlega vel og passa allir mjög vel við karakterana sína. Það kemur líka mjög á óvart að Steve Carrel gæti dottið í rússnenskan (?) hreim og þar að auki gert það svona vel. Litlu stelpurnar 3 eru líka frábærar og snúa lífinu hans Gru alveg við, til góðs.
3-D-ið í myndinni er alls ekki auglýsingabrella, þetta er þrívídd sem þú vilt borga til að sjá, treystu mér. Myndin lítur glæsilega út fyrir, en þrívíddin bætir hana margfalt. Fólkið sem sá um þrívíddina í t.d. Clash Of The Titans ættu að horfa á Despicable Me, fylgjast með og læra. Hlutir komu út úr skjánum, ég meina þeir voru beint fyrir framan þig, og alls ekki á óþæginlegan hátt. Þetta var gullfalegt. Ef að allar myndir væru með svona metnaðarfulla þrívídd þá væri 2-D markaðurinn farinn á hausinn. En Despicable Me kemur ótrúlega á óvart og slær mann beint fyrir neðan beltið. Hún er með aulahúmor sem allir ættu að geta hlegið af, elskulega karaktera (eini sem maður virkilega þolir ekki er Vektor, en hann er samt fyndinn) og klassíska sögu sem allir ættu að kannast við.
Einkunn : 8
Eldgömul saga í ferskum umbúðum
Eftir Toy Story 3 geta allar aðrar teiknimyndir sem eftir eru á þessu ári farið að pakka saman og halda í hina áttina því sú mynd á seint eftir að vera toppuð í skemmtanagildi, húmor og hlýju. Despicable Me að vísu reynir að vera krúttleg og skemmtileg, og hún nær því markmiði bara þokkalega. Hún fær bónusstig fyrir óhefðbundna grunnhugmynd (teiknimynd sem fjallar um "vonda" kallinn sem dílar við aðra vonda kalla) en framvindan er rosalega háð klisjum og barnaskap.
Útlitið er samt svo sannarlega eitthvað til þess að dást að. Teiknistíllinn er æðislega öfgakenndur, litadýrðin mikil og persónur hæfilega ýktar í útliti (þoli ekki hvað margar tölvugerðar myndir reyna of mikið að vera photo-real), sem smellpassar við fjölskylduvæna tóninn. Karakterarnir eru sæmilega minnisstæðir þótt það séu eflaust langflestir hvort eð er að pæla í litlu gulu minion-köllunum, sem stálu hverri einustu senu, hvort sem þeir voru þrír á skjánum eða þrjátíu. Þessir gulu strumpar – sem virðast ekkert gera annað en að hlæja og lemja hvorn annan – hittu a.m.k. vel til mín með einfalda slapstick-húmor sínum og hlátur þeirra er bara einum of smitandi. Ég dýrka þá! Litla stelpan Agnes er líka algjört æði ("it's so FLUFFY!!")
Steve Carrell er fínn sem aðalkarakterinn Gru, sem fer í gegnum þessa týpísku Ebenezer Scrooge-breytingu, þar sem hann er algjör skíthæll í byrjun en lærir síðan að elska. Persónubreyting Grus er ekkert sérstaklega trúverðug að mínu mati, og mér tókst eiginlega aldrei að halda með honum. Handritið er líka svo leiðinlega fyrirsjáanlegt miðað við hvað söguþráðurinn lofar góðu í fyrstu. Hefði Despicable Me vandað sig betur með hjartnæmu augnablikin, haft aðeins betri húmor og aðeins meira hugmyndaflug, þá hefði hún getað verið algjör sigurvegari. Í staðinn er hún bara kjút afþreying en ekkert sem maður hugsar mikið um eftirá.
6/10 – Geggjuð þrívídd samt! Alls ekki fara fyrr en kreditlistinn er búinn. Krakkarnir eiga eftir að elska það sem kemur!
Eftir Toy Story 3 geta allar aðrar teiknimyndir sem eftir eru á þessu ári farið að pakka saman og halda í hina áttina því sú mynd á seint eftir að vera toppuð í skemmtanagildi, húmor og hlýju. Despicable Me að vísu reynir að vera krúttleg og skemmtileg, og hún nær því markmiði bara þokkalega. Hún fær bónusstig fyrir óhefðbundna grunnhugmynd (teiknimynd sem fjallar um "vonda" kallinn sem dílar við aðra vonda kalla) en framvindan er rosalega háð klisjum og barnaskap.
Útlitið er samt svo sannarlega eitthvað til þess að dást að. Teiknistíllinn er æðislega öfgakenndur, litadýrðin mikil og persónur hæfilega ýktar í útliti (þoli ekki hvað margar tölvugerðar myndir reyna of mikið að vera photo-real), sem smellpassar við fjölskylduvæna tóninn. Karakterarnir eru sæmilega minnisstæðir þótt það séu eflaust langflestir hvort eð er að pæla í litlu gulu minion-köllunum, sem stálu hverri einustu senu, hvort sem þeir voru þrír á skjánum eða þrjátíu. Þessir gulu strumpar – sem virðast ekkert gera annað en að hlæja og lemja hvorn annan – hittu a.m.k. vel til mín með einfalda slapstick-húmor sínum og hlátur þeirra er bara einum of smitandi. Ég dýrka þá! Litla stelpan Agnes er líka algjört æði ("it's so FLUFFY!!")
Steve Carrell er fínn sem aðalkarakterinn Gru, sem fer í gegnum þessa týpísku Ebenezer Scrooge-breytingu, þar sem hann er algjör skíthæll í byrjun en lærir síðan að elska. Persónubreyting Grus er ekkert sérstaklega trúverðug að mínu mati, og mér tókst eiginlega aldrei að halda með honum. Handritið er líka svo leiðinlega fyrirsjáanlegt miðað við hvað söguþráðurinn lofar góðu í fyrstu. Hefði Despicable Me vandað sig betur með hjartnæmu augnablikin, haft aðeins betri húmor og aðeins meira hugmyndaflug, þá hefði hún getað verið algjör sigurvegari. Í staðinn er hún bara kjút afþreying en ekkert sem maður hugsar mikið um eftirá.
6/10 – Geggjuð þrívídd samt! Alls ekki fara fyrr en kreditlistinn er búinn. Krakkarnir eiga eftir að elska það sem kemur!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Cinco Paul, Sergio Pablos, Ken Daurio
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
3. september 2010
Útgefin:
13. desember 2010