Artúr 2: Maltasar snýr aftur
2009
(Arthur et la vengeance de Maltazard)
Frumsýnd: 4. desember 2009
93 MÍNEnska
14% Critics Þegar myndin hefst er Artúr mjög hamingjusamur, af því að nú hefur tunglið gengið tíu hringi, sem þýðir að hann getur heimsótt land Mínímóanna á ný til að hitta prinsessuna Seleniu aftur. Mínímóarnir hafa undirbúið stóra móttökuveislu handa honum og prinsessan hefur klætt sig í sín fínustu föt. En sama dag og Artúr ætlar að fara tilkynnir faðir... Lesa meira
Þegar myndin hefst er Artúr mjög hamingjusamur, af því að nú hefur tunglið gengið tíu hringi, sem þýðir að hann getur heimsótt land Mínímóanna á ný til að hitta prinsessuna Seleniu aftur. Mínímóarnir hafa undirbúið stóra móttökuveislu handa honum og prinsessan hefur klætt sig í sín fínustu föt. En sama dag og Artúr ætlar að fara tilkynnir faðir hans fjölskyldunni það að hann ætli að stytta frí þeirra á heimili ömmu Artúrs fyrirvaralaust. Þegar þau eru að fara kemur könguló að Artúr og sendir honum neyðarboð, sem þýðir að Selenia er í stórhættu. Hann hikar ekki, heldur leggur þegar í stað upp í ferð til Mínímóanna, en þegar hann mætir á staðinn kemst hann að því að þeir sendu honum aldrei neyðarboð. Hver var að blekkja Artúr, og af hverju?... minna