Náðu í appið
Universal Soldier: Regeneration

Universal Soldier: Regeneration (2009)

Universal Soldier 3

"The ultimate weapons of the future are back!"

1 klst 37 mín2009

Hryðjuverkamenn undir stjórn hershöfðingjans Boris (Aki Avni) hafa rænt börnum rússneska forsætisráðherrans.

Metacritic70
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hryðjuverkamenn undir stjórn hershöfðingjans Boris (Aki Avni) hafa rænt börnum rússneska forsætisráðherrans. Þeir hafa einnig notað háleynilega tækni til að búa til næstu kynslóð ,,Universal"-hermannanna, sem eru bardagamenn og drápsvélar sem enginn getur stöðvað. Nýjasti UniSol-hermaðurinn (UFC þungavigtar-meistarinn Andrei ,,bolabítur" Arlovski) fer nú fyrir hryðjuverkamönnunum og saman ná þeir að stela kjarnaofninum úr Tjernobyl-kjarnorkuverinu. Þeir heimta að félögum þeirra verði sleppt úr haldi innan þriggja sólarhringa, annars búa þeir til geislavirkt ský úr kjarnorkuverinu sem mun hafa hræðilega afleiðingar í för með sér. Sá eini sem getur stöðvað þá er Luc Deveraux (Jean-Claude Van Damme), UniSol-hermaður sem hefur eytt síðustu árum í stífri þjálfun til að geta orðið venjulegur maður á ný. Ógnin við hryðjuverkamennina er þó svo mikil að hann er þjálfaður upp á nýtt sem drápsvél, svo hann geti komist inn í vel varið og stórhættulegt virki hryðjuverkamannanna. En Deveraux kemst að því að helsta hættan felst ekki í því að komast inn, heldur í því hvað - og hver - leynist innan veggja virkisins.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Foresight UnlimitedUS
Signature EntertainmentUS
Baumgarten Management and Productions (BMP)
Unisol 3 Distribution