mjög fín.
Ég sá upprunalegu myndina í fyrra. Var með skjávarpa í láni, smellti henni upp á vegg og vá, ég var með myndina á heilanum næstu daga. Mér fannst hún, hjartnæm, skemmtileg, falleg og s...
"Innocence dies. Abby doesn't. "
Spennumyndin Let Me In gerist í upphafi níunda áratugarins og segir frá hinum tólf ára gamla Owen, sem býr í afskiptum smábæ í Nýju-Mexíkó.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSpennumyndin Let Me In gerist í upphafi níunda áratugarins og segir frá hinum tólf ára gamla Owen, sem býr í afskiptum smábæ í Nýju-Mexíkó. Það gerist fátt í þessum bæ og því er fátt sem getur dregið athygli Owen frá því hversu afskiptur hann sjálfur er af foreldrum sínum og hversu illa er komið fram við hann í skólanum. Þar er hann lagður gegndarlaust í einelti af hrottum skólans og fær hann litla hjálp frá kennurum eða fjölskyldu. Líf Owens breytist svo skyndilega þegar fullorðinn maður og dóttir hans flytja inn í blokkina sem hann býr í. Hann kynnist dótturinni, Abby smám saman, en þau eru á sama aldri og myndast brátt vinskapur með þeim, vinskapur sem hann hefur ekki notið áður. Hún hjálpar honum að kljást við hrottana í skólanum og virðist búa yfir innri styrk sem Owen hrífst af. Hins vegar kemur einnig fljótlega í ljós að Abby er ekki eins og aðrir krakkar á hennar aldri, sér í lagi þegar kemur að því hvenær hún getur verið utandyra, hvernig heimilið hennar er og ekki síst hvað henni finnst gott að borða.
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÉg sá upprunalegu myndina í fyrra. Var með skjávarpa í láni, smellti henni upp á vegg og vá, ég var með myndina á heilanum næstu daga. Mér fannst hún, hjartnæm, skemmtileg, falleg og s...
Alveg þokkaleg “öðruvísi“ vampýrumynd um tólf ára gamlan strák(Kodi Smit Mcphee) sem eignast vinkonu(Chloe Moertz) sem reynist vera vampýra. Þrátt fyrir að Let Me In sé full hæg og k...
Ég, eins og svo margir aðrir, hata þá tilhugsun að hafa mikið rangt fyrir mér. Einhvern veginn á ég samt erfitt með að vera svekktur út í sjálfan mig núna því í þessu tilfelli borga...


