Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Kröftug, frumleg, góð.
Buried er mynd sem kom ekki í bíó á Ísland (eða ætlar að vera ári eftir á) og ég skil það ekki. Það er fullt af hræðilegum myndum í bíó í stað þess að sýna minni myndir sem eru margfalt betri. Ekki einu sinni Bíó Paradís sýndi þessa! Myndin fjallar um Paul Conroy, verktaka í Írak. Ég ætla ekki að segja meira um sögurþráðinn en myndin byrjar á því að Paul vaknar í líkkistu með penna, kveikjara og síma.
Það sem þarf til að gera svona takmarkaða mynd skemmtilega er fyrst og fremst handritið að mínu mati því þetta eru aðallega bara samtöl. Handritið hérna er mjög spennandi og vel unnið. Ég hafði oftast enga hugmynd um hvað myndi gerast næst. Næsta sem breytti miklu fyrir myndina var stíllinn og takan. Smá shaky-cam af og til sem lífgaði upp á myndina og mjööög mikið af nýjum sjónarhornum. Það er nánast aldrei sama sjónarhorn.
Ryan Reynolds er eini leikari myndarinnar sem sést á skjánum (eiginlega, þið fattið hvað ég meina ef þið sjáið myndina) og það er mikil pressa á honum að myndin verði ekki léleg. Hann stendur sig frábærlega og ég sé ekkert að frammistöðunni hans. Ég spyr mig bara... Hvar er Óskarstilnefningin hans? Frammistaðan hans er með því besta sem ég sá á 2010-bíóárinu.
(Mikill spoiler! Ekki lesa áfram ef þú vilt ekki vita endinn)
Ég er mjög sammála Tomma með endinn. Hann var að vísu mjög kröftugur og mér leið hræðilega illa að sjá Paul kafna í sandinum. Ég var reyndar búinn að lesa spoilerinn (get ekki sleppt að lesa texta í umfjöllun) en ég vonaði samt í endann að allt myndi lagast þegar Dan var á leiðinni að bjarga Paul og Paul var alveg að kafna honum. Svo kom twistið og ég hef aldrei vorkennt kvikmyndapersónu meira en í Buried. Það var eins og þetta væri ekki alvörunni endirinn og bara svona annar endir sem væri hægt að skoða á DVD.
(Spoiler búinn)
Frábært handrit og frábær Ryan Reynolds. Að mínu mati var lengdin fín og myndin var ekki lengi að byrja né enda. Tökustillinn og hvernig hann passaði við tónlistina var frábær. Ófullnægjandi endir og kannski pínulítið af endurtekningum í símtölunum. Mæli með þessari ef þú getur reddað hérna einhversstaðar.
8/10
Buried er mynd sem kom ekki í bíó á Ísland (eða ætlar að vera ári eftir á) og ég skil það ekki. Það er fullt af hræðilegum myndum í bíó í stað þess að sýna minni myndir sem eru margfalt betri. Ekki einu sinni Bíó Paradís sýndi þessa! Myndin fjallar um Paul Conroy, verktaka í Írak. Ég ætla ekki að segja meira um sögurþráðinn en myndin byrjar á því að Paul vaknar í líkkistu með penna, kveikjara og síma.
Það sem þarf til að gera svona takmarkaða mynd skemmtilega er fyrst og fremst handritið að mínu mati því þetta eru aðallega bara samtöl. Handritið hérna er mjög spennandi og vel unnið. Ég hafði oftast enga hugmynd um hvað myndi gerast næst. Næsta sem breytti miklu fyrir myndina var stíllinn og takan. Smá shaky-cam af og til sem lífgaði upp á myndina og mjööög mikið af nýjum sjónarhornum. Það er nánast aldrei sama sjónarhorn.
Ryan Reynolds er eini leikari myndarinnar sem sést á skjánum (eiginlega, þið fattið hvað ég meina ef þið sjáið myndina) og það er mikil pressa á honum að myndin verði ekki léleg. Hann stendur sig frábærlega og ég sé ekkert að frammistöðunni hans. Ég spyr mig bara... Hvar er Óskarstilnefningin hans? Frammistaðan hans er með því besta sem ég sá á 2010-bíóárinu.
(Mikill spoiler! Ekki lesa áfram ef þú vilt ekki vita endinn)
Ég er mjög sammála Tomma með endinn. Hann var að vísu mjög kröftugur og mér leið hræðilega illa að sjá Paul kafna í sandinum. Ég var reyndar búinn að lesa spoilerinn (get ekki sleppt að lesa texta í umfjöllun) en ég vonaði samt í endann að allt myndi lagast þegar Dan var á leiðinni að bjarga Paul og Paul var alveg að kafna honum. Svo kom twistið og ég hef aldrei vorkennt kvikmyndapersónu meira en í Buried. Það var eins og þetta væri ekki alvörunni endirinn og bara svona annar endir sem væri hægt að skoða á DVD.
(Spoiler búinn)
Frábært handrit og frábær Ryan Reynolds. Að mínu mati var lengdin fín og myndin var ekki lengi að byrja né enda. Tökustillinn og hvernig hann passaði við tónlistina var frábær. Ófullnægjandi endir og kannski pínulítið af endurtekningum í símtölunum. Mæli með þessari ef þú getur reddað hérna einhversstaðar.
8/10
Taugatrekkjandi atburðarás... oní kassa
Hvaða snillingi datt þetta í hug??
"Heyrðu, ég er með geðveika hugmynd að þriller! Við eyðum heilli bíómynd ofan í líkkistu þar sem einhver frægur leikari hefur ekkert við hendi nema GSM-síma, vasaljós, penna og kveikjara. Við tökum semsagt atriðið úr Kill Bill vol. 2 þar sem Uma Thurman er í svipuðum aðstæðum og mjólkum það í rúmar 90 mínútur."
Ég held að enginn framleiðandi gæti sagt nei við einhverju svona metnaðarfullu eða brjáluðu. Og ég sem taldi að Frozen gerðist á afmörkuðu svæði... Sú mynd er nú bara býsna epísk í samanburði við þessa. Ég held að það sé ómögulegt að segja að mynd gerist eitthvað mun takmarkaðri en þetta.
Buried hefur tvennt sem enginn getur dissað hana fyrir: Einstaklega frumlega grunnhugmynd og hátt í gallalausan leik frá Ryan Reynolds. Að fylgjast með honum taka hræðsluköst og liggja í símanum í einn og hálfan tíma er mun athyglisverðara en það hljómar. Handritið heldur manni við efnið og spennan sem byggist upp í gegnum þessa einföldu hugmynd er stundum óbærilega mikil. Við fáum líka nokkrar geysilega áhrifaríkar senur sem ekki bara sýna leikhæfileika Reynolds vel, heldur koma þær að manni eins og kröftugt högg í magann. Atriðið með símtalinu sem aðalkarakterinn (hver annar?) á í lokin við fulltrúa vinnunnar sinnar er gjörsamlega magnað. Svo fáum við jafnvel stutta en vel heppnaða "hasarsenu." Þið verðið bara að sjá það sjálf hvernig slík lýsing getur átt við mynd sem gerist ofan í kassa.
Helsti galli myndarinnar er samt býsna augljós, og takið eftir að ég hef tvisvar minnst á lengd myndarinnar hingað til. Þegar maður er með svona hugmynd er það ekkert annað en glæpur að fara langt yfir 70 mínútna markið. Það hefði léttilega verið hægt að raka 10-15 mínútur af atburðarásinni og ég held jafnvel að styttri lengd hefði gert myndina frábæra. Það er ekki eins og hún þurfti á aukamínútunum að halda til að koma því til skila að það er óþægilegt að vera fastur í líkkistu. Tilfinning innilokunarkenndarinnar er til staðar allan tímann, frá fyrsta atriðinu.
(ATH. Miklir spoilerar í eftirfarandi málsgrein. Öruggt er að hoppa beint í þá seinustu)
Það sem angraði mig samt mest var bláendirinn. Mér fannst hann á vissan hátt öflugur en á sama tíma ófullnægjandi. Það að láta Reynolds deyja gerði myndina fullgrimma upp að þeim punkti að gerir mann hálf pirraðan. Ég dýrka senuna þar sem hann ímyndar sér að hann finnst og sleppur út, en persónulega fannst mér svipað mátt gerast stuttu eftirá, án þess að það yrði draumur. Ástandið hjá Reynolds gerir það að verkum að hann öðlast svo mikla samúð frá manni að maður vill alls ekki sjá hann deyja, sérstaklega eftir senuna þar sem vinnufyrirtæki hans segir honum óbeint að hoppa upp í rassgatið á sér. Svo að auki neyddist hann til að saxa af sér puttann, og að láta myndina síðan enda með honum kaffærðum í sandi stuttu eftir hjartnæmt samtal við konuna sína er eiginlega einum of niðurdrepandi. Orðið svekkjandi og brútal kemst ekki nálægt því að lýsa þessu öllu. Að sjá þennan endi minnir mann á þau tilfelli þegar maður skoðar upprunalega enda á DVD diskum. Þið vitið, þessa sem voru skotnir en síðan eyddir út eða breyttir því þeir náðu aldrei að smella við heildina. Þessi er dálítið þannig. Ég hef ekkert á móti því þegar myndir enda illa ef það passar við söguna, en hér fannst mér allt mátt blessast í lokin. Jafnvel opinn endir hefði betur dugað. Það er eins og leikstjórinn sé aðeins of mikið að lesa yfir okkur hvað lífið getur oft ollið manni vonbrigðum.
Annars hvet sem flesta til að reyna að sitja í gegnum þessi óþægindi. Það reynir slatta á að horfa á myndina, og hún verður bara enn erfiðaðri til áhorfs með aðstoð Reynolds og undarlega fjölbreyttri myndatöku. Ég vissi ekki að til væru svona margar leiðir til að skjóta mynd eins einfalda og þessa. Buried er allavega ein af þessum myndum sem margir eiga eftir að tala um, hvort sem þeim fannst hún góð eða ekki. Hún er óneitanlega einstök og ég efa að það hafi verið auðvelt að skrifa hana eða taka hana upp, og það að hún hafi sloppið svona langt undan leiðindum er afrek í sjálfu sér.
7/10
Hvaða snillingi datt þetta í hug??
"Heyrðu, ég er með geðveika hugmynd að þriller! Við eyðum heilli bíómynd ofan í líkkistu þar sem einhver frægur leikari hefur ekkert við hendi nema GSM-síma, vasaljós, penna og kveikjara. Við tökum semsagt atriðið úr Kill Bill vol. 2 þar sem Uma Thurman er í svipuðum aðstæðum og mjólkum það í rúmar 90 mínútur."
Ég held að enginn framleiðandi gæti sagt nei við einhverju svona metnaðarfullu eða brjáluðu. Og ég sem taldi að Frozen gerðist á afmörkuðu svæði... Sú mynd er nú bara býsna epísk í samanburði við þessa. Ég held að það sé ómögulegt að segja að mynd gerist eitthvað mun takmarkaðri en þetta.
Buried hefur tvennt sem enginn getur dissað hana fyrir: Einstaklega frumlega grunnhugmynd og hátt í gallalausan leik frá Ryan Reynolds. Að fylgjast með honum taka hræðsluköst og liggja í símanum í einn og hálfan tíma er mun athyglisverðara en það hljómar. Handritið heldur manni við efnið og spennan sem byggist upp í gegnum þessa einföldu hugmynd er stundum óbærilega mikil. Við fáum líka nokkrar geysilega áhrifaríkar senur sem ekki bara sýna leikhæfileika Reynolds vel, heldur koma þær að manni eins og kröftugt högg í magann. Atriðið með símtalinu sem aðalkarakterinn (hver annar?) á í lokin við fulltrúa vinnunnar sinnar er gjörsamlega magnað. Svo fáum við jafnvel stutta en vel heppnaða "hasarsenu." Þið verðið bara að sjá það sjálf hvernig slík lýsing getur átt við mynd sem gerist ofan í kassa.
Helsti galli myndarinnar er samt býsna augljós, og takið eftir að ég hef tvisvar minnst á lengd myndarinnar hingað til. Þegar maður er með svona hugmynd er það ekkert annað en glæpur að fara langt yfir 70 mínútna markið. Það hefði léttilega verið hægt að raka 10-15 mínútur af atburðarásinni og ég held jafnvel að styttri lengd hefði gert myndina frábæra. Það er ekki eins og hún þurfti á aukamínútunum að halda til að koma því til skila að það er óþægilegt að vera fastur í líkkistu. Tilfinning innilokunarkenndarinnar er til staðar allan tímann, frá fyrsta atriðinu.
(ATH. Miklir spoilerar í eftirfarandi málsgrein. Öruggt er að hoppa beint í þá seinustu)
Það sem angraði mig samt mest var bláendirinn. Mér fannst hann á vissan hátt öflugur en á sama tíma ófullnægjandi. Það að láta Reynolds deyja gerði myndina fullgrimma upp að þeim punkti að gerir mann hálf pirraðan. Ég dýrka senuna þar sem hann ímyndar sér að hann finnst og sleppur út, en persónulega fannst mér svipað mátt gerast stuttu eftirá, án þess að það yrði draumur. Ástandið hjá Reynolds gerir það að verkum að hann öðlast svo mikla samúð frá manni að maður vill alls ekki sjá hann deyja, sérstaklega eftir senuna þar sem vinnufyrirtæki hans segir honum óbeint að hoppa upp í rassgatið á sér. Svo að auki neyddist hann til að saxa af sér puttann, og að láta myndina síðan enda með honum kaffærðum í sandi stuttu eftir hjartnæmt samtal við konuna sína er eiginlega einum of niðurdrepandi. Orðið svekkjandi og brútal kemst ekki nálægt því að lýsa þessu öllu. Að sjá þennan endi minnir mann á þau tilfelli þegar maður skoðar upprunalega enda á DVD diskum. Þið vitið, þessa sem voru skotnir en síðan eyddir út eða breyttir því þeir náðu aldrei að smella við heildina. Þessi er dálítið þannig. Ég hef ekkert á móti því þegar myndir enda illa ef það passar við söguna, en hér fannst mér allt mátt blessast í lokin. Jafnvel opinn endir hefði betur dugað. Það er eins og leikstjórinn sé aðeins of mikið að lesa yfir okkur hvað lífið getur oft ollið manni vonbrigðum.
Annars hvet sem flesta til að reyna að sitja í gegnum þessi óþægindi. Það reynir slatta á að horfa á myndina, og hún verður bara enn erfiðaðri til áhorfs með aðstoð Reynolds og undarlega fjölbreyttri myndatöku. Ég vissi ekki að til væru svona margar leiðir til að skjóta mynd eins einfalda og þessa. Buried er allavega ein af þessum myndum sem margir eiga eftir að tala um, hvort sem þeim fannst hún góð eða ekki. Hún er óneitanlega einstök og ég efa að það hafi verið auðvelt að skrifa hana eða taka hana upp, og það að hún hafi sloppið svona langt undan leiðindum er afrek í sjálfu sér.
7/10
Á ekki til orð....
...Til að lýsa þessari mynd. Aldrei bjóst ég við að mynd um mann sem grafinn er lifandi í kassa myndi vera jafn spennandi og halda manni jafn stíft við atburðarásina. Ég meina þessi mynd er bara með einn leikara og svo er það bara raddir í síma, og vá hvað hún tókst vel! ég var ekki að búast við miklu, enda dyrkar maður þegar myndir koma sér á óvart. Ryan Reynolds er flottur í kassanum, og nær algjorlega að halda þessu gangandi. Ég er ennþá dofinn eftir endirinn, mæli sterklega með þessari en ekki fyrir þá sem eru með mikla innilokunarkennd.
...Til að lýsa þessari mynd. Aldrei bjóst ég við að mynd um mann sem grafinn er lifandi í kassa myndi vera jafn spennandi og halda manni jafn stíft við atburðarásina. Ég meina þessi mynd er bara með einn leikara og svo er það bara raddir í síma, og vá hvað hún tókst vel! ég var ekki að búast við miklu, enda dyrkar maður þegar myndir koma sér á óvart. Ryan Reynolds er flottur í kassanum, og nær algjorlega að halda þessu gangandi. Ég er ennþá dofinn eftir endirinn, mæli sterklega með þessari en ekki fyrir þá sem eru með mikla innilokunarkennd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lionsgate
Kostaði
$1.987.650
Tekjur
$19.152.480
Vefsíða:
Aldur USA:
R