Náðu í appið
Rocky V

Rocky V (1990)

Rocky 5

"Go for it!"

1 klst 44 mín1990

Hnefaleikakappinn Rocky Balboa neyðist til að leggja boxhanskana á hilluna eftir að hafa orðið fyrir varanlegum heilaskaða í hringnum eftir mótherja sinn, Rússann Ivan Drago.

Rotten Tomatoes32%
Metacritic55
Deila:
Rocky V - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Hnefaleikakappinn Rocky Balboa neyðist til að leggja boxhanskana á hilluna eftir að hafa orðið fyrir varanlegum heilaskaða í hringnum eftir mótherja sinn, Rússann Ivan Drago. Rocky snýr heim eftir viðureignina og kemst þá að því að peningunum sem hann hafði unnið sér inn sem hnefaleikameistari hefur verið stolið og bókarinn hans er búinn að tapa þeim öllum í hlutabréfabraski. Þar sem hnefaleikaferli Balboa er lokið þá byrjar hann að þjálfa efnilegan boxara að nafni Tommy Gunn. Gunn yfirgefur Rocky þegar honum finnst hann ekki vera að hjálpa sér nóg og byrjar að æfa með nýjum þjálfara, Duke. Tommy vinnur alla þá titla sem hann stefnir á en fær samt ekki þá virðingu sem honum finnst hann eiga skilið. Hann vill fá útrás fyrir reiði sína í bardaga við Rocky, en þar sem Rocky er hættur í hnefaleikum, þá yrði þetta að vera götubardagi, sem gæti orðið lífshættulegur fyrir Rocky ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

United ArtistsUS
Metro-Goldwyn-MayerUS
Chartoff ProductionsUS
Winkler FilmsUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til sjö Razzie verðlauna, þ.á.m. sem versta mynd, versta handrit og versti leikur í aðalhlutverki hjá Stallone.

Gagnrýni notenda (4)

★★★☆☆

Mer finnst þetta slakasta myndin í þessu safni.. mér finnst bara dapurlegt hvernig þessi mynd endar :/ eina sem ég þarf að segja um þessa mynd!!!

★★★☆☆

Átti þetta vera lokamynd? Þetta er einfaldlega slátur miðað við Rocky og Sylvester Stallone ætti að skammast sín fyrir að skrifa svona slaka mynd.John G. Avildsen leikstýrir þessari mynd ...

Dapurlegur endir á Rocky myndunum. Fjallar um þegar Rocky kemur aftur til Bandaríkjana eftir að hafa barist við Ivan Drago í rússlandi. Rocky sem ekki getur barist meira vegna meiðsla by...