Náðu í appið
Cool Runnings

Cool Runnings (1993)

"One dream. Four Jamaicans. Twenty below zero."

1 klst 38 mín1993

Irving Blitzer svindlaði þegar hann setti auka lóð á bobsleða liðsins síns á Olympíuleikunum, sem varð til þess að gullverðlaunin voru tekin af honum og hann rekinn heim með skömm.

Rotten Tomatoes75%
Metacritic60
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Irving Blitzer svindlaði þegar hann setti auka lóð á bobsleða liðsins síns á Olympíuleikunum, sem varð til þess að gullverðlaunin voru tekin af honum og hann rekinn heim með skömm. Mörgum árum síðar þá nær Derice Bannock, sonur fyrrum vinar Irvings, ekki Ólympíulágmarkinu í 100 yarda spretthlaupi, vegna bjánalegs slyss. En þegar hann heyrir að Irving Blitzer býr á Jamaica eins og hann, þá ákveður Derice að fara samt á Óympíuleikana, og fyrst hann kemst ekki sem hlaupari, þá sem bobsleðamaður. Eftir byrjunarörðugleika þá er fyrsta jamaíska bobsleðaliðið búið til og stefnan sett á Vetrarólympíuleikana í Calgary í Kanada. Í frostkuldanum þar nyrðra er hlegið að þeim Derice, Sanka, Junior og Yul, þar sem enginn tekur bobsleðalið frá Jamaica, sem er auk þess með svindlara sem þjálfara, alvarlega. En liðsandinn og heilbrigt sjálfstraust gæti orðið til þess að þeir eigi eftir að koma á óvart á leikunu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Walt Disney PicturesUS

Verðlaun

🏆

Vann Golden Screen verðlaunin í Þýskalandi og tilnefnd í flokki fjölskyldumynda á Young Artist Awards.

Gagnrýni notenda (3)

★★★☆☆

Ég sá myndina Cool Runnings fyrir stuttu og ég bjóst við bara ágætri venjulegri gamanmynd, og það var rétt hjá mér þetta var bara ágæt venjuleg gamanmynd að mínu mati. Þessi mynd fja...

Þessi mynd er alveg mögnuð, hversu fyndið er það að fjórir dökkir menn frá Afríku, séu að keppa í bobsleigh keppni, sem er keppt á ís. John Candy er fínn í myndinni og hinir fjórir ...

Þræl skemmtileg mynd. Ég horfði á hana fyrst á breiðtjaldi í flugvél og skemmti mér konunglega eins og flestir aðrir um borð í rellunni. Candy heitinn var sérlega skemmtilegur leikari og...