I'm Still Here
2010
(I'm Still Here: The Lost Years of Joaquin Phoenix)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 12. nóvember 2010
He's done with Hollywood
108 MÍNEnska
52% Critics 48
/100 Árið 2008 tilkynnti Joaquin Phoenix, margverðlaunaður leikari og ein af ástsælustu stjörnum hvíta tjaldsins, að hann væri hættur að leika í kvikmyndum og hefði ákveðið að snúa sér að tónlistarferli í staðinn. Kvikmyndaunnendur um allan heim stóðu á öndinni og biðu í ofvæni eftir því að sjá hvort hann stæði við það, sem hann gerði svo sannarlega... Lesa meira
Árið 2008 tilkynnti Joaquin Phoenix, margverðlaunaður leikari og ein af ástsælustu stjörnum hvíta tjaldsins, að hann væri hættur að leika í kvikmyndum og hefði ákveðið að snúa sér að tónlistarferli í staðinn. Kvikmyndaunnendur um allan heim stóðu á öndinni og biðu í ofvæni eftir því að sjá hvort hann stæði við það, sem hann gerði svo sannarlega – eða hvað? Hann fór brátt að koma fram á litlum tónleikum þar sem hann afhjúpaði sig sem rappara, en þeir tónleikar fóru vægast sagt illa, Joaquin virtist bæði veruleikafirrtur og algerlega hæfileikalaus, lenti meira að segja í slagsmálum við áhorfendur, auk þess sem fréttir fóru að berast af undarlegri hegðun hans í kringum tónleikana. Var þetta kannski bara gabb?... minna