Þetta er snildar mynd með John Travolta(Pulp Fiction,Grease) og Christian Slater í Aðalhlutverkum. Christian Slater leikur Góða kallinn í sögunni og John Travolta Vonda kallinn.Þeir vinn...
Broken Arrow (1996)
"Prepare to Go Ballistic"
"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið.
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið. Majórinn Vic Deakins og Riley Hale höfuðsmaður eru flugmenn í flugher Bandaríkjanna sem er fengið það verkefni að fljúga B-3 sprengjuflugvél með tvo virka kjarnaodda yfir eyðimörk í Utah til að rannsaka geislavirkni. Ferðin fer í uppnám þegar Vic reynir að drepa Riley, og flugvélin brotlendir í eyðimörkinni. Kjarnaoddarnir voru útbúnir til að geta þolað brotlendingu. Áður en vélin brotlendir þá hoppa þeir Vic og Riley út úr vélinni í fallhlífum. Vic og hægri hönd hans Emmitt Kelly, stela kjarnaoddunum, og áforma að sprengja þá í Salt Lake City nema þeir fái 250 milljónir Bandaríkjadala frá ríkisstjórninni. Riley er týndur í eyðimörkinni og þjóðgarðsvörðurinn Terry Carmichael finnur hann og ákveður að hjálpa honum að finna Vic og Emmitt. Terry og Riley uppgötva fljótt að Vic ætli að senda kjarnaoddana í lest, en Vic er nú einungis með eina kjarnorkusprengju eftir að hinn kjarnaoddurinn springur innan í yfirgefinni koparnámu sem Vic notaði sem felustað. Terry og Riley uppgötva að Vic ætlar í raun að senda kjarnaoddinn til enn stærra skotmarks, til Denver borgar í Colorado, ekki til Salt Lake City. Mun þeim takast að stöðva lestina áður en hún kemur til Denver?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





















