Náðu í appið
Broken Arrow

Broken Arrow (1996)

"Prepare to Go Ballistic"

1 klst 48 mín1996

"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið.

Rotten Tomatoes53%
Metacritic61
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið. Majórinn Vic Deakins og Riley Hale höfuðsmaður eru flugmenn í flugher Bandaríkjanna sem er fengið það verkefni að fljúga B-3 sprengjuflugvél með tvo virka kjarnaodda yfir eyðimörk í Utah til að rannsaka geislavirkni. Ferðin fer í uppnám þegar Vic reynir að drepa Riley, og flugvélin brotlendir í eyðimörkinni. Kjarnaoddarnir voru útbúnir til að geta þolað brotlendingu. Áður en vélin brotlendir þá hoppa þeir Vic og Riley út úr vélinni í fallhlífum. Vic og hægri hönd hans Emmitt Kelly, stela kjarnaoddunum, og áforma að sprengja þá í Salt Lake City nema þeir fái 250 milljónir Bandaríkjadala frá ríkisstjórninni. Riley er týndur í eyðimörkinni og þjóðgarðsvörðurinn Terry Carmichael finnur hann og ákveður að hjálpa honum að finna Vic og Emmitt. Terry og Riley uppgötva fljótt að Vic ætli að senda kjarnaoddana í lest, en Vic er nú einungis með eina kjarnorkusprengju eftir að hinn kjarnaoddurinn springur innan í yfirgefinni koparnámu sem Vic notaði sem felustað. Terry og Riley uppgötva að Vic ætlar í raun að senda kjarnaoddinn til enn stærra skotmarks, til Denver borgar í Colorado, ekki til Salt Lake City. Mun þeim takast að stöðva lestina áður en hún kemur til Denver?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

The Mark Gordon CompanyUS
WCG Entertainment ProductionsUS

Gagnrýni notenda (1)

★★★★★

Þetta er snildar mynd með John Travolta(Pulp Fiction,Grease) og Christian Slater í Aðalhlutverkum. Christian Slater leikur Góða kallinn í sögunni og John Travolta Vonda kallinn.Þeir vinn...