Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Saga sem verður að segja. Mér fannst titillinn á myndinni hálf villandi. Hélt að hún mundi fjalla meira um Kim Jong-il en hún gerir það mjög lítið. Enda lítið hægt að segja um hann án þess að fara út í getgátur því hann er mjög einangraður. Í staðin er myndin röð af viðtölum við fólk sem hefur flúið Norður Kóreu á síðustu árum.
Ég hef haft töluverðann áhuga á Norður Kóreu síðustu ár, eða alveg frá því að ég sá Team America. Fyndið hvað Hollywood getur haft áhrif á mann. Spillingin þar í landi er algjör. Hlutirnir sem fólkið í viðtölunum var að vitna um var hrikalegt.
Myndin gefur smá yfirsýn yfir sögu Norður Kóreu en annars fer hún ekki út í mjög pólitíska hlið málsins heldur einbeitir sér að þessum sögum. Hvernig upplifun fólksins var á níunda áratuginum þegar íbúar landsins trúðu að forseti þeirra væri heilagur maður og óskeikull. Hvernig upplýsingaflæðið frá umheiminum var ekkert og hugmyndir þeirra um löndin í kring var spillt. Svo fór myndin að segja frá flótta fólksins inn í Kína, erfiðleika þeirra þar og hvernig vitundin í Norður Kóreu er smátt og smátt að breytast.