Náðu í appið
Öllum leyfð

Kimjongilia 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Love, Wisdom, Justice and Peace?

75 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Norður-­Kórea er eitt einangraðasta ríki veraldar. Íbúar landsins hafa í 60 ár verið undir alræðisstjórn, sem stýrir flæði allra upplýsinga inn í landið og út úr því. Í þessari mynd eru sagðar sögur af fólki sem hefur lifað af hryllilegar fangabúðir, gríðarlega hungursneyð og kúgun af öllu tagi.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Saga sem verður að segja. Mér fannst titillinn á myndinni hálf villandi. Hélt að hún mundi fjalla meira um Kim Jong-il en hún gerir það mjög lítið. Enda lítið hægt að segja um hann án þess að fara út í getgátur því hann er mjög einangraður. Í staðin er myndin röð af viðtölum við fólk sem hefur flúið Norður Kóreu á síðustu árum.

Ég hef haft töluverðann áhuga á Norður Kóreu síðustu ár, eða alveg frá því að ég sá Team America. Fyndið hvað Hollywood getur haft áhrif á mann. Spillingin þar í landi er algjör. Hlutirnir sem fólkið í viðtölunum var að vitna um var hrikalegt.

Myndin gefur smá yfirsýn yfir sögu Norður Kóreu en annars fer hún ekki út í mjög pólitíska hlið málsins heldur einbeitir sér að þessum sögum. Hvernig upplifun fólksins var á níunda áratuginum þegar íbúar landsins trúðu að forseti þeirra væri heilagur maður og óskeikull. Hvernig upplýsingaflæðið frá umheiminum var ekkert og hugmyndir þeirra um löndin í kring var spillt. Svo fór myndin að segja frá flótta fólksins inn í Kína, erfiðleika þeirra þar og hvernig vitundin í Norður Kóreu er smátt og smátt að breytast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn