Náðu í appið
Öllum leyfð

The Hunchback of Notre Dame 1996

(Hringjarinn í Notre Dame)

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Sögusviðið er París á 15. öld. Brúðugerðarmeistarinn Clopin segir söguna af góðhjartaða kroppinbaknum Quasimodo sem hefur það starf að hringja bjöllunum í Notre Dame dómkirkjunni í París. Quasimodo var nærri því drepinn sem ungabarn af Claude Frollo, dómsmálaráðherra. En Frollo var neyddur til þess af erkidjákna Notre Dame, að ala Quasimodo upp sem... Lesa meira

Sögusviðið er París á 15. öld. Brúðugerðarmeistarinn Clopin segir söguna af góðhjartaða kroppinbaknum Quasimodo sem hefur það starf að hringja bjöllunum í Notre Dame dómkirkjunni í París. Quasimodo var nærri því drepinn sem ungabarn af Claude Frollo, dómsmálaráðherra. En Frollo var neyddur til þess af erkidjákna Notre Dame, að ala Quasimodo upp sem sinn eigin son. Núna er Quasimodo orðinn ungur maður en Frollo hefur alla tíð falið Quasimodo fyrir umheiminum, og geymt hann í kirkjuturninum í Notre Dame. Á hátíðisdegi fíflanna eitt árið, ákveður Quasimodo að taka þátt í hátíðarhöldunum eftir að hafa fengið hvatningu frá vinum sínum Victor, Hugo og Laverne. Þar hittir hann líflega og skemmtilega sígaunastelpu sem heitir Esmeralda, og hinn myndarlega hermann Phoebus. Þau þrjú eiga það sameiginlegt að vera ósátt við grimmd Frollos, sem vill eyðileggja heimili sígaunanna í Miracle garði. Quasimodo þarf núna að vernda bæði Esmeröldu og sjálfa Notre Dame dómkirkjuna. ... minna

Aðalleikarar

dökk+músíkölsk= meistaraverk!
Þessi mynd var gerð á Disney blómaskeiðinu(1989-1999) og ég hef haft gaman af henni síðan ég sá hana fyrst þegar ég var krakki. Auðvitað fattaði ég myndina ekki alveg en það er venjulegt. Þessi mynd er mjög flókin fyrir litla krakka, þau vita fæst hvað sígaunar eru og svo eru sterkar ofbeldis og kynlífsvitnanir í henni. Að hún var gerð af disney furðar mig. Nú eru 15 ár síðan hún kom út. Ég skilhana miklu betur núna og þar með er hún miklu skemmtilegri núna. Þessi mynd er í stuttu máli sagt um krypplinginn Kvasímódó sem presturinn Kári (Frollo) ættleiddi í skömm eftir að hafa drepið móður hans sem var sígauni. Hann búinn að vera fóðraður lygasögum um samfélagið en dreymir samt um að vera einn af því, þar sem Kári er búinn að læsa hann inní bjölluturni Notre Dame. Hann hittir sígaunastelpuna Esmeröldu þegar hann stelst út á hátíð sem verður góð vinkona hans. Hann og Esmeralda berjast við Kára því að hann hefur þá áætlun að drepa alla sígauna í París. Myndin Þessi mynd er ein af dekkstu myndum disney en hefur samt smá smotterí sem krakkarnir hafa gaman af(enda er þetta disney mynd,bannað að gleyma því!). Myndin er lauslega byggð á skáldsögu og mörgum leiknum myndum sem eru líka byggðar á henni. Það er stór galli hvað Kvasímódó er breytt í myndinni. Hann er ekkert svo vanskapaður því mér fannst hann svo mikil dúllumús(og geri það enn). Svo í bókinni er hann líka illa andlega þroskaheftur en hér er hann vel greindur.
**oggulítill spoiler**
Svo var myndinni auðvitað gefið góðan endi því auðvitað viljum við ekki sjá Esmeröldu deyja, sem lætur grey Kvasí svelta sig og "beinagrindur þeirra verða að dufti hlið við hlið" eins og í bókinni. Annars hefur myndin þrusugóða tónlist, gæsahúð út í eitt. Besta lagið er að mínu mati vona-kalls lagið hans Kára. Þar sem hann lýsir losta sínum yfir Esmeröldu.

þrusugóð mynd
9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Háalvarleiki Disney
Razzie-verðlaunin hafa oft verið einstaklega sérstök. T.d. á síðasta ári voru venjulegar sumarmyndir með litlar gáfur (G.I. Joe, Transformers 2) tilnefndar í staðinn fyrir miklu verri myndir eins og Street Fighter: The Legend of Chun-Li og þeir hafa oft komið með tilgangslaus verðlaun (versta afsökun hryllingsmyndar/grínmyndar/unglingamyndar). En fyrir mér hafa alltaf þrennt verið sérstakasta sem þeir hafa tilnefnt: Versta skjápar (Brad Pitt og Tom Cruise í Interview with the Vampire), versti leikstjóri (Stanley Kubrick fyrir Shining, fullt af ruglandi/óútskýrðum hlutum í henni en alls ekki slæm leikstjórn) og versta handrit hjá mynd sem græddi meira en 100 milljón dala (The Hunchback of Notre Dame).

Handritið í Hunchback of Notre Dame var alls ekki neitt meistaraverk, nema ef maður tekur textanna úr lögunum með, sérstaklega illmennislaginu. Og hefðu verið fleiri vinsælar myndir þetta ár hefði hún áreiðanlega ekki verið tilnefnd.

En áður en ég missi mig í að tala um allt annan hlut, þá kom Hunchback of Nore Dame mér fullmikið á óvart. Hún var virkilega vel unnin í alla staði: karakterarnir, tónlistin, útlitið og skilaboðin sem eru sett í hana (en ekki klínt yfir fólk eins og sumar myndir gera). En það sem gerir hana betri en margar aðrar Disney-myndir er að hún er áreiðanlega sú alvarlegasta. Hún er það sem Lion King og Pocahontas vildu vera, þrátt fyrir að fyrri myndin hafði alveg góðan alvarleika. Hún hefur þar að auki mörg epísk atriði, sérstaklega í endanum.

Ég vil benda á að ég hef ekki lesið upprunalegu bókina eftir Victor Hugo svo að ég get ekki borið hana saman við myndina. Myndin fékk eitthvað af neikvæðum dómum yfir því hversu ólík hún er bókinni, en það er langt síðan að ég hætti að dæma mynd eftir því hvernig upprunalega útgáfan (hvort sem það er bók/tölvuleikur/endurgerð/annað) er, þó ég virði auðvitað margar myndir sem gera það (ein af mörgum ástæðum af hverju mér finnst fyrstu tvær Harry Potter myndirnar vera bestar). Ef myndin er góð, þá á ekki að skipta máli hvernig hið upprunalega var (T.d. þá er sjötta HP myndin ekki langt á eftir hinum tveimur).

Fjóru aðalkarakterarnir eru ekki beinlínis frumlegir en allar hafa einhverja dýpt í sér. Quasimodo (sem er talaður af þeim sem lék Mozart í Amadeus, Tom Hulce) nær strax að láta mann finna til með honum og það bætist alltaf eitthvað við út myndina. Hann talar aldrei við neinn nema mann sem hatar hann (Frollo), er hræðilega niðurlægður þegar hann fer úr turninum, er hrifinn af stelpu sem er ekki hrifin af honum og trúir því að mamma hans yfirgaf hann. Eins og Pocahontas, þá er bætt við aldur á Esmeralda (töluð af Demi Moore), en hún var 16 ára í upprunalegu sögunni. Hún vill ekkert annað en að hennar fólk, sígaunar, fái réttlæti og sömu meðferð og annað fólk, en þau fá ekkert annað en hatur, fordóma og stundum morð frá æðstu stéttinni. Phoebus er mikið breytt frá bókinni, en hérna er hann hermaður sem telur dómgreind Frollo vera ranga og fer líka að berjast fyrir réttlæti sígauna.

En ef það er eitt atriði sem lætur myndina vera eins myrka og alvarlega og hún er þá er það illmennið, Claude Frollo, einn af bestu illmennum Disney og síns áratugar. Í fyrstu mínútum myndarinnar fangar hann 3 sígauna, drepur nýorðna móður (og það er sýnt, ólíkt MÖRGUM Disney-myndum), reynir að drepa barnið hennar, Quasimodo, ákveður að halda því í kirkjuturni Notre Dame, segir að mamma hans yfirgaf hann... og þetta er bara byrjunin. Hann byrjar að fá þráhyggju yfir Esmeralda sem verður svo mikil að hann mun annaðhvort nauðga henni eða drepa hana, eins og hann lýsir í laginu sínu Hellfire, einu öflugasta atriði Disney fyrr og síðar. Og á meðan þetta allt gengur á telur hann að hann sé góður kristinn maður.

Á meðan lögin eru frekar góð, þá er tónlistin frábær og epísk. Það er samt fyndið að tvö bestu lögin hafa svipaðan hluta (eini munurinn er dúr og moll): Hellfire og byrjunarlagið (og næst þegar þið horfið á það atriði reynið þá að hlusta hversu ótrúlega langur og hár endatóninn er, VÁ).

En ég get samt ekki gefið þessari mynd fullkomið hrós. Aðalgalli myndarinnar eru stytturnar sem eru með Quasimodo, sem eyðileggja alvarlega tóninn mikið, sérstaklega í laginu þeirra sem gerir nær ekkert annað en að vera eins og öll lögin sem Andinn úr Aladdin söng. En til að verja þetta smávegis þá eru þeir ekki mikið í myndinni, veita Quasimodo stuðning og það eru einhverjar líkur á því að allt sem þær gera er í haunsum á Quasimodo (sem lætur mann líða miklu verr fyrir hann, sérstaklega þar sem hann virðist bera stytturnar).

Hefði þessi galli ekki verið hefði myndin verið örugg nía og ein alvarlegasta teiknimynd sem ég hef séð. En því miður get ég ekki gefið henni meira en öfluga áttu. Eins og er, er þetta fimmta besta myndin frá þessu fyrirtæki (og ég á eftir að tala um eina aðra sem er betri fljótlega)

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn