Náðu í appið
Öllum leyfð

Beauty and the Beast 1991

Justwatch

Frumsýnd: 17. febrúar 2012

The most beautiful love story ever told.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 95
/100

Myndin fjallar um hina ungu og fögru Bellu sem finnur drungalegan kastala úti í skógi þegar hún týnist, en í kastalanum leynist illgjarnt og ljótt skrímsli. Skrímslið reynist vera prins í álögum, en þau liggja á honum vegna eigingirni sinnar og sjálfselsku og verður ekki aflétt fyrr en honum tekst að finna manneskju til að elska sig. Ásamt honum er allt þjónustufólkið... Lesa meira

Myndin fjallar um hina ungu og fögru Bellu sem finnur drungalegan kastala úti í skógi þegar hún týnist, en í kastalanum leynist illgjarnt og ljótt skrímsli. Skrímslið reynist vera prins í álögum, en þau liggja á honum vegna eigingirni sinnar og sjálfselsku og verður ekki aflétt fyrr en honum tekst að finna manneskju til að elska sig. Ásamt honum er allt þjónustufólkið í álögum sem ýmiss konar áhöld, en það einsetur sér að hjálpa Bellu að finna hið góða í skrímslinu og aflétta álögunum áður en það verður of seint...... minna

Aðalleikarar

No one gives less than 10 to Gaston
Fyrir þá sem hafa ekki séð myndina þá eru nokkrir hlutir í þessari gagnrýni sem eru svolítið ruglandi.

Beauty and the Beast markaði tímamót fyrir teiknimyndir en fólk fór að taka teiknimyndir alvarlegar aftur eftir að hún kom út, enda var hún allra fyrsta teiknimyndin sem var tilnefnd á Óskarnum sem besta mynd (Up hefur síðan þá verið tilnefnd en vegna þess að það voru 10 myndir tilnefndar þá tel ég það ekki alveg með). Að mínu mati er þetta besta mynd sem Disney hefur komið með, fyrir utan Pinocchio. Hún tekur allt sem einkenndi þetta tímabil hjá fyrirtækinu og kom með langbestu útkomuna.

Það fyrsta sem gerði þessa mynd svona góða er aðalkarakterinn, Belle, en hún er algjör andstæða annarra kvenkaraktera frá fyrirtækinu þegar kemur að sjálfstæði. Hún hlustar ekki á það sem aðrir segja um hana/við hana, hún lætur ekki undan pressu frá einhverjum sem hún vill ekkert með hafa, og líkar aðeins við fólk sem virðir hana til baka. En sem betur fer er hún ekki of sjálfstæð, annars hefði hún engan veginn passað í myndina. Hún er samt, með Mulan, með best sömdu kvenkarakterum sem Disney hefur komið með.

Eitt af stærstu gagnrýnum sem þessi mynd hefur fengið er bæði að Belle tekur við misnotkun án þess að kvarta yfir því þar sem hún hefur von á að hún geti breytt Beast, og að Belle fær Stokkhólmsheilkenni, sem er þegar manneskja fær jákvæða tilfinningu gagnvart þeim sem heldur henni fanginni. Þrátt fyrir að það sé frekar auðvelt að koma með þetta, passar þetta engann vegin. Belle breytir ekki Beast (eða Adam eins og hann heitir víst) heldur breytist Beast fyrir hana (og sjálfan sig) án þess að hún gerir eitthvað. Misnoktunin passar ekki heldur. Jú, hann hélt henni fastri í kastalanum sínum en hann bjargaði henni frá úlfum, fer að koma fram við hana sem gest, leyfir henni fara á bókasafnið (og þetta gerist á þeim tímum og stað þar sem það var sérstakt að stelpa mundi lesa) og var þar að auki einn af þeim fyrstu sem sýndi henni einhverja virðingu. Og ef Belle er alveg til í misnotkunarsamband, þá fer maður að spyrja sjálfan sig af hverju hún giftist ekki Gaston.

Orðið beastiality og Beauty and the Beast passa ekki heldur saman, því það er hægt að elska manneskju á platónskan hátt, sem Belle virðist finna fyrir Beast.

Beast/Adam var líka frábær karakter, og áreiðanlega sá karakter frá Disney sem fær stærstu karakterþróun. Hann byrjar myndina á því að vera reiður (vægt til orða tekið), þar sem hann hefur verið undir bölvuninni sem galdrakonan kom með nokkrum árum áður. En eftir því sem myndin gengur fer hann að breytast í mennskari veru. Gaston nær að vera eitt frumlegasta illmenni frá Disney, þar sem hann nær að vera bæði antagonist og illmenni (og það er munur á þessu). Hann byrjar myndina á því að vera ágætlega mikill skíthæll, en það versta sem hann gerði var að segjast ætla giftast stelpu, á ekkert sérstaklega fallegan hátt. En eftir því sem myndin gengur fer hann að breytast, enda sést vel á karakternum að hann er vanur að fá það sem hann vill og gengur ágætlega langt til að ná því, eins og að taka hóp af fólki með sér til að drepa Beast og hóta Belle að setja pabba hennar á geðveikrahæli ef hún mundi ekki gifast honum. Næst besta illmenni frá þessu tímabili.

Aukakaraktaranir eru litríkir og skemmtilegir. Flest húsgögnin hafa sín góðu augnablik í myndinni en ég væri að ljúga að sjálfum mér ef ég mundi ekki segja að kvenkyns húsgögnin væri bestu karakterarnir. Mrs. Potts er langstærsti stuðningskarakterinn fyrir Belle, og kemur þar að auki með besta lagið í myndinni, titillagið. Sambandið hennar við strákinn hennar, Chip, er lítið í myndinni, en virðist vera rosalega náttúrulegt, og mér líkaði við það. Hinn karakterinn er fataskápurinn, sem gerir nær ekkert í myndinni (aðeins meira í lengri útgáfunni), segir nær ekkert, en nær alltaf að eigna sér atriðin sín, sérstaklega þegar hún stekkur nokkrar hæðir niður án þess að eyðileggjast.

Tónlistin og útlitið er til fyrirmyndar í myndinni. Ekkert af lögunum er auðgleymanlegt (meira að segja aukalagið, Human again) og eru öll ótrúlega grípandi og vel sungin. Það besta sem Disney hefur komið með. Myndin setti tölvuhreyfimyndagerð á næsta skref, sem sést í dansatriðinu fræga. Það hefur kannski ekki elst jafnvel og önnur tækni frá þessum tíma (sem er skiljanlegt, myndin kom sama ár og Terminator 2: Judgement Day) en það er samt ótrúlega flott að sjá þetta atriði, þar sem það lítur út fyrir að bakgrunnurinn hafði verið tekinn upp með alvöru vél.

Ástarsagan er mjög góð fyrir Disney mynd en hún gerir eitt annað sem aðrar myndir hafa ekki haft: gott ástarmontage. Það er gott, en gallað. Útlitið segir til um að það líði að minnsta kosti nokkrir mánuðir á milli þess að Belle fer til kastala Beast og kemst út úr honum (þar sem Beast kemur með bestu lína myndarinnar: “Because, I love her”), en ef maður skoðar söguþráðinn sem gengur á meðan í heimabæ Belle (þar sem pabbi hennar og Gaston búa) þá gæti sagan allt eins gerst í viku. Þetta er gallað en virkar.

Besta ástarsaga Disney, bestu lög yfir heild hjá Disney, lítur frábærlega vel út og góðir karakterar. Ég get ekki gert annað en að gefa þessari mynd 10. Ein besta teiknimynd og söngleikur sem ég hef séð.

10/10

PS: Ég hef heyrt að það hafi komið framhaldsmyndir um þessa sögu. Ég trúi því ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Beauty and the Beast.

Þetta er án efa ein flottasta teiknymynd sem gerð hefur verið, flott tónlist, skemmtileg saga (þrátt fyrir að hafi verið til áður en myndin var gerð) og flottar teikningar. Þetta er hin klassíska saga um Fríðu sem verður fangi Dýrsins hræðilega sem by the way er prins í álögum sett upp í Disney formi. Auðvitað hafa bæst við margar nýar persónur og atriði frá upprunalegu sögunni um Fríðu og Skepnuna. Þetta er enn eitt meistaraverk Disneys og fékk óskarsverðlaun fyrir bestu myndina og var fyrsta teiknimyndin til að hljóta slíka viðurkenningu. Því miður eru Disney hættir að gera svona snildar teiknimyndir og farnir yfir í tölvuteikningar í staðinn þar sem þeir einbeita sér að hraða og sprelli frekar en að einbeita sér að því að gera klassískar snilldarmyndir eins og Beauty and the Beast.

Rosaleg mynd, mæli eindreigið með henni.

Þrjár og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábært meistaraverk úr smiðju Walt Disney komin aftur í kvikmyndahús. Frábær tónlist sem skilaði inn Óskar, falleg mynd sem heillar unga sem aldna! Meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í tilefni af skrifum hér fyrir ofan finnst mér ekkert úr vegi að benda á að Felix leikur einmitt ekkert í þessarri mynd, enda hefur hún ekkert svona týpískt tenór-prinshlutverk, sem Felix passar einmitt svo vel í (sem er að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að þeir hjá Disney hafa oftar en einu sinni valið hann í þau hlutverk).


Í þessari talsetningu leika meðal annars eftirfarandi:

Fríða: Selma Björnsdóttir

Dýrið: Hinrik Ólafsson

Gaston/Gestur: Bragi Þór Valsson

Lafou/Leifur: Valur Freyr (held ég örugglega)

Kertastjakinn: Karl Ágúst Úlfsson


og fleiri. Semsagt aðeins öðruvísi cast en kannski venjulega, og það sem ég hef heyrt úr myndinni er bara fantagott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Af öllum spólunum sem ég á var það þessi sem ég valdi að horfa á fyrst þegar ég kom heim í heimsókn eftir meira en hálft ár í útlöndum. Og hún stóð alveg við sitt. Ég kann þessa mynd nokkurn veginn utanað, og hún er alltaf jafn góð. Ein allra besta Disney-mynd allra tíma, en ef til vill meira fyrir stelpur en stráka. :) Hún hefur allt sem góð gullaldar-Disneymynd á að hafa, undurfallega ramma, góðan söguþráð, flott og spennandi bardagaatriði (miklu betra en alltof stutta bardaga-atriðið í lokin á annars frábærri Lion King), góða tónlist (mig minnir að hún hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist, eða a. M. k. lagið Beauty and the Beast), og hreint út sagt frábærar aðal- og aukapersónur. Be Our Guest atriðið er hrein flugeldasýning, atriðið þar sem Fríða og Dýrið dansa í danssalnum kynnti glænýja tækni sem var nokkurs-konar undanfari Matrix hring-myndatökunnar, og ummyndunar-atriði dýrsins er svo ótrúlega flott að ég fæ ennþá hroll. Ég fæ líka alltaf hroll í blábyrjuninni þegar fíngerð tónlistin byrjar og svo aftur þegar þulurinn segir eftir stutta kynningu á forsögu ævintýrisis for who could ever learn to love a Beast!. Þetta var ein af fyrstu Disneymyndunum, ef ekki sú fyrsta, þar sem aðalkvenpersónan er eitthvað annað en bara sæt og góð. Fríða hefur karakter, er lestrarhestur, skrítin, dreymin, hugrökk og áræðin. Það eina hálf-kjánalega er Lafou og samband hans við Gaston, og það hvernig svona hávaxin og myndarleg stúlka getur verið dóttir svona pínulítils feits karls eins og pabbi Fríðu er. En engu að síður er þetta ein uppáhalds myndin mín. Ég held ég þurfi að horfa á hana aftur áður en ég fer aftur út...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.05.2023

Búist við öldu áhorfenda í bíó um helgina

Talið er að Disney kvikmyndin um Litlu hafmeyjuna, The Little Mermaid, muni laða marga í bíó um Hvítasunnuhelgina, sem í Bandaríkjunum kallast Memorial Day Weekend. Kvikmyndin var frumsýnd á Íslandi á miðvikudagin...

25.02.2021

Segir skilið við leiklistina

Breska leikkonan Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna og einblína á önnur verkefni. Þetta staðfestir umboðsmaður hennar í samtali við fréttaveituna Daily Mail og segir það öruggt að Watson muni ekki þiggja fleiri hlutverk í framtíðinni...

05.01.2021

Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020

Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, falle...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn